Bókbindarinn - 01.03.1960, Blaðsíða 10

Bókbindarinn - 01.03.1960, Blaðsíða 10
Halldór Helgason Frá bókbindurum í San Francisco Formáli Það barst í tal okkar Tryggva Svein- björnssonar hérna eitt kvöldið að gaman gæti verið að fræða íslenzkt bókbands- fólk um störf og kjör kollega þeirra vest- ur í borginni San Francisco í Kaliforniu, en þar hef ég starfað að bókbandi síðast- liðin sjö ár. Við vorum eitthvað svo sammála um hugmyndina, að áður en varði hafði ég látið ánetjast og lofað að skrifa grein um efnið. Síðan hef ég komizt að raun um hversu allt annað það er að binda hugsanir en bækur. Ef ykkur finnst svo fúskarabrag- ur á greininni, þá segið það engum, því ég útskrifaðist í bókbandi en ekki ritlist. Þrátt fyrir allt hefur mér þótt gaman að skrifa þetta og vona að ykkur þyki vert lestrar. FélagiÓ Nafn félagsins er: ,,Félag bókbindara og bókbandskvenna nr. 125, í San Fran- cisco“. Að vísu ekki stutt, en greinilegt þó. Númerið er til að sýna hvar í röðinni meðal iðnfélaga það stendur. Hver sem er getur gengið í félagið, ef fyrir hendi eru sannanir fyrir námstíma, eða upplýsingar gefnar af umsækjanda um hver störf hann kunni sem bókbind- ari, eða bókbandsstúlka. Inntökugjald er 30—40 dollarar, sem greiðast við inngöngu eða á fyrsta mán- uði. Stjórnina skipa fimm menn: forseti, varaforseti — ritari, gjaldkeri og tveir meðstjórnendur. Margir aðrir vinna að stjórnarstörfum í ýmsum nefndum. Ritar- inn gegnir þýðingarmesta embættinu og er ásamt gjaldkera á föstum launum hjá félaginu. Starf ritarans er afar margþætt og er stærsti hluti þess sem ítarlegastur undir- búningur að og gerð samninga. Á ensku kallast hann „Business agent“, sem þýða mætti erindreki, eða umboðsmaður. Samningar um kaup og kjör hvíla mjög á honum. Einnig sinnir hann kvörtunum félagsmanna um vinnustaði. Innlimun ut- anfélags verkstæða er áríðandi atriði á dagskrá félagsins og til aukins styrks fyrir báða aðila. Oft vill þá reyna mjög á samn- ingslipurð erindreka. Ef treglega gengur er oft leitað til annarra fagfélaga um nokkurskonar ,,hafnbann“ á þessi verk- stæði. Ganga þau þá vanalega í félagið og mun það vera launþegum ævinlega til aukinna tekna. Mjög sjaldan þarf að beita ,,hafn- banni“ enda jákvæð atkvæðagreiðsla

x

Bókbindarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókbindarinn
https://timarit.is/publication/951

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.