Fjarðarpósturinn - 11.04.2013, Blaðsíða 6
6 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 11. apríl 2013
Stofnað 1982
Dalshrauni 24 • Sími 555 4855
steinmark@steinmark.is
Reikningar • Nafnspjöld
Umslög • Bæklingar
Fréttabréf
Bréfsefni
Og fleira
Félögum og hópum stendur nú til boða að
taka að sér umsjón með hreinsun á þrettán
skilgreindum svæðum í Hafnarfirði.
Bænum hefur verið skipt í þrettán svæði og mun
einn hópur sjá um hvert svæði. Hvert svæði skal
hreinsað 4 sinnum á árinu og er áhersla lögð á
hreinsun opinna svæði, sameignar bæjarbúa. Fyrir
framlag sitt og þátttöku fá hópar styrk til starf
seminnar.
Verkefnið er opið öllum félögum, samtökum og
hópum. Leitast verður við að velja hópa með
fjölbreytilega starfsemi til verksins.
Frekari upplýsingar og kort af svæðunum er að
finna á www.hafnarfjordur.is/umhverfisvaktin.
Frestur til að skila inn umsóknum er til
24. apríl 2013.
Umsóknir skal senda á netfangið ishmael@
hafnarfjordur.is
Vilt þú Vera á
UmHVerFisVaktinni?
Það er staðreynd að Banda ríkja
dalur er í mjög sérstakri stöðu með
því að vera notaður í yfir 90%
heimsviðskiptanna og
vera vara gjaldeyrisforði
flestra ríkja ver ald ar.
Einnig er að mesti partur
skulda íslenska ríkisins
og stórfyrirtækja er í
Banda ríkja dölum. XG
Hægri grænir, flokk ur
fólksins, vill taka hér
upp nýjan íslenskan
lögeyri, sem hann kallar
ríkisdal og tengja hann
við Bandaríkjadal, dal á móti dal.
Gengið gagnvart öðrum gjald
miðlum fylgdi þá gengi Banda
ríkja dals, en með þessu öðluðumst
við æski leg an gengisstöðug leika
og héldum á sama tíma eig in
stjórn pen inga mála. Með slíkri
nýrri íslenskri mynt gæfist
sveigjan leiki til ýmissa hag felldra
að gerða eins og afnáms verð
bólgumark miða Seðla bankans,
af náms al mennrar verð trygg ingar
neyslu, hús næðis og námslána og
á endanum gjaldeyrishafta og
minnkun láns gjaldeyrisvaraforða
Seðlabankans, sem að kostar
stórfé í vexti. Stjórn á stýri vöxtum
væri þá ennþá hjá okkur,
en hefði nú virkileg áhrif
með því að koma
samhliða á stór aukinni
bindiskyldu og útlána
þaki á viðskiptabankana
og ná þá stjórn á
peningamagni í umferð.
Þannig hefði Seðlabanki
Íslands í fyrsta sinn í
sögunni þau tæki og tól,
sem hann þarf til þess að
hafa fulla stjórn á peningamálum
þ.m. til að takast á við verðbólguna
með árangri. Með þessu ættu bæði
verð bólga og vextir að lækka
veru lega.
Snjóhengjur og vogunar sjóð ir
– Samningsstaða og ábati
Með hinum nýja íslenska
lögeyri þyrftu eigendur íslenskra
króna erlendis að koma með þær
heim til að skipta yfir í ríkisdalinn
ellegar týna þeim. Þrotabúum
föllnu bankanna, eigendum
aflands krónanna og erlendu hræ
gammasjóðunum væri hægt að
bjóða tvær leiðir til að losna úr
viðjum gjald eyr is haftanna: a) að
skipta yfir í ríkisdal með 95%
afföllum, eða b) skipta á
aflandskrónu gengi í 30 ára
afborgana laust skuldabréf,
útgefnu í bandaríkjadölum á 1,5%
vöxtum. Annars yrðu erlendu
hræ gamma sjóðirnir rukk aðir um
6% vexti á innistæðum sínum
fyrir allt umstangið við gömlu
krónuna. Þetta sparar tugi
milljarða króna á ári í vaxta kostn
að. Peningana, sem koma í ríkis
sjóð með þessum aðgerðum, á að
nota til þess að borga upp það sem
hægt er og skuldbreyta svo því,
sem út af sendur af skuldum
ríkissjóðs og fara í nauðsynlegar
arðbærar fjárfestingar og skatta
lækkanir hér á landi og hlúa að
öldruðum, fötluðum og fátækum.
Líta verður á aflandskrónurnar og
niðurstöðu Icesave dómsins um
greiðslur í íslenskum krónum sem
sérstakt tækifæri í þessum efnum
og snúa verður taflinu við og veita
erlendum hrægammasjóðum
mak leg málagjöld. Þarf nokkuð að
velta þessu máli fyrir sér frekar?
Höfundur er varaformaður
Hægri grænna, flokks fólksins.
Ný íslensk mynt
Stórir ávinningar fyrir land og þjóð
Kjartan Örn
Kjartansson
Ellefu sóttu um stöðu prests
Ellefu sóttu um embætti prests
í Hafnarfjarðarprestakalli, Kjal
ar nesspró astsdæmi. Frest ur til
að sækja um rann út þann 18.
febrúar s.l.
Umsækjendur eru:
Cand. theol. Arndís G. Bernharðsdóttir Linn
Sr. Bryndís Valbjarnardóttir
Cand. theol. Davíð Þór Jónsson
Cand. theol. Eva Björk Valdimarsdóttir
Sr. Gunnar Jóhannesson
Cand. theol. Jóhanna Erla Birgisdóttir
Sr. Jón Helgi Þórarinsson
Sr. Jóna Lovísa Jónsdóttir
Sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir
Mag. theol. Sveinn Alfreðsson
Sr. Þórhildur Ólafs
Biskup Íslands skipar í em
bættið að fenginni umsögn val
nefndar. Valnefnd skipa níu
manns úr prestakallinu auk pró
fasts í Kjalarnessprófasts dæmi.
Nýtt hjúkrunarheimili var vígt í
Sjá landi í Garðabæ síðastliðinn
föstu dag. Hjúkrunarheimilið er
byggt samkvæmt nýjustu stöðlum
og öll rýmin eru einkarými og þann
ig úr garði gerð að heim
ilis menn geta eftir hentug
leik um tekið á móti að
standendum sínum í eigin
rými. Heimilinu er skipt í
litlar einingar sem skapa
heimilislegt andrúmsloft
og sú hugmyndafræði
sem lögð er til grundvallar
er að heimilismenn hafi
sem sjálfstæðasta búsetu
með möguleika á virkni
og þjálfun eftir heilsu, getu og áhuga
hvers og eins. Þá er á jarðhæð heim
ilisins 1.500 fermetra félagsaðstaða
fyrir heimilismenn og aðra eldri
borg ara í Garðabæ og í boði er
dagþjálfun, sjúkraþjálfun og ýmis
dægradvöl. Ennfremur hefur verið
opnað bakarí á jarðhæðinni sem
þjóna mun hverfinu öllu og skapar
að auki líf og skemmtilega stemm
ingu í húsið. Garðabær rekur hið
nýja hjúkrunarheimili sem fengið
hefur nafnið Ísafold, daggjöld eru
greidd af ríkinu samkvæmt samn
ingi, en þjónusta hjúkrunarheimila
sem byggð eru samkvæmt svokall
aðri leiguleið skal vera samkvæmt
lögum nr. 125/1999, með síðari
breyt ingum og lögum um heil
brigðis þjónustu, nr. 40/2007.
Tafir við byggingu nýs
hjúkrun ar heimils í Hafnarfirði
Það er fagnaðarefni að vel hefur
tekist til í Garðabæ en á sama tíma
miður að hér Hafnarfirði hafa fram
kvæmdir við byggingu
nýs hjúkrunarheimilis taf
ist fram úr hófi. Fyrir
hefur legið samkomulag
frá árinu 2009 eins og í
Garðabæ, en forval vegna
verkefnissins fór fram
árið 2010. Forvalið var
dæmt ólöglegt en það
hefur legið fyrir í tvö ár að
minnsta kosti og fulltrúar
sjálfstæðisflokksins í
bæjarstjórn hafa ítrekað ýtt á að
undirbúningsferlið yrði hafið að
nýju og hófst það loks í lok síðasta
árs. Í ljósi þess að að verkefnið hefur
legið niðri í nokkur ár er skynsamlegt
að endurmeta þær forsendur sem
lagðar voru til grundvallar í upphafi
og því góðar fréttir að viðræður eru
hafnar við velferðarráðuneytið um
endurmat verkefnisins með mögu
lega fjölgun rýma að leiðar ljósi.
Mikilvægt að tryggja rekstr ar
forsendur og þjónustuframboð
Miðað við þær kröfur sem
ríkisvaldið gerir til reksturs nýrra
hjúkrunarheimila, varðandi rekstur
og þjónustuframboð er mikilvægt að
endurskoða fleiri þætti sem máli
skipta varðandi rekstur og þjónustu
og meta forsendur í ljósi þróunar
annars staðar. Ljóst er að nægilegt
rými er á Sólvangsreitnum fyrir nýtt
hjúkrunarheimili og með þeirri
staðsetningu gæti núverandi bygging
nýst fyrir stoðþjónustu, svo sem
dagþjálfun, dægradvöl, sjúkra þjálf
un, ofl auk þess sem nálægð við
Heilsu gæsluna skiptir miklu máli.
Þetta er sú leið sem flest önnur
sveitar félög hafa farið, þ.e. að tengja
nýtt hjúkrunarheimili við núverandi
starfssemi til að tryggja hagræði í
rekstri og fjölbreytni í stoðþjónustu
auk sem sem nálægð við þjónustu
íbúðir skiptir miklu máli.
Stöndum vörð um Sólvang og
tryggjum framtíð svæðisins
Aðstandendur heimilismanna á
Sólvangi vita hversu þrengt hefur að
starfseminni á undanförnum árum
og nýjustu fréttir um fjölgun vist
manna á sama tíma og stöðugildum
er fækkað um 4,5 valda mörgum
sem til þekkja ugg í brjósti. Það er
nöturlegt að þjónusta við heimilis
menn á Sólvangi skuli þannig skert
og bæjarbúar hafa miklar og rétt
mætar áhyggjur af framtíð Sólvangs
enda ljóst að þegar nýtt hjúkrunar
heimili rís mun samningur um
Sólvang renna út að óbreyttu. Ekki
er hægt að aðskilja þessi tvö mál
enda eru þau nátengd þar sem nýtt
hjúkrunarheimili mun leysa af hólmi
núverandi starfsemi Sólvangs.
Höfundur er bæjarfulltrúi.
Garðabær fær nýtt hjúkrunarheimili
Helga
Ingólfsdóttir
Við Vinstri græn teljum að
endurskoða þurfi húsnæðiskerfið
með það fyrir augum að auka
fjölbreytni og bjóða upp á fleiri
raunhæfa búsetukosti. Við tökum
þannig undir með til að mynda
Alþýðusambandinu
sem hefur lagt fram at
hygl isverðar hug mynd
ir um aukna fjöl breytni
á húsnæðismarkaði og
að byggja hér að nýju
upp félagslegt hús
næðis kerfi. Kannski
getum við lært af
frænd um vorum á
Norð urlöndum í þessu
sambandi.
Þetta þýðir alls ekki að okkur
sé uppsigað við að fólk eignist
sitt eigið húsnæði. Þvert á móti,
við viljum einmitt leita raunhæfra
leiða til að gera fólkinu í landinu
kleift að eignast þak yfir höfuðið
og búa þar síðan við öryggi og
stöðugleika. En séreignarstefnan
hentar ekki öllum. Valkostirnir
þurfa því að vera fleiri, meðal
annars til þess að ungt fólk og
barnafjölskyldur geti með
sæmilega góðu móti fengið þak
yfir höfuðið.
Ríkisstjórn Vinstri grænna og
Samfylkingarinnar hefur gripið
til fjölmargra ráðstafana til að
koma fólki í skuldavanda til
hjálpar. Komið var á fót embætti
umboðsmanns skuldara, þak var
sett á dráttarvexti og síðast en
ekki síst hafa vaxtabætur verið
hækkaðar stórlega. Það hefur
lækkað vaxtakostnað heimilanna
um 1045 prósent, mest hjá þeim
sem lægstar hafa tekjurnar.
Þannig hefur skattkerfinu verið
beitt með réttlátum
hætti til að jafna lífs
kjör.
Betur má þó ef duga
skal í mörgum tilvikum
og við verðum að halda
áfram að leita lausna á
vanda þeirra sem eru í
mesta greiðslu vand
anum, jafnt þeirra sem
eiga og þeirra sem
leigja. Það er ekki endi
lega töfralausn að afnema
verðtrygg ingu en hún stenst ekki
í óbreyttri mynd. Henni verður
að setja skorður til að verja fólk
fyrir áföll um og kollsteypum. Að
sama skapi gengur ekki að fólk
leggi í fjárhagslegar óvissuferðir
til áratuga þótt lánin séu óverð
tryggð. Öryggi og stöðugleiki
eru lykilorðin í þessu sambandi.
Húsnæðismál og endurskoðun
hús næðislána verða eitt mikil
vægasta verkefni stjórnvalda á
næstu árum. Þar horfum við í
VG til framtíðar um leið og við
leitum raunhæfra lausna á þeim
fortíðarvanda sem blasir við
okkur.
Höfundur er frambjóðandi
Vinstri Grænna.
Fleiri valkosti á
húsnæðismarkaði
Garðar H.
Guðjónsson