Bókbindarinn - 01.03.1960, Blaðsíða 22

Bókbindarinn - 01.03.1960, Blaðsíða 22
22 BÓKBINDARINN ir í nefnd, á sl. ári, til þess að endurskoða lög félagsins og reglu- gerðir sjóða þess. Nefndin skilaði áliti á síðasta aðalfundi, að því er lögin varð- aði, og lagði hún fram tillögur til ast sagt frumvarp til nýrra laga. Voru tillögur nefndarinnar sam- þykktar í einu hljóði, og hafa nó verið staðfestar af miðstjórn A.S.Í. Hinsvegar hafði nefndinni ekki unnizt tími til að endurskoða reglugerðirnar og lagði hún til að haldinn yrði framhaldsaðalfundur til að fjalla um þær tillögur, sem hún kynni að gera til breytinga á þeim. Framhaldsaðalfundurinn var svo haldinn 18. febrúar sl. og var á- stæðan til þess, að það dróst svo lengi, aðallega sú að nefndin gerði ráð fyrir því í tillögum sínum um styrktarsjóð félagsins, að hann starfaði að nokkru leyti sem lít- eyrissjóður. Þegar Lífeyrissjóður bókbindara var svo stofnaður á sl. ári var að sjálfsögðu ekki leng- ur þörf fyrir slíkt, og mátti nefnd- in því semja reglugerðina að nýju, en taldi þó rétt að bíða eftir því að reglugerð lífeyrissjóðsins yrði samin. Nefndin lagði fram frumvörp að reglugerðum eftirfarandi sjóða. Framasjóðs, Lánasjóðs, Vinnu- deilusjóðs og Styrktarsjóðs, og voru þau öll samþykkt samhljóða. Hér er ekki rúm til að rekja nákvæmlega efni reglugerða þess- ara, og skal þessa aðeins getið. 1. Framasjóður: Tilgangur hans er að stuðla að hverskonar fram- förum og aukinni menningu ís- lenzkra bókbindara. Hann var stofnaður 1951 með kr. 6000.00 framlagi úr félagssjóði en höfuð- stóllinn er nú kr. 30.000.00 og má ekki skerða hann. Vikugjald A hans er 1 króna. Tekjum sjóðsins má verja sem hér segir: a. Til þess að styrkja bókbindara til utanfarar í því skyni að auka þekkingu þeirra. b. Til þess að styrkja útgáfu fræði- legra eða sögulegra rita varð- andi bókband eða bókbindara- stétt. Auk þess, sem nú er talið, er stjórninni heimilt, sé hún öll sammála, að verja fé sjóðsins á annan hátt, ef hún telur það í samræmi við tilgang hans. Umsóknir um styrk samkvæmt og b liðum skulu sendar stjórn B.F.I. fyrir 15. apríl ár hvert. Varð- andi fjárframlög samkv. c lið er er hverjum félagsmanni heimilt að senda stjórninni tillögur sínar. 2. Lánasjóður. Sjóðurinn lánar meðlimum B.F.I. fé gegn viku- legum afborgunum. Skal krafizt skuldbindingar fyrirtækis þess, sem lánbeiðandi vinnur hjá, u*n það að hinum vikulegu afborg- unum verði fullnægt, meðan lán- takandi fær laun hjá fyrirtækinu. Upphæð lána má vera allt að kr. 1500.00 gegn tryggingu í rétt- indum viðkomanda í sjóðum fé- lagsins, cg endurgreiðist lánið inn- an tveggja ára frá lántökudegi. Þó má veita félögum lán allt að kr. 5000.00. Fyrir slíkum lán- um þarf trygging að vera sú, sem stjórnin telur fullnægjandi hverju sinni. Stærri lán en kr. 1500.00 skulu endurgreiðast innan tveggja ára frá lántökudegi. Sjóðurinn vex um tekjur sínar. 3. Vinnudeilusjóður. Tilgangur sjóðsins er að styrkja meðlimi fé- lags.ns ef verkbann eða verkfall ber að höndum. Úthlutar stjórn félagsins þá styrkjum úr sjóðnum til félagsmanna, samkvæmt því er hún ákveður í hvert sinn. Gjald- skyldir til sjóðsins eru allir með- limir B.F.Í. Vikugjald er ákveðið á aðalfundi ár hvert. 4. Styr\tarsjóÓur. Tilgangur hans er að styrkja sjóðsfélaga í veikind- um og að greiða útfararstyrki. All- ir félagar B.F.I. eru skyldir til þátt- töku í sjóðnum nema aðstoðar- stúlkur og þeir félagsmenn sem dvelja langvistum utan Reykjavík- ur og nágrennis, en er þó heimil þátttaka ef þær eða þeir greiða t’l sjóðsins tilskilið gjald, en aðal- fundur ákveður vikugjaldið ár hvert. Sjóðurinn veitir meðlimum sínum dagpeninga í veikindum, kr. 55.00 á dag í allt að 40 daga á hverjuin 12 mánuðum. Dagpeningarnir eru ekki greiddir fyrstu 4 vikurnar sem sjóðfélagi er veikur, þó getur stjórn- in greitt sjóðfélaga fyrr ef hún tel- ur ástæðu til. Við fráfall sjóðfélaga greiðir sjóðurinn aðstandendum hans kr. 4.500.00 í útfararstyrk. Sjóðurinn er stofnaður 1951. Hann er nú að upphæð 196.000.00 og hefur nefndin lagt til, að á aðalfundi 1960 verði lagt í sjóðinn úr félagssjóði það sem á vantar í kr. 200.000.00, sem verði höfuð- stóll hans, er ekki má skerða. Reglugerðir þær sem til voru íyrir sjóði þessa voru samdar til bráðabirgða. Félagsheimilissjóður Á framhaldsaðalfundinum lagði nefndin fram tillögu um að stofn- aður verði félagsheimilissjóður með kr. 100.000.00 framlagi úr félags- sjóði. Var samþykkt að stofna sjóðinn, en reglugerðinni frestað til aðalfundar. Bókbandsvinna í prent- smiðjum Eins og kunnugt er hafa verið töluverð brögð að því að störf, sem heyra undir bókbandsiðnina, væru unnin í prentsmiðjum af ófaglærðu fólki eingöngu. Stjórn B.F.I. hefir ekki gengið hart fram í því að stöðva þetta, þar sem fæst af því hefur verið í stórum stíl og næg atvinna hefir verið. Nú hefir ein prentsmiðjan, Stór- holtsprent h.f., hinsvegar gerzt svd stórtæk í þessu að hún hefir tek-

x

Bókbindarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókbindarinn
https://timarit.is/publication/951

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.