Fjarðarpósturinn - 11.04.2013, Blaðsíða 12
12 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 11. apríl 2013
Aðalfundur
Krabbameinsfélag Hafnarfjarðar
boðar til aðalfundar í safnaðarheimili
Hafnarfjarðarkirkju við Strandgötu
þriðjudaginn 16. apríl 2013 kl. 18.00.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Önnur mál.
Stjórnin.
Fundarboð
Aðalsafnaðarfundur Ástjarnarkirkju
verður haldinn að lokinni guðsþjónustu
þann 14. apríl næstkomandi. Hefst
guðsþjónustan kl. 11.
Dagskrá fundarins:
1. Greint frá starfsemi og rekstri sóknarinnar á liðnu starfsári.
2. Endurskoðaðir reikningar sóknar og kirkjugarðs fyrir s.l. ár.
3. Greint frá starfsemi héraðsnefndar og héraðsfundi.
4. Ákvörðun um meiriháttar framkvæmdir og
framtíðarskuldbindingar.
5. Kosning sóknarnefndarmanna og jafnmargra varamanna til
4ra ára.
6. Kosning tveggja skoðunarmanna eða endurskoðanda
sóknar auk fulltrúa í stjórn kirkjugarðs og varamanna þeirra
til árs í senn.
7. Kosning í aðrar nefndir og ráð.
8. Önnur mál.
Sóknarbörn eru hvött til að mæta og leggja sitt af
mörkum til uppbyggingar góðs samfélags í sókninni.
Sóknarnefnd
www.astjarnarkirkja.is
Ástjarnarkirkja
Kirkjuvöllum 1
U N
bókhald ehf
Almenn
bókhaldsþjónusta
Stofnun félaga
Skattframtöl fyrir
einstaklinga og fyrirtæki
Allt á einum stað
UN Bókhald ehf • Reykjavíkurvegi 64, Hafnarfirði
568 5730 • unbokhald.is • unbokhald@unbokhald.is
Kosningabarátta fyrir Alþingis
kosningar er nú sem óðast að taka á
sig mynd og virðist ætla að verða
með athyglisverðara móti. Fram
bjóðendur Framsóknar flokks ins
hafa lagt höfuðáherslu á að kynna
helstu baráttumál flokks
ins um leiðréttingar á
stökk breyttum lánum
heim ila og að leggja nið
ur verð tryggingu á neyt
enda lánum.
Andstæðingar Fram
sókn ar flokksins hafa
hins vegar lagt sérstaka
áherslu á að ræða um
Framsóknarflokkinn. Úr
herbúðum andstæð ing
anna koma engar tillög ur, engin
stefna, aðeins aumk unar vert sífur
um svokölluð yfirboð Framsóknar.
Eru ámátlegustu sót raft ar dregnir á
flot til að kyrja þennan söng með
útúrsnúninga og svekkelsi að
vopni. Mest eru þetta sömu raddir
og vildu skjálfandi gangast undir
Icesave klafa á sínum tíma, alveg
sama hvað það átti að kosta.
Með sífri sínu taka andstæðingar
Framsóknarflokksins nú stöðu með
vogunarsjóðum gegn íslensk um
heimilum og eru jafn skjálf andi á
beinunum gagnvart sjóðun um og
Icesave skuldareigendum forðum.
Eru margir til kallaðir, jafnvel
menn sem hafa gefið sig út fyrir að
vera verkalýðsleiðtogar.
Það er eftirtektarvert að
þessir aðilar hafa uppi
svipuð rök fyrir hræðslu
kenndri afstöðu sinni nú
og fyrir vilja sínum til að
sam þykkja Icesave á sín
um tíma. Hafa sem sagt
engu gleymt og ekkert
lært.
Athyglisverðust og
mest upplýsandi hlýtur
þessi umræða þó að að vera fyrir þá
sem ekki hafa enn gert upp hug
sinn um hvað þeir hyggjast kjósa.
Það hlýtur að vera umhugsunarvert
fyrir fólk sem berst harðri baráttu
með dugnað og heiðarleika að
vopni fyrir heimilum sínum og af
komu þeirra hvort þeir sem lyppast
niður við fyrsta mótlæti eru trausts
ins verðir. Það hlýtur að vera
umhugsunarvert fyrir fólk sem
leitar lausna fyrir sig og fjölskyldur
sínar hvort rétt sé að færa fjöregg
þeirra í hendur fólki sem kyrjar
einum rómi: ,,Þetta er ekki hægt.”
Framsóknarmenn láta ekki
úr tölu raddir nokkurra kjarkleys
ingja hrekja sig af leið í baráttunni
fyrir réttlætinu. Þvert á móti herð
umst við í baráttu okkar fyrir
réttlátri leiðréttingu til handa
íslensk um heimilum. Töluvert
hefur verið rætt um kostnað af
boðuðum aðgerðum Framsóknar.
Víst er að aðgerðirnar munu kosta
sitt, en stefna Fram sóknar er sú að
vogunar og verð bréfa sjóðir sem
fengu kröfur föllnu bankanna
afhentar á silfurfati beri stærstan
kostnað af aðgerð unum og skili
með því íslenskum almenningi
hluta þess ofurgróða sem þeir hafa
nú þegar innleyst af ,,fjárfestingu”
sinni.
Við Framsóknarmenn trúum því
nefnilega að í hverri áskorun felist
tækifæri. Við trúum því að raun
verulega sé hægt að ráðast til atlögu
við vogunarsjóði og aðra kröfu
eigendur með málstað réttl ætisins
að vopni. Við trúum því að réttlætið
muni hafa sigur!
Höfundur skipar 3. sæti
Framsóknarflokksins.
Réttlæti
Þrosteinn
Sæmundsson
Málefni Sólvangs hafa verið í
umræðunni síðustu daga og
sendu velferðarráðuneytið og
stjórnendur Sólvangs frá sér
sameiginlega fréttatilkynningu
fyrir helgi þar sem fram kemur
að gerð hafi verið áætl
un til að snúa við mikl
um og viðvarandi halla
sem verið hefur á
rekstri hjúkrunar heim
il isins.
Niðurstöður úr sam
eigin legri vinnu stjórn
enda Sólvangs og vel
ferð ar ráðuneytisins
hafa verið kynntar fyrir
starfsfólki Sólvangs og
voru kynntar fulltrúum úr
bæjarráði síðastliðinn föstudag.
Sólvangur fær heimild fyrir
þremur nýjum hjúkrunarrýmum,
tvö þeirra ætluð fyrir hvíldar
innlagnir og eitt til varanlegrar
dvalar. Jafnframt verður opnuð
dagdvöl fyrir átta aldraða ein
staklinga. Þá mun Sólvangur
taka að sér matsölu fyrir Öldrun
ar samtökin Höfn.
Sýnt hefur verið fram á að hús
næðiskostnaður Sólvangs hefur
verið vanmetinn og mun
velferðarráðu neyt ið
taka tillit til þess með
viðbótarfjár heim ild um.
Starfs manna hald á
Sólvangi hefur einnig
verið end ur metið í ljósi
þess að mönnun á
heimilinu hef ur verið
yfir meðal tali á sam
bærilegum stofnunum.
Á fundinum með
ráðu neytinu óskuðum
við eftir því að í Skarðs hlíð verði
byggt stærra hjúkrunarheimili en
áformað er. Ráðuneytið tók vel í
þá ósk okkar og verið er að
skoða hvort hægt sé að að
endurmeta fyrirhugaðar fram
kvæmdir með mögulega fjölgun
rýma að leiðarljósi.
Árið 2010 var gert sam komu
lag um byggingu nýs 60 rýma
hjúkrunarheimilis í Skarðshlíð
og var því ætlað að leysa af
hólmi reksturinn á Sólvangi.
Vinn an í málefnum aldraðra
byggir ekki síst á víðtækri stefnu
mótun sem unnin var og gefin út
í viðamikilli skýrslu um stefnu
Hafnarfjarðar í málefnum aldr
aðra árið 2006.
Verkefnin framundan eru því
að byggja nýtt hjúkrunarheimili í
Skarðshlíð, fjölga hjúkrunar
rýmum þar úr 60 í 80 og tryggja
að Sólvangur og Sólvangstorfan
fái það hlutverk sem þeim ber
sem miðstöð öldrunarþjónustu í
Hafnarfirði í samræmi við
skýrsl una frá árinu 2006.
Á www.hafnarfjordur.is er
hægt að lesa fréttatilkynninguna
í heild sinni og skjá skýrsluna
sem vísað er til.
Höfundur er bæjarstjóri.
Hlutverk Sólvangstorfunnar og nýtt
hjúkrunarheimili í Skarðahlíð
Guðrún Ágústa
Guðmundsdóttir
Allt frá árinu 1937, þegar
Friðrik Bjarnason og Guðlaug
Pétursdóttir færðu Karlakórnum
Þröstum að gjöf, lagið og ljóðið
„Hafnarfjörður“; hefur það
verið héraðssöngur okkar
Hafnfirð inga. En skyldu aðrir
bæir, sveitir og héruð landsins
ekki eiga sér slíkar tónsmíðar;
þar sem kynt er jákvætt undir
dálítinn hrepparíg og
heimabyggðinni hossað? Þrestir
hafa kannað málið og nú viðað
að sér fjölda bæja, sveita og
héraðssöngva. Þetta er þema
vortónleika Karlakórsins Þrasta
á 101. starfsárinu. Farin verður
hring ferð um landið í söng og
tón máli, norður um Vesturland,
austur eftir Norður landi, suður
um Austurland og vestur um
Suðurland; uns komið verður
heim aftur, því „heima er best“!
Tónsmíðarnar eru bæði
innlendar og erlendar, en öll ljóð
og textar auðvitað á íslensku.
Þrestir kalla þetta Landalögin!
Þegar lagt er upp í slíka
langferð með Landalögin, er
betra að vera með góðan mann
með sér sem ratar um landið og
hver er betri til leiðsagnar en
einmitt Gísli Einarsson Landa
stjóri af RÚV? Sagt er að Gísli
eigi næstum þrjátíu mismunandi
lopapeysur og hver veit nema
tónleikagestir fái að berja þær
augum á tónleikunum?
Stjórnandi Þrasta er Jón Krist
inn Cortez og sér til aðstoðar
hefur hann píanóleikarann Jónas
Þóri og bassafiðluleikarann
Richard Korn.
Vortónleikar Þrasta verða
a.m.k. tvennir að þessu sinni,
fimmtu daginn 18. apríl kl. 20 í
Víðistaðakirkju og laugardaginn
20. apríl kl. 16, einnig í Víði
staða kirkju. Miðasala verður við
innganginn, en styrktarfélagar
kórsins, sem eru búnir að greiða
félagsgjaldið, ættu þegar að vera
komnir með sína míða í hendur.
Landalögin á vortónleikum Þrasta
Gísli Einarsson