Fjarðarpósturinn - 24.04.2013, Qupperneq 8
8 www.fjardarposturinn.is Miðvikudagur 24. apríl 2013
ÖGMUNDUR JÓNASSON
1. SÆTI SUÐVESTURKJÖRDÆMI
Ég hef ávallt barist fyrir jöfnuði og hagsmunum
heimila. Ég legg sérstaka áherslu á að auka veg
beins lýðræðis. Berst fyrir náttúruvernd og að
tryggja innlend yfirráð yfir íslensku landi.
Ég vil auðlindir í þjóðareign.
FYRIR FÓLKIÐ Í LANDINU
JÖFNUÐUR,
LÝÐRÆÐI OG
NÁTTÚRUVERND
Veitingastaðurinn Saffran var
opnaður fyrir rúmri viku og á
fimmtudaginn var kynntur nýr
velgjörðarsjóður, Vilja styrk ur,
sem veitingastaðurinn stendur
að. Sjóðurinn er fyrir unga og
efnilega afreksmenn í íþróttum.
Fólk sem hefur sýnt góðan
árangur en sem stefnir hærra.
Úthlutunin nemur í heildina 5
milljónum króna í ár, en hægt
verður sækja um í sjóðinn á
hverju ári og fagráð tekur
ákvörðun um hverjir njóti
styrkjanna hvert ár. Það er von
aðstandenda Viljastyrks að
fleiri styðji við unga íþrótta
menn, sem séu öðru ungu fólki
mikilvæg fyrirmynd.
Fimm íþróttamenn fengu
út hlutað úr sjóðnum í nýjum veit
ingastað Saffran við Bæjar hraun:
Kári Steinn Karlsson, hlaup
Ásdís Hjálmsdóttir, spjótkast
Þorbjörg Ágústsdóttir, skylmingar
Jón Margeir Sverrisson, sund
Vignir Sverrisson, þríþraut.
Góðar viðtökur
Hafnfirðingurinn Oddur Smári
Rafnsson er fram kvæmda stjóri
Saffran og yfir kokkur. Hann
sagðist hæst ánægð ur með við
tökurnar í Hafnar firði og gaman
að geta opnað stað í heima
bænum. Serrano er ætlað að brúa
bilið á milli hefðbundinni heilsu
veitingastaða og skyndibitastaða
og höfða til breiðs hóps fólks.
5 milljónum kr. veitt úr Viljastyrk
Nýr velgjörðarsjóður Saffran
Oddur Smári Rafnsson framkvæmdastjóri Saffran.
F.v. Ásdís Hjálmsdóttir, Kári Steinn Karlsson, Vignir Sverrisson,
Þorbjörg Ágústsdóttir og Jón Margeir Sverrisson.
Styrkþegarnir brugðu á leik
með borðtennisbolta. Þó Jón
Margeir hafi sýnt góð tilþrif
dugði það skammt því Ásdís
sigraði glæsilega.
Lj
ós
m
.:
G
uð
ni
G
ís
la
so
n
Lj
ós
m
.:
G
uð
ni
G
ís
la
so
n
Lj
ós
m
.:
G
uð
ni
G
ís
la
so
n
Á laugardaginn göngum við
öll að kjörborðinu og fáum að
marka stjórnmálastefnu næstu
fjögurra ára. Ég bið þig um að
styðja Samfylkinguna.
Samfylkingin hefur
setið í ríkisstjórn á
þessu kjörtímabili.
Okk ur tókst margt vel
og annað hefðum við
getað gert betur. Við
hefð um getað átt betra
samtal við þjóðina og
haft hana betur í liði
með okkur í erfiðum
verkum. Við skiljum
þau skilaboð sem okkur hafa
verið send og viljum gjarnan
læra af mistökum.
En við horfðumst í augu við
vandann sem við blasti og við
tókum á honum. Með sama hætti
horfumst við núna í augu við
tækifærin sem bíða og viljum
nýta þau. Tækifærin eru hvar
vetna og sköpunarkrafti okkar
eru lítil takmörk sett.
Við þurfum að leyfa atvinnu
lífinu að blómstra og tryggja að
fyrirtæki geti greitt góð laun og
fjölgað starfsfólki. Með því
sköpum við ný verðmæti.
Það er líka nauðsynlegt til að
vinna á vanda heimilanna því
einungis meiri verðmætasköpun
getur gert okkur kleift að ná
endum saman. Bitur reynsla seg
ir okkur að skuldir hverfi seint,
þótt allra handa töfrabrögðum sé
beitt. Eina örugga leiðin til að
vinna á þeim er með auknum
tekjum.
Við verðum líka að
treysta þjóð inni að kjósa
um aðild að Evrópu
sam bandinu. Annað
væri ábyrgðar leysi. Við
eig um ekki að loka
leiðum að óþörfu og
verðum að halda öllum
dyrum opn um sem geta
gert okkur auðveldara
að halda í okkar besta
fólk og fyrirtæki.
Jafnaðarmenn og félags
hyggjufólk veit að atkvæði þeirra
lifir, kjósi það Samfylk inguna.
Áhugafólk um jafnrétti, um
hverfisvernd, frjálsa sam keppni
og opið hagkerfi veit að Sam
fylk ingin mun áfram verða
höfuð stoð fjölbreytni og samtals
á forsendum almannahagsmuna.
Við þurfum að tryggja jafnaðar
mönnum öfluga rödd á næsta
kjörtímabili. Það er mikið í húfi.
Sjaldan hefur jafn mikill þrýst
ingur á að málum verði hagað í
þágu sérhagsmuna afmarkaðra
sam félagshópa. Jafnaðarmenn
hafa alltaf staðið gegn slíku og
barist fyrir almannahagsmunum.
Við munum gera það ótrauð
áfram, en til þess þurfum við afl.
Höfundur er formaður
Samfylkingarinnar.
Nýtum tækifærin!
Árni Páll
Árnason
Hefur þú kíkt á www.facebook.com/fjardarposturinn?