Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 24.04.2013, Blaðsíða 6

Fjarðarpósturinn - 24.04.2013, Blaðsíða 6
6 www.fjardarposturinn.is Miðvikudagur 24. apríl 2013 Það virðist vera þannig að margir ef ekki flestir líti svo á að starfsmenn félagsmiðstöðva séu að leika sér allan daginn. Það sem fólk veit ekki, er að á bakvið leikinn liggur skipulag, þjálfun og félagsfræðilegar pælingar til grundvallar því starfi sem unnið er í félagsmiðstöðum. Vissulega leika starfs­ menn sér með krökk­ unum en tómstunda­ starfið er í raun eins og gríma sem við felum okk ur á bakvið því undir niðri eru að gerast magn aðir hlutir sem fæstir skilja nema þeir sem hafa fengið að sjá hvað er fyrir bakvið grímuna. Í felum á bakvið grímuna er að verða til öflugt og fært starfsfólk sem er ekki einungis vel búið und ir það að taka á móti færum borðtennisspilara heldur veit það hvernig á að svara spurningunum sem eru of vandræðalegar til að spyrja pabba og mömmu. Starfs­ fólkið er opið fyrir því að ræða um allt sem brennur á vörum barnanna og vegna trúnaðar­ skyldu starfsmanna er auðvelt fyrir krakkana að treysta þeim fyrir erfiðum leyndarmálum. En afhverju ættu krakkarnir að koma til starfsmanna félagsmið­ stöðva til að segja frá? Ég sagði áðan að starfsmenn fela sig á bakvið grímu en í gegnum borðtennis, billiard og alla dagskrána sem við gerum með krökkunum erum við að spjalla við þau um allt á milli him ins og jarðar. Krakkarnir fá að henda á starfsmennina spurn­ ingum og hugmyndum til að fá svörun og skoða viðbrögðin. Við dæm um ekki, skömm­ um ekki og verðum ekki reið þegar þau segja okkur slæma hluti heldur reynum að vera til staðar til að hlusta og leiðbeina og þess vegna koma þau til okkar til að tala um erfiðu hlutina sem þau treysta engum öðrum fyrir. Þegar að þessum punkti er komið byrjar í raun starfsemin á bakvið grím una og með þverfaglegu sam starfi við aðrar stofnanir tengdar börnum komast málin alltaf í réttan farveg. Höfundur er í námi í tóm­ stunda­ og félagsmálafræði við HÍ. Starfsemi félagsmiðstöðva John Friðrik Bond Grétarsson Eitt af afrekum ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. Sigfússonar var að loka St. Jósefsspítala í Hafnar­ firði. Ríkisstjórn sem vildi í upp­ hafi kenna sig við norræna velferð taldi rétt að skella í lás og aug lýsa húsnæðið til sölu. Arfleifð „norrænu vel ferðarstjórnarinnar“, sam steypu Sam fylk­ ingar og Vinstri grænna, er sú að ís lenskt heilbrigðiskerfi er í alvarlegri stöðu. For gangsröðun ríkisstjórnarinnar hefur ekki verið að tryggja heil­ brigðisþjónustu. Í kjölfar bankahrunsins haustið 2008 lögðum við sjálfstæðismenn af stað með áætlanir sem miðuðu að því að halda upp þjónustu­ stiginu í heilbrigðismálum á Íslandi. Við höfnuðum flötum niðurskurði enda er hann ávísun á mikla þjónustuskerðingu. Þess í stað lögðum við upp með skipu lagsbreyt­ ing ar. Í þessu samhengi er vert að rifja upp hvað Sjálf stæðis flokk urinn vildi gera í málefnum St. Jósefs spítala: 1. St. Jósefsspítali verði sér hæfður í öldr­ un arlækn ingum með áherslu á hvíldar inn­ lagnir. Þetta hefði þýtt að nú væri St. Jósefs spítali í rekstri með þjónustu sem kæmi Hafn­ firð ingum afar vel. Nú er þessi þjónusta veitt annars staðar á höfðuborgarsvæðinu. 2. Verktökum á St. Jósefsspítala stóð til boða að færa starfssemi sína yfir á nýjar skurðstofur í Reykjanesbæ. Það hefði þýtt að nýjustu og bestu skurðstofur á landinu væru nýttar en stæðu ekki ónotaðar eins og nú er. Það skal tekið fram að aðgerðir eru í dag framkvæmdar á hinum ýmsu skurðstofum í Reykjavík. 3. Göngudeild meltinga sjúk­ dóma og lyflækningar St. Jósefs­ spítala yrðu færðar í samstarfi við LSH.Það hefur gengið eftir. 4. Meltingasjúkdómadeild yrði flutt í breytt húsnæði LSH og starfsmenn deildarinnar tækju þátt í þeirri þjónustu. Það gekk ekki eftir. Því miður var ekki farið að tillögum okkar sjálfstæðismanna og þess vegna stendur St. Jósefs­ spítali auður og yfirgefinn. Hafnfirðingar eiga betra skilið. Höfundur er alþingismaður. St. Jósefsspítali Guðlaugur Þór Þórðarson U N bókhald ehf Almenn bókhaldsþjónusta Stofnun félaga Skattframtöl fyrir einstaklinga og fyrirtæki Allt á einum stað UN Bókhald ehf • Reykjavíkurvegi 64, Hafnarfirði 568 5730 • unbokhald.is • unbokhald@unbokhald.is Skokkhópur Hauka ásamt fjöl mörgum samstarfsaðilum efnir til eins af fyrstu utan vega­ hlaupum sumarsins 2013. Hlaup ið verður um uppland Hafnar fjarðar annan í hvíta­ sunnu, þann 20. maí. Mikil vinna hefur verið lögð í hlaupið og er markmiðið að eitt af glæsilegustu utanvegarhlaupum á Íslandi verði haldið í Hafnar­ firði – en hlaupið er haldið í fyrsta sinn nú í ár. Hlaupaleiðin liggur um einstaka náttúruperlu Hafnarfjarðar í nágrenni Hval­ eyrarvatns og hefur hlauparinn stórkostlegt útsýni allt frá því að hann leggur af stað og þar til hann kemur í mark. Hlaupið er 17,5 km að lengd og er lagt af stað frá Ásvöllum. Hlaupið er um svæði skógræktar við Ástjörn, Hvaleyrarvatn og Stórhöfða. Þorri leiðarinnar ligg ur um góða stíga. Tvær drykkjar stöðvar verða á leiðinni þar sem boðið verður upp á íþróttadrykk. Opnuð hefur verið heimasíða fyrir hlaupið www.hvitasunnu­ hlauphauka.com. Einnig má finna hlaupið á facebook undir „Utanvegarhlaup á hvíta­ sunnu“. Eitt af markmiðum að standenda hlaupsins er að út úr hlaupinu fáist jákvæð kynn­ ing á Hafnarfirði og því sem að bæjarfélagið hefur upp á að bjóða. Skráning í hlaupið er hafin á www.hlaup.is og er skrán­ ingagjald 2.500 kr. fyrir þá sem skrá sig fyrir 10. maí . Af þeim þátttakendum sem skrá sig fyrir 10. maí verður einn dreginn út af handahófi og mun sá vinna sér inn hlaupaskó frá Brooks. Allir þátttakendur hlaupsins eiga kost á að vinna sér inn út dráttarvinninga að hlaupi loknu. Utanvegahlaup um upplandið um hvítasunnu Orlofsnefnd Húsmæðra í Hafnarfirði Auglýsir kynningar og skráningarfund í orlofsferðir á árinu 2013 Fundurinn verður haldinn í húsnæði Bandalags Kvenna í Hafnarfirði í Dverg v/ Brekkugötu. Þriðjudaginn 30. apríl kl. 17.30 Farið verður í: ferð um Strandir 28.-30. júní Siglingu um Eystrasaltið 11.-16. október Rétt til þess að sækja um orlofsferð hefur sérhver kona sem veitir eða hefur veitt heimili forstöðu án launagreiðslu fyrir það starf. Orlofsnefndin Áhyggjur fólks af afkomu sinni, vonleysi þess um lausnir frá Alþingi og skortur á trausti bera þess vitni að stjórnvöld hafa brugðist almenningi. Bætum tjónið Við í Dögun viljum ná fram réttlæti. Þjóðin þarf á aðstoð að halda eftir að stjórnvöld létu hana bera þungann af hruninu. Bankar og fjármálastofn­ anir verða að fjármagna leiðréttingu stökkbreyttra lána. Það er réttlætismál sem verður að ná fram að ganga ef við ætlum að ná sátt í samfélaginu. Höfn um sér íslensku leiðinni sem gengur út á að heimilin borgi. Burt með forréttindin Úthlutum veiðileyfum á jafn­ ræðisgrundvelli. Tryggjum frjáls ar handfæraveiðar og setj­ um allan fisk á markað. Fáum meira líf á bryggjuna. Það verður einnig að lækka tryggingagjald sem er að sliga lítil og meðalstór fyrirtæki. Stöðvum nauðungarsölur Á meðan óvissa ríkir um lög­ mæti verðtryggðra lána þarf að stöðva nauðungarsölur. Það eru tvö dómsmál í gangi núna um lögmæti verðtryggingar. Það þarf flýtimeðferð á þeim. Að meðal tali þrjár fjölskyldur á dag eru að missa heimili sín. Eftir að dómar eru fallnir þarf að fylgja því eftir að fjármálastofnanir virði dómsniðurstöður. Þróum í kjölfarið óverðtryggt húsnæðis­ lánakerfi með vaxtaþaki. Aukum kaupmátt Skattleysismörkin verður að hækka. Það verður að lögfesta lág marksframfærsluviðmið þann ig að engin laun, lífeyrir eða bætur séu lægri en sem þeim nemur. Þeir sem eru með lægstu tekjurnar eiga ekki að greiða tekju skatt. Peningarnir Fjármunirnir eru til. Hvalreka­ skattur á hagnað bankanna eftir hrun, útgönguskattur á snjó­ hengjuna, frestun byggingu há skóla sjúkrahúss, breytt fjár­ munastýring og forgangs röðun hins opinbera eru aðeins nokkrar af færum leiðum til fjármögnunar. Viljinn er allt sem þarf. Kjósum réttlæti Það eiga allir rétt á mann sæm­ andi lífi. Samfélagið er skapað af okkur sjálfum. Það er okkar að breyta því. Sýnum kjark og kjós­ um xT. Höfundar eru í efstu tveimur sætum Dögunar. Vont er þeirra ranglæti, verra þeirra réttlæti Álfheiður Eymarsdóttir Margrét Tryggvadóttir Fjarðarpósturinn, bæjarblað Hafnfirðinga vettvangur fyrir skoðanaskipti bæjarbúa • www.fjardarposturinn.is Lj ós m .: G uð ni G ís la so n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.