Fjarðarpósturinn - 24.04.2013, Side 2
2 www.fjardarposturinn.is Miðvikudagur 24. apríl 2013
Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur
Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar
Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is
Vaktsími: 565 5892 & 896 8242
Allan sólarhringinn
Komum heim til
aðstandenda ef óskað erSverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir
Alúð - virðing - traust
Áratuga reynsla
ÚTFARARSTOFA
HAFNARFJARÐAR
RAGNAR SCHEVING
ÚTFARARÞJÓNUSTA
ÓLÖF HELGADÓTTIR
ÚTFARARÞJÓNUSTA
HÁLFDÁN HÁLFDÁNARSON
ÚTFARARSTJÓRI
FRÍMANN ANDRÉSSON
ÚTFARARSTJÓRI
FJÖLSMÍÐ
LÍKKISTUVINNUSTOFA
Síðan 1993
Stapahraun 5
220 Hafnarfjörður
www.uth.is
uth@simnet.is
565-9775
Hafnfirska
fréttablaðið
Útgefandi: Keilir ehf. kt. 480307-0380
Fjarðarpósturinn, Bæjarhrauni 2, 220 Hafnarfirði
Vinnsla: Hönnunarhúsið ehf.
Ritstjóri: Guðni Gíslason
Ábyrgðarmaður: Steingrímur Guðjónsson.
Ritstjórn: 565 4513, 896 4613, ritstjorn@fjardarposturinn.is
Auglýsingar: 565 3066, auglysingar@fjardarposturinn.is
Prentun: Steinmark ehf. • Dreifing: Íslandspóstur
ISSN 1670-4169 Vefútgáfa: ISSN 1670-4193
www.fjardarposturinn.is
www.facebook.com/fjardarposturinn
Nú er komið að því. Sumarið
kemur á morgun! Það verður því á
sumri sem við göngum til kosninga
og veljum þá sem við viljum að
stjórni landinu okkar. Við hér á
SVhorninu fáum þó minna um
það að segja en þeir á NVlandinu,
því atkvæði þeirra vega miklu meira en okkar. Löngu er
tímabært að gera landið að einu kjördæmi og gefa
kjósendum raunhæfan kost á að endurraða á lista.
Aðeins einn Hafnfirðingur er í fyrsta sæti á lista.
Enginn í 2. sæti og tveir í 3. sæti. Auðvitað á það ekki að
skipta máli en við sjáum hvernig til tókst með St. Jósefs
spítala, þar vantaði fólk til að tala máli Hafnfirðinga og
annarra sem þekktu og kunnu að meta þá þjónustu sem
þar var veitt. Er ásættanlegt að leggja niður þjónustu sem
vel gengur og flytja í ríkisspítalann sem svo býður lakari
þjónustu?
Í stjórnmálum er mikilvægt að sjá heildarmyndina og
það er ekki alltaf létt verk. Töfralausnir og gyllitilboð
eiga ekki að sjást í kosningabaráttunni og komi slíkt
fram eiga menn að vera duglegir að reikna út og sýna
fram á afleiðingarnar. Allir vilja betra þjóðfélag og þeir
stjórnmálaflokkar sem bjóða fram eiga að sýna okkur
fram á það hvernig þeir telja að hægt sé að gera
þjóðfélagið betra með þeim áherslum sem þeir hafa.
Það verður eflaust ekki létt fyrir fólk að velja flokk til
að kjósa, sumir eru sannfærðir en aðrir þurfa eflaust að
velja illskársta kostinn. Það er vilji kjósenda sem telur á
laugardaginn – ekki niðurstöður úr skoðanakönnunum!
Skátar hafa haldið upp á sumardaginn fyrsta í marga
áratugi, dregið bæjarbúa með sér í skrúðgöngu um
bæinn og boðið upp á skemmtun. Bæjarbúar eru hvattir
til að taka þátt í skrúðgöngu skátanna og ekki síður
skemmtun þeirra á Thorsplani á eftir.
Guðni Gíslason ritstjóri.
leiðarinn
HelgiHald í söfnuðum Þjóðkirkjunnar í Hafnarfirði
Ástjarnarkirkja Hafnarfjarðarkirkja Víðistaðakirkja
www.astjarnarkirkja.is www.hafnarfjardarkirkja.is www.vidistadakirkja.is
Sunnudagur 28. apríl
Messa og barnastarf kl. 11
Sameiginlegt upphaf.
Leiðtogi barnastarfs er Nína Björg
Vilhelmsdóttir djákni. Henni til aðstoðar er
Margrét Heba sem er nýútskrifuð úr Farskóla
Þjóðkirkjunnar.
Félagar úr Barbörukórnum syngja.
Organisti er Guðmundur Sigurðsson.
Prestur er sr. Þórhildur Ólafs.
Kaffi, kex og djús í Ljósbroti Strandbergs,
safnaðarheimilis Hafnarfjarðarkirkju.
Sumardagurinn fyrsti, 25. apríl
Skátamessa
kl. 13.00
Prestur: Sr. Bragi J. Ingibergsson.
Hugvekju flytur Una Guðlaug
Sveinsdóttir, félagsforingi Hraunbúa
Skátar sjá um tónlistarflutning
og lesa ritningarlestra.
Gleðilegt sumar!
Sunnudagur 28. apríl
Sunnudagsskóli kl. 11
í umsjá Fríðu og Bryndísar.
Þema dagsins er bænin.
Dægurlagamessa kl. 20
Kór Ástjarnarkirkju syngur þekktar dægarperlur
og ýmsir kórfélagar syngja einsöng.
Stjórnandi: Helga Þórdís Guðmundsdóttir.
Prestur er sr. Kjartan Jónsson
Heitt á könnunni og samfélag á eftir.
35 ár
Stolt að þjóna ykkur
Útfararskreytingar
kransar, altarisvendir,
kistuskreytingar,
hjörtu
Bæjarhrauni 26
Opið til kl. 21 öll kvöld
Símar 555 0202 og 555 3848
www.blomabudin.is
Sunnudagur 21 apríl:
Barna- og fjölskyldu-
guðsþjónusta kl. 11
www.frikirkja.is
Skátamessa, skrúð ganga
og skemmti dagskrá
Eins og venjan er sjá skátarnir úr Hraubúum að
stórum hluta um hátíðarhöld sumardagsins fyrsta og
verða áberandi eins og undafarin ár.
Skátamessa
Hátíðarhöldin hefjast á skátamessu í Víðistaðakirkju
kl. 13 þar sem skátarnir stjórna tónlist og söng og lesa
ritningalestra. Una Guðlaug Sveinsdóttir félagsforingi
flytur hugvekju.
Skrúðganga
Eftir skátamessuna verður skrúðganga sem hefst við
Víðistaðakirkju. Gengið verður eftir Garðavegi og
Hraunbrún niður að Flókagötu, Vesturgötuna, inn
Strandgötu og að Thorsplani. Lúðrasveit Tónlistar skól
ans spilar í göngunni.
Skemmtidagskrá
Á Thorsplani verður skemmtidagskrá á sviði kl. 14 til
16 en auk þess ýmis skátaskemmtun, kassaklifur,
andlitsmálningu, candyfloss, pylsu og sælgætissala og
mart fleira.
14.00 Lúðrasveit Tónlistarskóla Hafnarfjarðar
14.15 Kór Flensborgarskóla
14.30 Jón Víðis töframaður
15.00 Ingó veðurguð með kassagítarinn
15.20 Siguratriði úr söngkeppni grunnskóla
Hafnarfjarðar
15.30 Danshópurinn Gríslingarnir frá Listdansskóla
Hafnarfjarðar.
Kynnir á sviði verður Arnar Dan Kristjánsson, leikari.