Bókbindarinn - 01.03.1962, Blaðsíða 5

Bókbindarinn - 01.03.1962, Blaðsíða 5
ODDGYLLING Lengi hef ég reynt að leita uppi í erlend- um iðnritum og bókbandssögu, hvenær og hvar hafi raunverulega verið hafizt handa um oddgyllingu. Hef ég komizt að þeirri niður- stöðu að þessi einfalda aðferð hafi fyrst komið til sögunnar í kringum 1920. Endurbætur i ýmsum greinum bókbandsiðjunnar hófust ein- mitt um það leyti. Oddgyllingin er vafalaust hugsuð sem til- raun til einföldunar á handgyllingu, með því handgylling er yfirleitt seinleg og þar af leiðandi dýr vinna. Til bókskreytingar með venjulegri hand- gyllingu þarf fjölda dýrra verkfæra, en til odd- gyllingar hinsvegar ekki annað en svonefnd- an oddgylli, -— og getur maður þá ráðið bók- skreytingunni að vild. Allt er hægt að letur- festa með oddgvlli, nema titla. Fyrsta skilyrði fyrir því að oddgylling takist vel, er að bókin sé bundin í úrvalsefni. Bezt eru kálfsskinn eða geitarskinn og þó allra- helzt það síðartalda. Hið svokallaða dælulit- aða skinn, sem nú tíðkast, ætti ekki að nota, því það spillir bæði lit og áferð. Góðan undirburð þarf til oddgyllingar. Bezt er að nota eggjahvítu og sterkjulím. (Þó ekki þurrkaða eggjahvítu.) 1 eggjahvítuna er látið edik, tveir á móti einum, ásamt salti á hnífsoddi, og er hún síðan þeytt vandlega. Helzt þarf hún að standa í nokkrar klukku- stundir og siðan er hún sýjuð gegnum gasrýju áður en hún er notuð. Saltið veldur því að hún heldur lengur í sér rakanum og verður mýkri til áletrunar. Undir oddgyllingu er ævinlega borið á allt bókarspjaldið með þéttum og góðum svampi. Þegar grunnborið er, getur komið fyrir að síð- an verði rákótt og gráleit. Er gott að blanda fáeinum mjólkurdropum í eggjahvítuna til að komast hjá slíku. Fitan í mjólkinni veldur því að betur jafnast úr hvítunni. Sjálfa skreytinguna verður að teikna á þykkan pappír, helzt pergament, og skal gera það með bleki, því það kemur skýrar fram á þesskonar pappír en blýantsdráttur. Það er undirbúningurinn sem mestan tím- ann tekur við oddgyllingu. Fyrst þarf að slípa bókina einu sinni með góðri heitri fægikúlu. Þar næst er límsterkjunni rjóðað á og skal hún síðan þorna í ca. 25 mínútur áður en slípað er aftur. Sú fágun verður að gerast mjög gætilega, ef bókin er bundin í ljóst skinn (t. d. rautt eða grænt) — annars geta komið fram dökkleitar rákir. Áríðandi er að slípa skinnið vel, svo það verði slétt og gljáandi og gyllingin jöfn og hrein. Þá er eggjahvítan borin á tvisvar með hæfi- legu millibili. Þegar undirburðurinn er þorn- aður skal rjóðað vaselíni eða olíu á síðuna — og er vaselín betra, því það forðar blettum. Oddgyllir

x

Bókbindarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókbindarinn
https://timarit.is/publication/951

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.