Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 11.04.2013, Side 13

Fjarðarpósturinn - 11.04.2013, Side 13
www.fjardarposturinn.is 13 Fimmtudagur 11. apríl 2013 ÖGMUNDUR RÓSA BJÖRK ÓLAFUR ÞÓR FYRIR FÓLKIð Í LANDINU Á FERÐ UM KJÖRDÆMIÐ FRAMBJÓÐENDUR VG ALLIR VELKOMNIR MÁLEFNI FUNDARSTAðUR DAGS. KL. Velferðarmál Strandgötu 11, Hafnarfirði 11. apríl 20 Efnahagsmál Hlégarði, Mosfellsbæ 13. apríl 10 Mannréttindi Hamraborg 1-3, Kópavogi 15. apríl 20 Mannréttindi Strandgötu 11, Hafnarfirði 16. apríl 20 Umhverfismál Hamraborg 1-3, Kópavogi 18. apríl 20 Efnahagsmál Kaffi Kjós, Kjós 23. apríl 20 Velferðarmál Hamraborg 1-3, Kópavogi 25. apríl 20 Á Þjóðhátíðardegi Norð manna 17. maí n.k. munu fjórir Íslend­ ingar, Einar Örn Sigur dórsson, Eyþór Eðvarðsson, Kjartan Jakob Hauksson og Svanur Wilcox, leggja upp í róður á sér­ stökum úthafsróðrar bát frá Noregi til Íslands. Ýtt verður úr vör frá Kristiansand og farið í fyrsta áfanga til Orkn eyja og þaðan áleiðis til Fær eyja. Áfanga staðurinn er Ísland. Áætl­ að er að ferðin taki allt að tvo til þrjá mánuði. Leiðin sem áætlað er að róa er a.m.k. 1600 km og yfir hálft Norður­Atlants hafið. Róið verður á tveggja tíma vökt­ um allan sólarhringinn og tveir í einu. Dorrit Moussaieff forseta­ frú er verndari róðursins. Takist þeim félögum ætlunar­ verkið munu þeir hafa róið leið­ ina fyrstir manna en ekki er vitað til þess að leiðin hafi verið farin með handaflinu einu sam an. Sjósett í Hafnarfirði Sjósetning bátsins fór fram í Hafnarfjarðarhöfn sl. laugardag þar sem báturinn fékk nafnið AUÐUR eftir Auði djúpúðga sem er í hópi þekktustu land­ nema Íslands. Auður óx upp á Suðureyjum og fullveðja var hún gefin Ólafi hvíta, konungi yfir Dyflinni á Írlandi. Þorsteinn rauður var eini sonur þeirra og eftir að hann fellur á Katanesi lætur Auður gera knörr og heldur til Íslands með fríðu föruneyti. Þau sigla fyrst til Orkneyja þar sem Auður giftir Gró sonardóttur sína. Síðan heldur hún til Færeyja og staðnæmist þar um tíma og giftir Ólöfu dóttur Þorsteins. Síðan liggur leið Auðar til Íslands þar sem hún valdi sér bústað í Hvammi. Auður djúpúðga tengir þannig saman allt svæðið sem Íslendingarnir munu róa um. Róið yfir Atlantshafið í fótspor forfeðranna Auður sjósett í Hafnarfjarðarhöfn Báturinn er engin smásmíð. Næstu sýningar Sunnudaginn 14. apríl kl. 14.00 Sunnudaginn 21. apríl kl. 14.00 Sunnudaginn 28. apríl kl. 14.00 Sýnt í Gaflaraleikhúsinu við Strandgötu Bráðskemmtilegt leikrit fyrir alla fjölskylduna Miðasala í síma 565 5900 og á Umsóknir 17 ára unglinga og eldri um sumarstörf streyma inn til Vinnuskóla Hafnarfjarðar. Sótt er m.a. um störf flokks stjóra í Vinnuskólann, leið bein enda og aðstoðarleið bein enda á leikja­ námskeiðum, á gæslu völlum og störf hjá garðyrkju stjóra. Opnað verður fyrir umsóknir fyrir aldurshópinn 14­16 ára í byrjun maí. 17 ára og eldri geta sótt um sumarstarf á www. hafnarfjordur.is en umsóknar­ frestur fyrir þennan hóp rennur út 12. apríl. Öllum 14 til 17 ára ungmennum, sem sækja um hjá bænum, verður tryggð vinna. Í sumar er gert ráð fyrir að Vinnuskóli Hafnarfjarðar ráði um 900 einstaklinga á þessum aldri og munu krakkarnir vinna á hinum ýmsu starfsstöðvum og takast á við fjölbreytt verkefni. Undirbúningur fyrir sumarið stendur nú sem hæst og starfs­ fólk Hafnarfjarðarbæjar vinnur hörðum höndum að því að skipuleggja ánægjulegt sumar fyrir þennan stóra hóp glæsi­ legra ungra Hafnfirðinga. 14­17 ára verður tryggð vinna 900 munu starfa hjá Vinnuskólanum Kampavínsflaskan brotin.

x

Fjarðarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.