Bókbindarinn - 01.03.1962, Blaðsíða 15

Bókbindarinn - 01.03.1962, Blaðsíða 15
BÓKBINDARINN 15 ur Þorkelsson kosnir í nefnd til að ræða við bókbandsiðn- rekendur um fyrirkomulag á greiðslu veikindadaga. I samningunum 1957 kom það ákvæði inn í 7. gr. samnings- ins, og tekur gildi frá 1. jan. 1955, „að verkamaður sem ekki notar veikindadaga sína að fullu, skal eiga ónotaða veik- indadaga inni, þar til hann þarfnast þeirra vegna veikinda. Réttur þessi fellur niður við burtför frá fyrirtæki." I kröfum félagsins 1959 var síðan farið fram á að greiðsla vegna veikindadaga gangi til fé- lagsins mánaðarlega, sem sjái svo um greiðslu til félagsmanna. Ekki varð samkomulag um það en við greinina var bætt: „Um hver áramót skal vinnuveitandi gefa verkamanni viðurkenningu fyrir ónotuðum veikindadögum. Verkamaður missir ekki rétt til geymdra veikindadaga, nema hann segi sjálfur upp vinnunni. Sama gildir flytjist verkamaður milli vinnustaða með samkomu= lagi beggja aðila. A stjórnarfundi 16. maí 1961 var enn samþykkt að bera fram þá kröfu að greiðsla vegna ónot- aðra veikindadaga gangi til fé- lagsins, en að það verði am hver áramót, en ekki mánaðar- lega eins og krafist var áður og færi félagið þá inn í reikning viðkomandi félagsmanns í sjúkrasjóði félagsins. Einnig nú var krafist að 3. mgr. falli niður. Talsvert var rætt um veikinda- dagana á samningafundunum og kom ný grein inn í samning- inn sem hljóðar svo: „Samkomu- lag er um það, að á samnings- tímanum fari fram viðræður milli samningsaðila um fyrir- komulag á greiðslu veikinda- daga skv. 7. gr. ------“ Samkvæmt þessari grein hef- ur eins og áður er sagt verið kosin nefnd af hálfu B. F. í. og óskað eftir viðræðum um málið við bókbandsiðnrekendur. Fyrsti fundur aðila var haldinn 28. febrúar s. 1. NY BOK Kauptu bókina, bróðir, þó að bókin sé dýr. Hún er ásjáleg ytra, hvað sem í henni býr. Yzt er gljáskinn og gylling — vittu, að gullið er dýrt — svo er pálþykkur pappír, og hve prentið er skýrt! Þá er fallstuðluð froða, þar nœst lágstuðla leir, seinast hástuðluð heimska. Seg mér, hvað viltu meir? Örn Arnarson. Önnur mál Önnur störf stjórnarinnar hafa aðallega varðað daglegan rekstur félagsins, fjármál o. fl. Tveir sjúkrastyrkir voru veittir úr styrktarsjóði fyrir árið 1961 og var samþykkt af stjórninni að hækka sjúkrastyrkinn í 65,00 kr. á dag. Atvinna hefur verið með meira móti og voru veittar und- anþágur fyrir fleiri stúlkum en kjarasamningur segir til um, seinni hluta ársins. Stjórn næsta tímabils A fundi trmr. 15. jan s. 1. var skipuð tillögunefnd um stjórnar- kjör. Skipaðir voru: Einar Helga- son, Guðm. Þórhallsson, Hörður H. Karlsson, Geir Þórðarson og Einar Guðgeirsson. Nefndin hefur lokið störfum og hafa menn þeir sem hún til- nefndi orðið sjálfkjörnir, þar sem aðrar tillögur komu ekki fram. í aðalstjórn verða þessir menn: Form. Grétar Sigurðsson, vara- form. Guðm. Þorkelsson, ritari Svanur Jóhannesson, gjaldkeri Helgi H. Helgason. í varastjórn verða þessir menn: Einar Sig- urjónsson, J. Guðm. Gíslason, Stefán Jónsson og Viðar Þor- steinsson. Á aðalfundi kvennadeildar, sem haldinn var 22. marz, var kosin ný stjórn. Formaður er Guðrún Haralds- dóttir, ritari Helga Pálmadóttir og gjaldkeri Jóhanna Þorleifs- dóttir. Guðrún Haraldsdóttir verður því fimmti meðlimur í stjórn félagsins næsta stjórnar- tímabil. S. J.

x

Bókbindarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókbindarinn
https://timarit.is/publication/951

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.