Bókbindarinn - 01.03.1962, Blaðsíða 8

Bókbindarinn - 01.03.1962, Blaðsíða 8
8 BÓKBINDARINN BÓKIN Við vorum um daginn og veginn og veðrið og lífið að spjalla. Mér fannst þú þykk og fáséð bók og fýsti að lesa þig alla. Svo fáséð og fallega bundin, og fremst var snoturt kvæði. Ég fékk þig að láni, fór með þig heim og fletti þér í næði. En að fletta þér allri var okkur báðum skaði, því í þér fann ég ekkert nýtt. Allt var á fremsta blaði. Orn Arnarson. — Ósköp er þetta undarlegt lag á bók. — Já, hún fjallar um ost. (Bokbinderi Arbetaren). Kaupgjaldsskrá frá og með 27. janúar 1982. Tíma- 100% Á viku: vinna: álag: Sveinar 1315,05 27,40 54,80 Hlaupavinnumenn (á dag) 233,35 29,16 58,32 Aðstoðarstúlkur: Fyrstu 6 mánuði ... 595,55 12,40 24,80 Aðra 6 mánuði 654,88 13,64 27,28 Eftir 1 ár 820,17 17,09 34,18 Eftir 2 ár 825,00 17,19 34,38 Eftir 3 ár 893,92 18,62 37,24 Eftir 4 ár 898,75 18,72 37,44 Eftir 5 ár 1012,46 21.09 42,18 Nemendur: Fyrsta ár 460,25 Annað ár 526,00 Þriðja ár 657,50 Fjórða ár 789,00 Kaup þeirra, sem vinna vaktavinnu, skal vera 5% hærra en að ofan greinir. Samkvæmt 10. gr. samningsins, má draga af kaupi starfsmanns fyrir vanræktar vinnustundir með viðbótinni 100 á hundrað. I Lífeyrissjóð bókbindara greiði bókbandsiðn- rekendur 6% — sex af hundraði — samnings- bundins vikukaups þeirra starfsmanna sinna, sem samningur þessi tekur til. Starfsfólkið greiðir til sjóðsins, reiknað á sama hátt, árið 1962 3%, ár- ið 1963 og framvegis 4%. Stúlkur á lægra viku- kaupi en 1. árs 'kauptaxta félagsins, greiða þó ekki iðgjald til sjóðsins. Bókbindarafélag Islands. Ingimundur Jónsson fimmtugur Hinn 24. marz s. 1. átti Ingimundur Jónsson fimmtugsafmæli. Hann er fæddur árið 1912 í Reykjavík, en ólst upp að Fossatúni í Borgarfirði hjá hjónunum Sveinbirni Guðlaugssyni og Guð- rúnu Ingimundardóttur. Hann fluttist til Reykja- víkur árið 1938 og vann fyrst við ýmis störf, en 1944 byrjaði hann að vinna við bókband í Bók- felli h.f. Hann lauk námi í bókbandi 1952 í bók- bandsvinnustofunni Hólum og hefur unnið þar síðan. Kona hans er Guðlaug Magnúsdóttir frá Hafn- arfirði. Þau eiga einn kjörson, sem heitir Sigur- geir. Bókbindarinn óskar Ingimundi til hamingju með fimmtugsafmælið.

x

Bókbindarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókbindarinn
https://timarit.is/publication/951

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.