Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 24.04.2013, Blaðsíða 18

Fjarðarpósturinn - 24.04.2013, Blaðsíða 18
18 www.fjardarposturinn.is Miðvikudagur 24. apríl 2013 Sjálfstæðir atvinnurekendur sem reka lítil og meðalstór fyrirtæki, einstaklingar sem leggja allt sitt undir til að skapa sér og sínum lífsviðurværi, þeir sem koma auga á tækifærin til að framleiða nýja vöru eða bjóða nýja þjón ustu, þá á Sjálfstæði­ flokkurinn að styðja til dáða. Hvers vegna? Vegna þess að þar liggur krafturinn til framfara, kraft urinn sem skapar jarð veg fyrir ný störf og auk in lífsgæði Þess vegna þarf að hlúa að þessum hópi með því að ein falda skattkerfið, lækka skatta og álögur og draga úr flóknu regluverki. Það er nauð­ synlegt fyrir þessi fyrirtæki sem önnur að hér að verði stöðugleiki í allri umgjörð fyrirtækja og settar verði skýrar leikreglur til langrar framtíðar. Þá munu litlu og meðalstóru fyrir tæki sjálfstæðu atvinnu rek­ andanna verða í stakk búin til að fjár festa frekar, ráða til sín fleiri starfs menn, borga þeim betri laun og veita þeim tækifæri til að taka þátt í og njóta velmegunar. Sam­ hliða munu tekjur ríkissjóðs aukast vegna þess að fleiri fá vinnu, borga skatta og þeim fækkar sem þurfa að vera á atvinnuleysisbótum. Í litlum og meðalstórum fyrir tækj­ um liggja tækifærin, þau þarf að nýta og Sjálfstæðis­ flokk urinn mun stuðla að því. Verkefnin framundan Það er flestum ljóst að verkefnin framundan eru mörg og viðamikil en áherslu verður að leggja á lækkun skulda ríkis sjóðs, fram hjá því getur enginn stjórn mála­ flokkur litið. Við verðum að mynda samstöðu og hafa skýra sýn á nýjar leiðir í efnahagsmálum þar sem megin áhersla verður á stöðugleika og vöxt. Við þurfum að setja okkur sam­ eiginlega markmið um að loka fjár lagagatinu, að bæta umhverfi at vinnulífsins, skapa því umhverfi sem leiðir af sér kjarabætur til launa þega, kjarabætur sem haldast í hendur við verðmætasköpun í landinu þannig munum við komast áfram. Öflugt atvinnulíf er forsenda velferðar og menntunar og for­ senda þess að við getum tekið á fjár hags – og lánavanda heimila í land inu. Við vitum mæta vel að hag ur heimilanna byggir á atvinnu og öryggi, hvorki skuldavandanum né hinum félagslega vanda verður eytt nema fólk hafi vinnu, hafi tekj ur til að greiða niður lánin og ráðstöfunartekjur til að leyfa sér og börnum sínum að vera virkir þátt­ takendur í samfélaginu. Sjálfstæð­ is flokkurinn ætlar að taka þátt í þeirri vegferð með fólkinu í land­ inu. Leiðir að markmiðum Það eru ýmsar leiðir til þess að ná framan greindum markmiðum en ég vil búa í samfélagi þar sem ein staklingnum er treyst og honum tryggt frelsi til athafna. Ég vil búa í samfélagi þar sem atvinnulífinu eru skapaðar aðstæður til að eflast og þar sem fjölskyldan er horn­ steinn samfélagsins. Þess vegna er það er bjargföst skoðun mín að grunn gildi sjálfstæðisstefnunnar eigi nú sem aldrei fyrr brýnt erindi við fólkið í landinu. Ef þú ert mér sammála þá átt þú samleið með Sjálf stæðisflokknum í kosn ing­ unum þann 27. apríl næstkomandi. Höfundur er þingmaður. Sjálfstæði og kraftur Ragnheiður Ríkharðsdóttir Menningar­ og ferða mála­ nefnd Hafnarfjarðarbæjar af ­ henti sl. fimmtudag í Hafnar­ borg styrki til lista og menn­ ingarstarfsemi. Veittir voru 18 styrkir en alls voru styrk­ umsóknirnar 42 og sótt var um samtals 21,9 millj. kr. Styrkfjárhæð var samtals 4.875.000 kr. Styrki hlutu: Bókasafn Hafnarfjarðar: 500.000.­ vegna menningar­ viðburða fyrir börn, erinda­ raða og jólabókakynningar. Halldór Árni Sveinsson: 500.000.­ til þess að ljúka við heimildarmynd um Bjarta daga. Sveinssafn: 500.000.­ til hönnunar og uppsetningu sýningar. Björg Magnúsdóttir: 450.000.­ vegna skrifa og uppsetningar á örsögum í Hafnarfirði. Hollvinafélag Hellisgerði: 400.000.­ vegna dagskrár á 90 ára afmæli Hellisgerði. Menningarfélag Hafnar­ fjarð ar: 350.000.­ vegna dagskrár fyr ir ungt fólk á Björtum dög um. Smjörkúpan – hópur áhugaleikritaskálda: 350.000.­ vegna einleiks um Rannveigu Sívertsen. Fjarðarpósturinn: 300.000.­ vegna yfirfærslu á eldri eintökum á stafrænt form á timarit.is. Ólafur Beinteinsson: 275.000.­ vegna verkefni til heiðurs Huldu Runólfsdóttur. Bylgja Dís Gunnarsdóttir: 250.000.­ vegna tónleika í Hafnarfirði. Kristbergur Ó. Pétursson: 250.000.­ vegna sýningar á Listasafni Reykjanesbæjar. Soffía Sæmundsdóttir: 250.000.­ vegna listasmiðju á Björtum dögum og sumarnámskeiðs. Saxófónkvartettinn: 200.000.­ vegna tónleikahalds á Björtum dögum, Lúðrasveit Hafnarfjarðar: 150.000.­ m.a. vegna nótnakaupa. Björn Traustason: 100.000.­ vegna listasýningar á Björtum dögum. Gaflarakórinn: 100.000.­ rekstrarstyrkur. Karlakór eldri Þrasta: 100.000.­ rekstrarstyrkur. Hulda H. Sig: 50.000.­ vegna listasýningar heima á palli á Björtum dögum. 4,9 milljónir kr. í styrki til menningarmála Styrkþegar menningar­ og ferðamálanefndar 2013 við afhendinguna sl. fimmtudag. Hafsteinn Þráinsson Lj ós m .: Fj ar ða rp ós tu rin n Næstkomandi laugardag göng­ um við Íslendingar til kosninga, óhætt er að segja að aðstæður eru nú um margt óvenjulegar. Ekki ein ungis hafa undanfarin ár verið mörgum sársaukafull og erfið, held ur stöndum við einn ig frammi fyrir stór um og mikil væg um ákvörðunum um fram­ tíð okkar sem þjóðar, sjaldan hefur verið mikil vægara að taka skyn samlega ákvörð un í kjörklef an um. Við skul um muna að góðir hlutir gerast hægt, – eiga að gerast hægt, ann ars förum við of hratt í beygj­ urnar, hefðum betur haft það í huga fyrir hrun. Stundum er gripið til þess þeg­ ar skammtímaminnið bregst að tala um gullfiskaminni, – með fullri virðingu fyrir gullfiskum, ég hef þá trú að kjósendur í vor muni ekki þjást af gullfiskaminni þegar á hólminn er komið, heldur þvert á móti, verði þeim í FERSKU MINNI hvað átti sér stað árin (áratugina) fyrir hrun, hverjir þá stjórnuðu og með hvað að leiðarljósi. Allavega ekki sér­ stök áhersla á velferðarmálin og hag hins venjulega borgara. Vissulega væri freistandi að krossa við nýjan valkost, ferskar hugmyndir, ný andlit­ eða hvað ? Reglulega í gegnum tíðina hafa sprottið upp lítil framboð til þings eða bæjar­ og sveitarstjórna, sammerkt með þeim allflestum er að þau eru nú gleymd, fáir eða enginn man fyrir hvað þau stóðu, sum þeirra voru drifin áfram að hugsjónafólki með áherslur á afmörkuðum málefnum, en í seinni tíð þó frekar raunin að í þeim væru einstaklingar sem erfitt eiga með að vinna með öðrum, ­ klofningsframboð sem halda áfram að klofna þegar og ef þau komast á þing, og deyja svo drottni sínum. Verðbólga, laun, kaupmáttur, at vinnuleysi og hagvöxtur, allt eru þetta hugtök sem eiga þátt í að móta lífsgæði okkar, ég sagði fyrir viku hér í Fjarðarpóstinum að Samfylkingin legði verk sín í dóm kjósenda, ég treysti þeim til að mynda sér sjálfstæða skoðun á hvernig til hefur tekist, þrátt fyrir neikvæða forgjöf og talverðan mótbyr, og velja samkvæmt því. Kosningarétturinn er eitt það dýrmætasta sem við eigum, för­ um því vel með atkvæðin okkar. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. Gef mér von! Helena Mjöll Jóhannsdóttir Ársfundur Vinafélags Krýsuvíkurkirkju Vinafélag Krýsuvíkurkirkju heldur ársfund fimmtudagskvöldið 2. maí 2013 kl. 20.00 í Hásölum Strandbergs, safnaðarheimilis Hafnarfjarðarkirkju við Strandgötu. Á fundinum verða venjubundin ársfundarstörf. Katrín Gunnarsdóttir fornleifafræðingur hjá Byggðasafni Hafnarfjarðar kynnir helstu niðurstöður frumrannsóknar sem gerð var í grunni Krýsuvíkurkirkju í október 2012. Hrafnkell Marinósson deildarstjóri bygginga- og mannvirkjagreina í Iðnskólanum í Hafnarfirði fjallar um framvindu vinnunnar við nýja Krýsuvíkurkirkju. Fundurinn er opinn öllum sem hafa áhuga á að kynna sér starfsemi Vinafélags Krýsuvíkurkirkju. Stjórn Vinafélags Krýsuvíkurkirkju Almenn bókhaldsþjónusta – Stofnun félaga – Ársreikningar – Skattframtöl Bæjarhrauni 2, Hafnarfirði – www.3skref.is – 3skref@3skref.is Þín velgengni - okkar hagur

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.