Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 24.04.2013, Qupperneq 10

Fjarðarpósturinn - 24.04.2013, Qupperneq 10
10 www.fjardarposturinn.is Miðvikudagur 24. apríl 2013 Fjarðarpósturinn Vettvangur fyrir skoðanaskipti í Hafnarfirði Smelltu á LIKE á www.facebook.com/fjardarposturinn Lýður Árnason Læknir og fyrrum stjórnlagaráðsfulltrúi Ástrós Signýjardóttir Stjórnmálafræðingur og fyrrum stjórnlagaráðsfulltrúi www.xlvaktin.is Viltu flokkana sem skópu hrunið aftur til starfa? Viltu hafa stjórn fiskveiða áfram í höndum LÍU? Viltu samfélag sem rekið er frá degi til dags? Viltu loforðaflaum frekar en það sem sannara reynist? Þá er Fjórflokkurinn málið. Annars skaltu hugsa til okkar. 1 2 frambjóðendur í suðvesturkjördæmi Heimilin eru grund vallar­ eining hagkerfisins, undirstaða þess og drifkraftur. Þung skulda­ staða og erfið greiðslubyrði lána samhliða skattahækkunum, aukn um opinberum álögum og hækkandi verðlagi hafa skert ráðstöfunartekjur heimila enda liggur sú staðreynd fyr­ ir að um það bil helm­ ingur heimila á Íslandi á erfitt með að ná endum saman. Stjórn­ málaumræðan hverfist því æ meir um þessa erf iðu stöðu heimil­ anna. Við í Framsókn­ ar flokknum höfum tal­ að skýrt og afgerandi um það hvað við viljum gera og sett það í for gang að leysa þennan vanda. Forgangs­ mál in eru skuldaleið rétting, af nám verðtryggingar og efling atvinnlífs. Við höfum sagt að ekkert réttlæti það að heimilin sitji ein og óstudd uppi með þessar afleiðingar efnahagshrunsins og því þarf að leiðrétta stökkbreytt húsnæðislán. Ekki er lengur deilt um að svigrúm er til staðar í formi afskrifta eða skattlagningar á eignir erlendra kröfuhafa bank­ anna. Þetta svigrúm viljum við nýta til handa heimilunum. Við viljum afnema verðtrygg­ ingu á neytendalánum og tryggja lántakendum um leið möguleika á að breyta yfir í óverðtryggð lán. Þar verður að útfæra nýtt húsnæðislánakerfi þar sem kostn aður er viðráð anlegur og þekktur og áhættunni jafnað á milli lántaka og lán­ veit anda. Hagkerfið er hringrás verð mætasköpunar, hring rás framleiðslu og pen inga. Fyrirtækin eru hin grunnefna hagsein­ ingin, stoð atvinnu lífs­ ins. Því viljum við Fram sóknarmenn efla atvinnulífið og gera það með einföldun reglu verks og lækkun skatta og auka þannig framleiðni og hvata til nýsköpunar og manna ráðn­ inga. Þannig eykst ráðstöfunargeta heimilanna og fjárfestingargeta fyrirtækjanna. Þannig virkar efna hagshringrásin sem forsenda vaxtar og velferðar. Þannig virkar Framsókn fyrir heimilin og atvinnulífið. Höfundur er fjölskyldufaðir og hagfræðingur skipar 2. sæt ið á lista Framsóknar­ flokks ins. Framsókn fyrir heimilin! Willum Þór Þórsson Horfurnar á Íslandi voru svartar vorið 2009. Nú er ástandið gjör­ breytt. Á þessu tímabili hefur verð­ bólga farið úr 18% niður í 4%, fjár lagahalli úr 230 milljörðum niður í 3, vöruskiptajöfnuður hefur ver ið hagstæður og gjald eyristekjur hafa aldrei verið hærri. En það sem mestu varðar: þegar þessi ríkisstjórn tók við stefndi atvinnu leysi í 20%, er nú undir 5%. Allt ofantalið gæti eitt og sér réttlæt fyrir sögn greinarinnar, en ekki er allt upp talið. Skatt kerfið hefur verið notað til að auka jöfnuð á Íslandi. Sjálfbær þróun sett í öndvegi. Mörg mikilvæg mannréttindamál hafa litið dagsins ljós, t.d. ný hjú­ skaparlög fyrir alla og viður kenn­ ing Palestínu. Jafnvel sjálft Geir­ finnsmálið hefur í fyrsta sinn verið tekið til gagnrýninnar skoð unar af stjórnvöldum. Og jafnvel þó að fólk sé ekki sátt við árangurinn er hann samt stað­ reynd. Þessi ríkisstjórn hefur gert meira fyrir skulduga húsnæðis­ eigendur en nokkur önnur ríkis­ stjórn síðan 1979 (ríkisstjórn Sjálf­ stæðis flokksins og Framsóknar­ flokksins gerði nákvæmlega ekki neitt við mjög svipaðar aðstæður). En við ætlum okkur að koma fleiri verkum í gegn, fá um við til þess tæki færi. VG ætlar að koma í gegn nýjum lögum um námslán sem boða nýja hugsun í lánamálum stú denta og svarar áratuga gamalli kröfu um að breyta hluta af lánunum í styrk. VG ætlar sér að nota afgang sem skapast hefur í ríkisfjármálum vegna aga við stjórn efnahagsmála til að stórefla á ný velferðarkerfið, menntakerfið og heilbrigðiskerfið. Það eru ekki innihaldslaus loforð sem gagnast fá um. Þvert á móti. En árangurinn sem hef ur náðst er ekki sjálf­ sagður. Hvað hefði gerst ef annað stjórnar mynstur hefði verið hér seinustu fjögur ár? Þá hefði verið gengið hart fram í niður­ skurði mennta­ og heil­ brigðis kerfisins og líklega verður það gert á næsta kjörtímabili ef stjórnarandstaðan verður við völd. Þá hefði fleiri ríkis stofnunum verið lokað og framlög til menn ingarmála skorin enn frekar niður. En þrátt fyrir eftirtektarverðan árangur, hafa ýmsir keppst við að spá hér nýju hruni og kollsteypum. Í þeim háværa hópi hafa formenn stjórnarandstöðuflokkanna verið. Strax í apríl 2009 spáði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson nýju alls­ herjarhruni; „Niðurstaðan er sú að matið á íslensku bönkunum og stöðu íslenskra fyrirtækja er það að hér sé að hefjast fullkomið kerfis­ hrun. Allsherjarhrun íslensks efna­ hagslífs,“ sagði hann þá, orðrétt. En hvað varð af því? Hver var innistæðan fyrir dómsdagsloforði Sigmundar? Ríkisstjórnin hefur nefnilega staðið sig mjög vel við mjög erfið­ ar aðstæður. Við betri aðstæður hefði hún staðið sig enn betur: fyrir velferðina, náttúruna, mennta kerfið og heilbrigðiskerfið. Þær aðstæður eru nú að skapast og kjós endur þurfa að skoða stað­ reyndirnar. Samfélaginu miðar nú loks í rétta átt og þeim sem lögðu þann nauðsynlega samfélagsgrunn er best treystandi til að reisa bygg­ inguna líka. Er það ekki? Höfundur er á lista VG. Velferðarstjórn virkar Rósa Björk Brynjólfsdóttir Merkjum öll bílastæði Gerum tilboð etmerking@simnet.is sími 862 3002 Kaffisetur Samfylkingarinnar 60+ í Hafnarfirði Opið hús alla fimmtudaga kl. 10-12 Strandgötu 43 Líflegar umræður um þjóðmál og allt á milli himins og jarðar. Sjáumst. Samfylkingin.

x

Fjarðarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.