Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 24.04.2013, Qupperneq 12

Fjarðarpósturinn - 24.04.2013, Qupperneq 12
12 www.fjardarposturinn.is Miðvikudagur 24. apríl 2013 Heilsa og þekking eru risastór mál, sem þó eru alltof sjaldan sett á oddinn í stjórnmála um ræðu. Í ljósi þessa er rétt að biðjast afsökunar á að af greiða tvö risa­ vaxin mál í 300 orða grein, en plássið er þröngt og tím­ inn stuttur, svo ég læt slag standa. Bendi á bjort framtid.is og býð fram beint samtal ef nán ari upplýsinga er óskað. Heilbrigði Björt framtíð vill jafn an aðgang lands­ manna að heilbrigðis­ þjónustu og efla til muna nærþjónustu. Annars veg­ ar í heilsugæslunni með því m.a. að fleiri heilbrigðisstéttir eigi þar fastan sess. Hins vegar með öruggri sjúkrahúsþjónustu, ann­ arri en þeirrar sérhæfðu sem sinnt er á Landspítala, í heima­ héraði. Í öllum tegundum heilbrigðis­ þjónustu þarf hlutur forvarna að aukast. Því fyrr sem gripið er inn, þeim mun minna þarf að reiða sig á hátækni­ og neyðarþjónustu. Í þessu samhengi er forvarnar­ hug takið víðtækt, t.d. hvað varð­ ar undirbúning fyrir valkvæðar skurðaðgerðir. Góður undirbún­ ingur eykur líkurnar á góðum og hröðum bata og styttir sjúkra­ húslegu. Efla þarf sam ræmingu innan heilbrigðis geir ans, „kerf­ in“ þurfa að tala saman þannig að sjúklingar sitji ekki uppi með vandann við að halda utan um eigin mál. Menntun Að koma börnum til manns er kjarna starf­ semi þjóðfélagsins. Fjöl breytni og val­ mögu leikar á öllum sviðum mennta kerfis­ ins með vellíðan og náms ánægju að leiðar­ ljósi, eru mikilvæg frá leik skóla og uppúr. Virði ngu fyrir störfum kennara þarf að auka og launa­ kjör að bæta, þetta fólk geymir fjöregg okkar allra. Brottfall úr framhaldsskólum er að verða klisja, lögum það áður en þolinmæði fyrir þeirri umræðu hverfur. Fjöldi námsára að fyrstu há ­ skóla gráðu er meiri hér en í viðmiðunarlöndum, hann þolir endurskoðun. Þekking er lykill að framþróun í atvinnulífinu, sérstaklega m.t.t. starfa sem ekki byggja á aukinni nýtingu náttúruauðlinda. Framtíðin er löng, höfum hana bjarta. Höfundur skipar 3. sæti á lista Bjartrar framtíðar. Heilbrigði og menntun – grundvöllur Bjartrar framtíðar Guðlaug Kristjánsdóttir Við Vinstri græn vildum gjarna að svigrúm væri til þess að lækka skatta og útilokum þann kost alls ekki skapist að stæður til þess. Þær aðstæður eru bara ekki uppi nú þótt Sjálf stæðisflokkurinn og fleiri vilji telja okkur trú um annað í vin sældabaráttunni fyrir kosn­ ingar. Talsmenn þess að lækka skatta á þá sem hæstar hafa tekj urnar gæta þess auð vitað vel að gera okk ur enga grein fyrir því hvar á að skera niður til að mæta tekju tapi ríkissjóðs. Enda má nú ekki ganga lengra í niður skurði í velferðarkerfinu. Þvert á móti er mikilvægt að við not um skattkerfið áfram til þess að jafna lífskjör og hefja nýja sókn í velferðarmálum. Ríkisstjórn Vinstri grænna og Samfylkingarinnar tókst að ná tökum á ríkisfjármálum með því að beita blandaðri leið skatta­ hækkana og niðurskurðar. Um leið breyttum við skatt kerfinu þannig að það þjónar mark mið­ um okkar um jöfnun lífskjara. Við vörðum velferðar kerfið eftir megni en þó reyndist óhjá­ kvæmilegt að draga úr kostn aði þar eins og annars staðar. En nú er sem betur fer útlit fyrir að við getum snúið vörn í sókn. Árangur ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum gefur okkur færi á að sækja fram í heil brigð­ ismálum, menntun og velferð. Það er kjarninn í stefnu Vinstri grænna. Við erum reyndar komin í sókn nú þegar. Til dæmis með stór auknu framlagi til tækja­ kaupa á Landspítalanum á þessu ári. Það verður forgangs verkefni okkar á næsta kjör tímabili að bæta Landspítalanum og öðrum heilbrigðisstofnunum skaðann sem þessar grunnstoðir sam félags ins hafa orðið fyr ir. Við þurfum líka að efla heilsu­ gæsluna og tryggja jafn ara og betra að gengi að þjón ustu tann lækna og sál fræð­ inga. Við sjáum fram á svig rúm. Við viljum nota það til þess að efla heilbrigðiskerfið, halda áfram að greiða niður skuldir ríkis sjóðs og setja málefni aldraðra, öryrkja, barna fjöl skyldna, láglaunafólks og náms manna í forgang. Ég geri mér grein fyrir að í hug um þeirra sem nú fljóta með loforðaflaumi hrunflokkanna um skattalækkanir og lausn á hvers manns skuldavanda hljóta þessi áform okkar Vinstri grænna að stappa nærri hreinum leið indum. En það er bara í eðli okkar vinstri manna að taka ábyrga afstöðu þegar almanna hagsmunir eru í húfi, hvort sem litið er til efnahagsmála, vel ferðar eða umhverfismála. Við getum ekki annað. Enda hefur það jafnan reynst best þegar til lengri tíma er litið. X­V! Höfundur er í 5. sæti á V­listanum. Sækjum fram í velferðarmálum Garðar H. Guðjónsson Hafnfirðingar kveðja veturinn í dag, síðasta vetrardag með því að 7000 manns, nemendur og starfsfólk í leik­, grunn­ og framhaldsskólum bæjarins sam einast í hreyfingu og hittast í heilsueflandi verkefnum. Bænum er skipt niður í sjö svæði þar sem nemendur hittast og taka þátt í sameiginlegri dagskrá kl. 10.30 til 11 þar sem söngur og hreyfing eru í aðalhlutverki. Þessi svæði eru: Áslandsskóli, Hraunvallaskóli, Hvaleyrarskóli, Lækjarskóli, Setbergsskóli, Víðistaðaskóli (Víðistaðatún og Engidalur) og Öldutúnsskóli. Á hverjum stað verða 500­1000 nemendur auk starfsfólks. Áður en nemendur og starfs­ fólk skólanna hittast á svæð­ unum átta munu þeir fara í gönguferð um nágrenni skól­ anna og dagurinn í heild verður tileinkaður hreyfingu í skólum bæjarins. Hafnarfjörður á iði er heiti verkefnisins og tilgangur þess er að minna á miklilvægi hreyfingar á hverjum degi fyrir heilbrigt líf. Verkefnið er liður í heilsueflingu í skólastarfi þar sem sumir leik­, grunn­ og framhaldsskólar í Hafnarfirði eru formlegir þátttakendur í lýðheilsueflandi verkefnum á vegum embættis landlæknis. 7000 Hafnfirðingar á iði Nemendur og starfsfólk skólanna syngja og dansa í dag Góð þátttaka var í verkefninu á síðasta ári. Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Vilja tryggja aðstæður eldra fólks Stjórn FEBH vill brýna bæjar­ yfirvöld og ríkisvald á því að tryggja að aðstæður eldra fólks í Hafnarfirði verði ekki lakari en á hjúkrunarheimilum í nágranna­ sveitarfélögunum s.s. Kópavogi, Garðabæ og Mosfellsbæ. Það kem ur fram í samþykkt sem stjórn in hefur sent frá sér. Í nýjum stöðlum er gert ráð fyrir að hver vistmaður á hjúkr­ unarheimili hafi rúmlega 30 m². Stjórn in hvetur til þess að byggð verði ný álma við Sólvang með 30 rýmum og leggur til að núverandi húsnæði verði notað fyrir sjúklinga sem eru að jafna sig eftir sjúkrahúsdvöl, hvíldar­ innlagnir, dagvistun og fyrir mið­ stöð öldrunarþjónustu. Jafnframt bend ir stjórnin á að stoðdeildir eru þar til staðar eins og eldhús, þvotta hús og fleira sem nýtast mun vel við stækkun Sól vangs. Auk þess hvetur stjórnin til þess að hafist verði sem fyrst handa við byggingu hjúkr unar heimilis við Hádegisskarð með rými fyrir 80 vistmenn til þess að mæta vaxandi þörf fyrir hjúkr unar rými vegna fjölgunar eldri borgara í bænum og á landsvísu. Þá vill stjórnin vekja athygli á högum þeirra sem heima búa. Með því að auka og efla heima­ þjónustu og heimahjúkrun gerir það öldruðum mögulegt að búa lengur heima. Þrátt fyrir einstakt met í fjölda fram boða þetta árið þá hefur póli­ tísk umræða í fjölmiðlum einblínt mjög á eitt mál, skuldavanda heim­ ilanna. Stærð og alvarleiki þess vanda er engum vafa undirorpinn en fyrirferð málaflokksins í fjöl­ miðlum endurspeglar ef til vill aldur og stöðu fjölmiðla­ fólks sem stýrir umræð­ unni hér á landi. Þetta er í fyrsta skipti sem ég er í framboði fyr­ ir Sjálfstæðisflokkinn og það hefur verið alveg frá bær lífsreynsla. Við frambjóðendurnir höfum heimsótt skóla, fyrirtæki og stofnanir í nafni flokks ins ásamt því að baka pönnukökur í verslunar mið­ stöðv um og hringja í kjósendur. Ein hvern veginn hafði ég gefið mér að það yrði erfiðara að nálgast fólk og að orðræðan gæti orðið leið inleg. En reynslan hefur hins veg ar verið ótrúlega ánægjuleg, kjós endur eru almennt tilbúnir að deila reynslusögum sínum til að benda á það sem betur mætti fara í sam félaginu og kjósendur Sjálf­ stæðis flokksins jafnt sem annarra flokka hafa tekið okkur opnum örm um. Ég hef reyndar á tilfinningunni að með fjölgun framboða og nýj­ um kynslóðum hafi orðræðan breyst til hins betra og að kjósendur hafi almennt meiri skilning á mis­ munandi afstöðu fólks. Þessu til stuðnings vil ég nefna að ungt fólk hefur verið mjög opinskátt um skoðanir sínar og hvað það hefur kosið á meðan algengt er að eldri borg arar bregði upp skot heldum pókersvip og seg ist aldrei hafa gefið nokkrum manni nokkuð upp um skoðanir sínar. Menntun Til að sporna gegn brottfalli á fram halds­ skólastigi viljum við leita leiða til að stytta meðal náms tíma til stú­ dentsprófs. Kynna þarf nem endum í grunn­ skólum ólíka starfs­ og námskosti mun fyrr en al mennt er gert og gæta að því að ekki halli á iðn­, verk,­ og starfs nám. Styrkja þarf stoðir grunn skólans til þess að allir nem­ endur komi vel undirbúnir til frekara náms. Við teljum einnig mikil vægt að gefa nemendum tæki færi til að útskrifast úr fram­ haldsskólanámi með fjölbreyttari hætti en nú er gert, til dæmis með auk inni stig skiptingu náms þar sem ákveðnum áfanga er náð í lok hvers stigs. Við teljum að það geti haft hvetjandi áhrif og geri einnig þeim sem horfið hafa frá námi auðveldara um vik að snúa aftur. Endurskoða þarf lánakerfi og úthlutunarreglur LÍN. Hvetja þarf til þess að nemendur ljúki námi á tilskyldum tíma. Líta þarf til þess hvort viðmiðunarmörk tekjuteng­ ing ar séu of lág, ekki síst vegna hækkandi skólagjalda og breyttrar stöðu í þjóðfélaginu, meðal annars hjá þeim sem lent hafa í greiðslu­ erfiðleikum eða gjaldþroti. Við telj­ um einnig mikilvægt að þeir sem eru að endurgreiða námslán sitji við sama borð hvað endur greiðsl ur varðar en mikill munur er á greiðslu byrði eftir því hvenær lánin voru tekin. Húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn vill auð­ velda ungu fólki fyrstu hús næðis­ kaup in með því að veita þeim sem eru að spara fyrir íbúð allt að 40.000 kr. skattaafslátt á mánuði af því sem lagt er fyrir. Þetta fyrir­ komulag mun hjálpa kaupendum til að eignast stærri hlut í sinni fyrstu íbúð og þannig draga úr þörf fyrir há lán. Nýtum tækifærin Hér er aðeins tæpt á örfáum málum og því má ekki gleyma að þjóðarsátt um stöðugleika til að auka lífsgæði, tryggja öryggi og atvinnu er grundvöllur nýs framfaraskeiðs. Nýta þarf hvert tækifæri og hafa kjark til nauð­ synlegra aðgerða. Ég treysti stefnu og forystu Sjálfstæðisflokksins undir stjórn Bjarna Benediktssonar til að sækja fram með ábyrgum hætti og með umhyggju fyrir íslensku þjóðinni að leiðarljósi. Bryndís er frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins. Ábyrg stefna fyrir ungt fólk Bryndís Loftsdóttir ..eina bæjarblaðið í Hafnarfirði Hafnfirska fréttablaðið

x

Fjarðarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.