Fjarðarpósturinn - 11.04.2013, Blaðsíða 8
8 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 11. apríl 2013
Björt framtíð hefur kynnt
kosninga áherslur sínar undir
orðunum Bráðum kemur betri
tíð. Þær má lesa á vefnum
bjortframtid.is. Áherslurnar lýsa
sýn Bjartrar framtíðar á gott
þjóðfélag. Við tölum
ekki í loforðum. Við
tölum í mark miðum.
Björt framtíð vill
stöðugt þjóð félag þar
sem fólk getur gert
áætlanir og atvinnulíf
getur dafn að. Í stöðugu
þjóðfélagi þarf enga
verðtryggingu. Leiðin
að þessu er m.a. að
klára viðræður við ESB
og fara í gjaldmiðils samstarf við
evrópska seðla bankann. Það þarf
líka að fara vel með opinbert fé
og auka útflutn ingsverðmæti.
Til þess þarf að auka fjölbreytni
í atvinnulífinu. Blása þarf til
uppbyggingar skapandi greina,
tækni og hugverka iðnaðar og
ferðaþjónustu. BF vill fjöl breytni
á öllum sviðum mannlífsins, líka
í heilbrigðiskerfinu og skóla
kerfinu. Það hjálpar svo til við að
ná einu markmiðinu enn sem er
að bæta nýtingu á tíma, hæfi
leikum og fjármunum. Á Íslandi
er of lítil framleiðni. Það sýna
úttektir. Við fáum of lítið fyrir
vinnu okkar og fjárfestingar.
Tíma, hæfileikum og vinnu er
sóað. Við viljum minnka það.
Í áherslum BF helst allt í
hendur. Fjölbreytni í atvinnu
lífinu stuðlar að því að fleiri geta
unnið við það sem þeir gera best.
Framleiðni eykst. Verð
mæti aukast. Sveigjan
leiki og fjöl breyti leiki í
heilbrigðis kerfinu
stuðl ar að því að fleira
fólk fær úrræði sem
hæfa betur. Peningar
nýtast þá líka betur.
Brottfall úr skólum er
dæmi um aðra tegund
af sóun, sem við eigum
að taka alvarlega og
mæta með fjöl breyttari náms
leiðum, sem henta ungu fólki
betur. Þá fáum við líka fleira
menntað fólk, sem aft ur eykur
verðmæti í hagkerfinu sem eykur
stöðugleika.
Kosningastefna Bjartrar fram
tíðar samanstendur af mark
miðum sem margir telja vafalítið
sjálfsögð. En þessum mark mið
um hefur ekki verið náð. Það er
mein ið. Þess vegna var Björt
framtíð stofnuð. Hún var stofnuð
til þess að bjóða upp á plan A, í
stað þess að vera endalaust að
ræða plan B.
Höfundur er frambjóðandi
Bjartrar framtíðar.
Veljum plan A
Guðmundur
Steingrímsson
Ein mesta ógnin við mögulegan
vöxt íslensks efnahags og versta
afleiðing efna hags hrunsins er land
flóttinn, mannauðstapið. Frá árinu
2009 hefur um 2,7% þjóð arinnar
flutt af landi brott sem er gífurlega
hátt hlutfall af ekki stærri
eyþjóð. Alltof margir
hafa ákveðið að hag sín
um sé bet ur borgið ann
ars staðar. Sumir fóru
vegna þess að þeir sáu
ekki fram úr skuldum,
misstu vinnuna, lækk uðu
í tekjum, vegna versn
andi vinnu um hverfis og
síðast en ekki síst höfðu
ekki trú á aðgerðum
stjórn valda til þess að byggja hér
upp trúverðuga framtíð. Við vitum
af hryllilegum staðreyndum þess
efn is að hér séu heilu stéttirnar að
hverfa úr landi, nefni hér sérfræði
lækna sérstaklega. Ríkisstjórnin
hefur útskýrt þetta sem minnkandi
atvinnuleysi á Íslandi. Ég útskýri
þetta sem sjúkt atvinnulíf og blóð
töku sem ekki verður unað við öllu
lengur.
Ég tel að þessir brottfluttu
Íslend ingar eigi það meira og
minna sameiginlegt að bíða eftir
því að aðstæður breytist ,,heima“
svo þeir geti snúið aftur. Hér vill
fólk eiga heima og bera sín bein.
Hér bíðum við eftir því að fá
ástvinina okkar heim. Til þess
þurfa að stæð ur að breytast. Hér
þarf fjárfesting að fara af
stað svo að atvinnu tæki
færum fjölgi og síðast en
ekki síst atvinnuöryggi
auk ist. Eins og staðan er
í dag eru mörg fyrirtæki
orðinn þreytt á óhóflegri
skattastefnu ríkisins og
því skekkta samkeppnis
umhverfi sem hér ríkir
vegna afskrifta tiltekinna
fyrirtækja. Það er ekki
sjálfgefið að einstakl ing ar séu í
atvinnurekstri því ábyrgðin sem
því fylgir er ekki fyrir hvern sem er
og oft vanmetin.
Sjálfstæðiflokkurinn hefur kom
ið með raunhæfar lausnir fyrir
einstaklinga og heimili. Við ætlum
líkt og aðrir flokkar, ekki gefa
tommu eftir í samningaviðræðum
við vogunarsjóðina. Ef þetta svig
rúm myndast sem fólk er vonast
eftir munum við að sjálfsögðu nýta
það til góðra verka heimilunum og
samfélaginu öllu til góða. Ekki
skortir hugmyndirnar um nauð
synleg verkefni sem þarf að ráðast
í. Við gefum okkur niðurstöðuna
samt sem áður ekki fyrirfram þar
sem að það er einfaldlega óábyrgt.
Okkur er sérstaklega hugsað til
unga fólksins og þeirra sem ekki
eru enn komnir í eigið húsnæði,
hóp ur sem gleymist alltof oft. Með
sparnaði í formi skattaafslátts get
um við gert fólki kleift að safna sér
fyrir heimili. Hægt er að fá
skattaafslátt allt að 40.000 krónum
á mánuði og að fjórum árum liðn
um getur sá sparnaður verið orðið
6,7 milljónir auk vaxta. Það munar
um slíkt þegar hugað er að fast
eigna kaupum. Við megum ekki
gleyma þessum hópi í umræðunni
um skuldsett heimili. Vissulega
eiga margir um sárt að binda og
forsendubrestur hefur orðið á
lánastöðu lántakenda. Við tökum
stöðu með okkar fólki, við ætlum
að berjast fyrir trúverðugri framtíð
á Íslandi. Við höfum lausnirnar,
skilninginn og getuna til þess að
taka nauðsynleg skref út úr efna
hags kreppnunni á Íslandi. Ekkert
hik, kjósum Sjálfstæðisflokkinn.
Höfundur er frambjóðandi í
SV-kjördæmi.
Landflóttinn mest ógnin
Karen Elísabet
Halldórsdóttir
Ég efast ekki um, að hver einasti
maður, sem vettlingi getur valdið,
hafi á einn eða annan hátt áhuga að
vinna eða taka þátt í einhverskonar
athöfnum. Það er okkur Íslend
ingum eðlislægt að vera starfsöm
og taka þátt í að byggja
upp gott samfélag. Það
er því ömurlegt að horfa
upp á fullfrískt fólk flýja
land til að afla sér
framfæris, missa heimili
sín eða ganga um at
vinnu laust.
Ég á mér þann draum
að sjá atvinnu og fjöl
skyldulíf dafna á Íslandi.
Að sjá atvinnutækifæri
fyrir alla þá, sem hafa áhuga að
vinna eða taka þátt í einhverskonar
starfsemi. Að sjá alla íslenska
borg ara hafa tækifæri að eignast
sitt eigið húsnæði. Að sjá alla hafa
aðgang að góðri heilbrigðisþjónustu
og menntakerfi. Enginn á að þurfa
að líða skort á Íslandi og við eigum
að geta séð vel fyrir þeim, sem
ganga ekki heilir til skógar. Mig
dreymir um, að þegar ég verð
orðinn gamall, þá búi ég í landi þar
sem öldruðum verður veitt
áhyggju laust ævikvöld.
Þessi draumur getur hæglega
náð fram að ganga ef gæðum
lands ins er réttlátlega skipt, þar
sem enginn er skilinn útundan.
Hægri grænir, flokkur fólksins
hefur sett fram metnaðarfulla
stefnu sem miðar að því
að upp fylla þennan
draum, sem við eigum
svo mörg sameiginlega.
Við erum fámenn þjóð í
litlu landi og það er
algjör ónauð syn að hygla
einum þjóðfélagshópi á
kostnað annars, einum
landshluta á kostnað hins
eða einu fyrirtæki á
kostnað þess næsta. Við
getum öll haft það gott og það eina
sem við þurfum að gera er að vera
sam heldin og yrkja samvinnu. Það
kost ar ekki neitt, en uppsker ríku
lega.
Ég veit að flest ykkar, sem vitið
ekki hvernig hægt er að ná endum
saman, vitið ekki hver samastaður
ykkar verður á morgun, þið, sem
sjáið ekkert nema svartnættið, von
leysi og uppgjöf framundan, hafið
auðvitað ríka þrá í hjarta ykkar um
betra líf. Draumur minn er, að ég
geti vakið í brjósti ykkar vonina,
vonina um betra líf, gleði og bjarta
framtíð í stað reiði fortíðarinnar. Í
einlægni langar mig að fá tækifæri
með framboði mínu, að vinna að
því að Ísland verði fyrirmyndarríki
og veiti hverjum og einum tækifæri
til að lifa því lífi sem honum hent
ar. Vandamálin, sem við þurfum að
leysa, verða að vera leyst á pólit
ískum vettvangi. Með breyttu og
já kvæðu hugarfari, samheldni,
samvinnu og skynsemi getum við
breytt þessu samfélagi, sem hefur
fram til þessa einkennst um of af
sérhagsmunagæslu á kostnað
skattborgaranna og almennings.
Þannig óska ég þess að við öll
fáum tækifæri til að láta draumana
rætast og það mun takast með því
að við kjósum Hægri græna, flokk
fólksins til Alþingis í vor. Leyfum
sumrinu að koma með nývöxtinn
og hlýjuna. Hægri grænir skreytir
sig ekki turtildúfum, frægum eða
þekktum andlitum, heldur ein
göngu venjulegu íslensku fólki,
sem þráir drauminn um betra hlut
skipti. Með atkvæði þínu til Hægri
grænna kemur þú þessum draumi
skrefinu nær því að verða að
veruleika.
Höfundur er viðskiptafræð ing-
ur og frambjóðandi í 1. sæti
Hægri grænna í SV-kjördæmi.
Draumalandið
Sigurjón
Haraldsson
„Ég vildi fyrst tryggja fjöl
skyldunni öruggt húsnæði. Lagði
því allt mitt spari fé í
það. Mark mið ið var
svo að nýta eigið fé í
húsnæðinu til að fara af
stað með fyrirtæki.“
sagði maður við mig
nýlega. „Ég hélt að
þetta væri skyn sama
leiðin. Í dag á ég ekki
neitt, allt mitt fé er farið
og ég er ekki að stofna
neitt fyrirtæki, hvorki í
dag né á næstu árum.“ Þennan
unga mann hitti ég fyrir utan
verslun í kjördæminu. Ein föld
frásögn hans rammaði betur inn
en nokkuð það sem ég hafði
fram að færa af hverju
við fram sóknarmenn
leggjum jafn mikla
áherslu á skulda
leiðréttingu og raun
ber vitni.
Í dag virðast flestir
viðurkenna mikilvægi
þess að grípa til
að gerða fyrir heimilin.
Leiðtogar flokkanna
við ur kenna einnig
nauðsyn þess að sam hliða
uppgjöri föllnu bank anna og
afléttingu gjald eyrishaftanna
verði að færa niður krónueignir.
Við það getur mynd ast ákveðið
svigrúm til að koma til móts við
heimili lands ins.
Við teljum rétt að nýta það
svigrúm til handa heimilum
lands ins, á sanngjarnan og rétt
látan máta. Aðrir vilja nýta svig
rúmið til að lækka skuldir ríkis
sjóðs og telja það jafnvel
skaðlegt að aðstoða heimili þessa
lands á almennan hátt. Ef grípa
eigi til aðgerða eigi frekar að
velja úr ákveðna hópa.
Um grundvallarmun er að
ræða í nálgun á efnahagsvanda
okkar Íslendinga.
Frá 2009 hafa framsóknarmenn
talað fyrir almennri skuldaleið
réttingu til að koma efnahags
lífinu af stað. Heimilin eru
gangverk efnahagslífsins og
hornsteinninn sem allt byggir á.
Ef þau eru að drukkna í skuldum,
eru þau ekki að kaupa vöru og
þjónustu. Afleiðingin er að
fyrirtæki geta ekki ráðið starfs
menn, hækkað laun eða ráðist í
nýjar fjárfestingar. Tekjur ríkis
sjóðs standa þá í stað eða dragast
saman og við getum ekki tryggt
velferðina. Nákvæmlega eins og
ungi maðurinn lýsti.
Við viljum snúa þessari þróun
við. Til þess höfum við kjark, þor
og staðfestu.
Sækjum fram fyrir heimilin.
Höfundur er þingmaður
Framsóknar.
Sækjum fram fyrir heimilin
Eygló
Harðardóttir
Forskólanám
Innritun í Forskóla fyrir börn fædd 2006
Um 60 nýir nemendur verða teknir inn.
Suzuki fiðlunám - byrjendur
Suzukifiðlunám fyrir 5 ára börn fædd 2008.
Teknir verða inn 10 nemendur í þennan hóp.
Innritun
Innritun fer fram dagana 15.-30. apríl í gegnum
Íbúagáttina á www.hafnarfjordur.is. Þar
skal valið Umsókn og síðan Tónlistarskóli,
námsvist. Merkja skal við námsgreinina
Forskóli eða Suzukinám.
Nánari upplýsingar er að fá á skrifstofu skólans
í síma 555 2704 frá kl. 9-12 og 13-17.
Skólastjóri
Tónlistarskóli
Hafnarfjarðar
www.facebook.com/
fjardarposturinn
Ertu búin/n að Líka við?