Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 11.04.2013, Blaðsíða 4

Fjarðarpósturinn - 11.04.2013, Blaðsíða 4
4 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 11. apríl 2013 Laugardaginn 13. apríl n.k. stendur Flensborgarkórinn fyrir 12 klukkustunda söngmaraþoni í Hafnarfjarðarkirkju ásamt stjórn­ anda sínum Hrafnhildi Blomster­ berg og góðum gestum. Þessi atburður er liður í fjáröflun kórs­ ins vegna keppnisferðar til Linz í Austurríki í lok maí. Söngurinn hefst stundvíslega kl. 9 á laugardagsmorgun og mun standa án hlés til kl. 21 og er öllum velkomið að líta við og hlusta hvenær sem er. Kórinn mun æfa og kynna keppnispró­ gramið sem er óðum að taka á sig endanlega mynd en þar að auki mun önnur kórtónlist hljóma. Keppnin í Linz er kennd við austurríska tónskáldið Anton Bruckn er sem er eitt af uppáhalds tónskáldum kórsins. Það er því töluverð áhersa lögð á tónverk eftir hann og önnur tónskáld frá sama tímabili tónlistarsögunnar en auk þeirra mun kórinn flytja fjöl breytta íslenska og erlenda kórtónlist. Þetta er í annað skipti sem Flensborgarkórinn tekur þátt í alþjóðlegri kórakeppni. Sú fyrri var í St. Pétursborg í Rússlandi og kom hópurinn heim með gullverðlaun í flokki blandaðra kóra í farteskinu. Kórinn var stofn aður árið 2008 af útskrif­ uðum Flensborgurum sem áttu erfitt með að sleppa takinu á kór skólans. Á þeim fimm árum sem kórinn hefur starfað hefur hann vakið verðskuldaða athygli bæði innan og utan landssteinanna fyrir einstakan hljóm, fágað lagaval og almenna lífsgleði. Vandræði Sólvangs er dæmi­ gerð birt ingarmynd þeirrar heil­ brigðisstefnu sem rekin hefur verið umliðin ár. Allur slag kraft­ ur inn er lagður í eitt hús, hátækni­ spítala, þang að er öllu for gangs ­ raðað, fjármagni og þörf. Sem er alger lega galið því yfir gnæf andi fjöldi þeirra sam skipta sem eiga sér stað í heil­ brigðiskerfinu eru á sviði grunn þjónustu og öldrunar. Þar liggur þörfin og þangað á að forgangs raða því litla fé sem haldbært er. En því miður þrýsta læknar mjög á nýtt, miðlægt sjúkrahús og við þetta eltast stjórnvöld. En ekki Lýðræðisvaktin. Þar á bæ er skýrt kveðið á um nýjan for gang í heil brigðis þjónustu. Þjóð in eldist hratt og við því þarf að bregðast. Grunnþjónustan hrip lekur og þeirri þróun þarf að snúa við. Lýðræð is vaktin vill minni og manneskju legri ein­ ingar og leggja áherslu á þjónustu í heimabyggð. Lýð ræðisvaktin vill blása nýju lífi í þann húsakost sem til er og spara þannig kostn að við ný bygg ingar. Frestun bygg­ ingu nýs Landspítala er lykilatriði varð andi þetta því sú fram­ kvæmd mun sjúga út úr heil brigð is kerfinu til­ tækt fé á næstu árum. Slíkt mun ógna veru­ lega annarri þjónustu. Lýðræðisvaktin vill því slá nýjum Land­ spítala á frest og beina sjúklingastreyminu aftur heim í héruð. Samhliða vill Lýð ræðis vaktin sjá arð af þjóðar auð lindum renna til vel­ ferðar kerf isins. Með þessu ger­ um við okkar besta. Höfundur er læknir og fram- bjóðandi Lýðræðisvaktar- innar í SV-kjördæmi. Sólvangsheilkennið Lýður Árnason Jafnaðarmenn vilja burt með verðtryggingu og lægri vexti. Það er ósanngjarnt að borga tvisvar og hálfu sinni fyrir íbúð þegar Danir borga fyrir eina og hálfa íbúð. Þarna munar heilli íbúð. Því segi jafnaðar­ menn: burt með verð­ trygginguna, lækk um vextina og verð bólg­ una. En hvernig eigum við að gera það? Verðbólgan Verðbólgan skapast vegna breytinga á gengi krónunnar. Verð trygg­ ingu var komið á 1980 til að tryggja að pen ingarnir héldu verð gildi sínu þrátt fyrir verð­ bólgu. Þannig veldur verðbólgan því að lánin hækka. Verðbólga á Íslandi er þrisvar sinnum hærri en innan Evru landa. Vextir á Íslandi eru ríf lega tvisvar sinnum hærri en í Evrópu. Dýrari íbúðir Þess vegna borgum við meira fyrir íbúðirnar en aðrir Evrópu­ búar. Þess vegna er erfiðara að ná endum saman á Íslandi. Krónan veldur hærri vöxtum og hærri verðbólgu. Úr þessum vítahring verður ekki komist nema með upptöku annarrar mynt ar því þá lækka vextirnir og verðbólgan. 20% niðurfelling? Það væri gaman ef við gætum lækkað skuld ir allra. En í raun myndi slíkt ekki breyta miklu. Ef við hefðum til dæmis lækkað skuldir heimilanna árið 2009 um 20% og 40 milljón króna lán hefði þá farið í 32 millj ónir – væri það lán komið í 39 milljónir í dag – þökk sé verð bólgunni. Á móti værum við með 220 milljarða reikning og þyrftum að hækka skatta eða skera niður. Heimilin væru þannig í verri stöðu fjórum árum síðar. Breytum kerfinu Þess vegna er mikilvægt að breyta kerfinu því annars verðum við áfram föst og gerum ekki annað en að ýta vandanum áfram og yfir á börnin okkar. Það er hins vegar til ein leið úr þessu basli. Hún er sú að ljúka viðræð­ um við ESB og ganga í myntsam­ starf á næsta kjörtímabili. Stöðugleiki evrunnar er ekki langt undan. Ef þjóðin segir já við ESB verður strax hægt að tengja krónu við evru og flytja inn stöð­ ug leikann, lægri vexti og lægri verð bólgu. Það verður hægt á næsta kjörtímabili. 27. apríl Þannig er valið skýrt í næstu kosningum. Annaðhvort breytum við kerfinu eða ýtum vandanum á undan okkur. Þess vegna telur Samfylkingin mikilvægt að halda áfram viðræðum við ESB. Höfundur er frambjóðandi Samfylkingarinnar. Eigum við að losna við verðtryggingu ? Magnús Orri Schram Bandalag Kvenna Hafnarfirði Aðalfundur Bandalags Kvenna Hafnarfirði Verður haldinn mánudaginn 22. apríl 2013 kl. 19.30 í Safnaðarheimili Víðistaðasóknar Dagskrá: Venjuleg aðalfundastörf Lagabreytingar. Stjórn Bandalags Kvenna Hafnarfirði Unnur Birna Magnúsdóttir og Unnur Sveinsdóttir. 12 tíma söngur í Hafnarfjarðarkirkju Flensborgarkórinn safnar fyrir utanlandsferð Þjónusta við aldraða í Hafnar­ firði verður aukin með fjölgun hjúkrunarrýma og nýjum dag­ vistar rýmum á hjúkr unar­ heimilinu Sólvangi. Þetta er liður í aðgerðum til að bæta rekstrar­ stöðu heimilisins. Jafnframt mun heimilið afla aukinna sértekna og hagrætt verður í rekstri. Voru tillögur fulltrúa velferðar­ ráðuneytisins og stjórnenda Sól­ vangs, sem í megindráttum voru kynntar í Fjarðarpóstinum sl. fimmtu dag, kynntar fulltrúum bæjarstjórnar Hafnarfjarðar sl. föstudag. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að Sólvangur fái heimild fyrir þremur nýjum hjúkrunar­ rýmum. Tvö þeirra ætluð fyrir hvíldar innlagnir og eitt til varan­ legrar dvalar. Jafnframt verður opnuð dagdvöl fyrir átta aldraðra einstaklinga. Þá mun heimilið taka að sér matsölu til aldraðra í þjónustumiðstöðinni Höfn og afla þannig sértekna. Sýnt hefur verið fram á að húsnæðis­ kostnaður Sólvangs hefur verið van metinn og mun velferðar­ ráðu neytið taka tillit til þess með viðbótarfjárheimildum. Starfs­ manna hald á Sólvangi hefur verið endurmetið. Niðurstöður sýna að mönnun á heimilinu hefur verið töluvert yfir meðaltali mönn unar á sambærilegum stofn unum og í því ljósi hefur stöðugildum verið fækkað um fjögur og hálft. Vilji til að stækka væntanlegt hjúkrunarheimili í Skarðshlíð Velferðarráðuneytið og Hafn­ ar fjarðarkaupstaður gerðu með sér samkomulag árið 2010 um byggingu nýs 60 rýma hjúkrunar­ heimilis í Skarðshlíð samkvæmt svo kallaðri leiguleið og er því ætlað að leysa af hólmi reksturinn á Sólvangi. Upphaflegar áætlanir gerðu ráð fyrir að heimilið yrði tekið í notkun á þessu ári en ljóst er að þau áform ganga ekki eftir. „Velferðarráðuneytið og bæjar­ yfir völd eru einhuga um mikil­ vægi þess að grípa til ráðstafana á Sólvangi til að rétta af rekstur heimilisins og auka þjónustu við aldraða í bæjarfélaginu en leggja áherslu á að þetta eru tímabundn­ ar ráðstafanir þar til nýtt hjúkrunarheimili verður tekið í notkun,“ segir í tilkynningunni Á fundi bæjarstjórnar Hafnar­ fjarðar og velferðarráðuneytisins sl. föstudag kom fram ósk bæjar­ yfirvalda um að við uppbyggingu í Skarðshlíð verði byggt stærra hjúkrunarheimili en áformað er sam kvæmt gildandi áætlun. Ráðu neytið telur góð rök fyrir því að endurmeta fyrirhugaðar fram kvæmdir með mögulega fjölgun rýma að leiðarljósi til að efla þjónustu við aldraða á svæðinu. Auknar sértekjur og hagræðing á Sólvangi Á að bæta þjónustu og styrkja rekstrarstöðu Forskólanám Innritun í Forskóla fyrir börn fædd 2006 Um 60 nýir nemendur verða teknir inn. Suzuki fiðlunám - byrjendur Suzukifiðlunám fyrir 5 ára börn fædd 2008. Teknir verða inn 10 nemendur í þennan hóp. Innritun Innritun fer fram dagana 15.-30. apríl í gegnum Íbúagáttina á www.hafnarfjordur.is. Þar skal valið Umsókn og síðan Tónlistarskóli, námsvist. Merkja skal við námsgreinina Forskóli eða Suzukinám. Nánari upplýsingar er að fá á skrifstofu skólans í síma 555 2704 frá kl. 9-12 og 13-17. Skólastjóri Tónlistarskóli Hafnarfjarðar Lj ós m .: G uð ni G ís la so n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.