Fjarðarpósturinn - 11.04.2013, Blaðsíða 11
www.fjardarposturinn.is 11 Fimmtudagur 11. apríl 2013
Langar þig að reima á þig hlaupaskóna
og hreyfa þig úti í sumar?
Þá gefst þér tækifæri til að vera hluti af frábær um hlaupahóp en
Hlaupahópur FH ætlar að fara af stað með 8 vikna byrjendanámskeið
mánudaginn 29. apríl, kl. 17.30 í anddyri Kaplakrika
Sérstök æfingaáætlun er í boði og stefnt er að því að allir
í hópnum geti hlaupið 5 km samfellt í lok námskeiðs.
Æfingar verða á eftirfarandi tímum:
Mánudaga kl. 17.30 í Kaplakrika
Miðvikudaga kl. 17.30 í Kaplakrika
Laugardaga kl. 10.00 í Suðurbæjarlaug
Nánari upplýsingar veita:
hronn@lsr.is, petur@ironviking.is og ingolfur.111@gmail.com
www.hhfh.is
Lið Flensborgarskólans og
Verslunarskóla Íslands keppa til
úrslita í Mælsku og rökræðu
keppninni, Morfís í Hörpu
annað kvöld.
Flensborgarliðið sigraði lið
Menntaskólans í Hamrahlíð í
undanúrslitum í í Flensborg
með 24 stiga mun. Ræðumaður
kvöldsins var Atli Jasonarson í
MH. Í liði Flensborgarskólans
eru þau Aron Kristján Sigur
jóns son liðsstjóri, Katrín Ósk
Ásgeirsdóttir frummælandi,
Berg þór Þorvaldsson með
mælandi og Jón Gunnar
Ingólfs son stuðningsmaður.
Í keppninni eru þrír dómarar
og voru þeir ekki allir sammála
um úrslit keppninnar. Þakið á
troðfullum Hamarsal var nærri
því að rifna af, þegar Brynjar
Guðnason einn af dómurum
keppninnar tilkynnti um sigur
vegara.
,,Þetta er gjörsamlega geggj
að,“ sagði Bergþór Þor valds son
meðmælandi í Flensborgar
liðinu við fréttavef Flensborgar
skólans, gaflari.is.
Þetta verður í fyrsta sinn sem
Flensborgarskólinn keppir í
úrslitum Morfís.
Morfíslið Flensborgar
skólans keppir til úrslita