Fjarðarpósturinn - 24.04.2013, Side 22
22 www.fjardarposturinn.is Miðvikudagur 24. apríl 2013
Árið 1996 hóf æskulýðs og
tómstundaráð að gera kannanir á
aðgengi unglinga að tóbaki.
Tilefnið var augljóst því þrátt fyrir
lög um bann við sölu tóbaks til
ungl inga undir 16 ára aldri (síðar
18 ára með breyttum
lög um síðla árs 2003)
áttu börn og ungmenni
af ar auðvelt með að
kaupa tóbak. Við okkur
sem þá störfuðu hjá
ÆTH höfðu margir for
eldrar samband og undr
uðust þetta. Sömu við
horf komu fram á fund
um með foreldrum í
bæn um. Í viðtölum við
ung menn in kom fram að það var
ekki nokk urt einasta mál að kaup
tóbak að þeirra mati. Okkar varð
ljóst að með einhverjum hætti
þyrftum við að kanna raunverulegt
ástand og bregðast við því en þessi
mál voru í al gerum ólestri. Fyrstu
hugmyndir okkar voru að gera
formlega könn un meðal kaup
manna um sölu tó baks til ung
menna. Eftir eitt eða tvö könnunar
viðtöl varð okkur al gerlega ljóst að
slík aðferð væri með öllu ónothæf.
Okkar varð í upphafi ljóst að svona
mál vinnast á almennum viðhorf
um fremur en með kærum og
dómsmálum.
Við sem unnum að forvarna mál
um í bæjarfélaginu á þessum tíma
vissum að foreldrasamfélagið vildi
og gerði beinlínis kröfur um að
tó baks sölubannið yrði virt. Í þessu
ljósi er ákveðið að kanna umfang
tó baksölu með því að senda ungl
ing/unglinga með formlegu sam
þykki forráðamanna þess ásamt
starfs mönnum ÆTH og freista
þess að kaupa tóbak og fá þar með
sannanlega vitneskju um ástandið.
Ungl ingarnir tóku aldrei þátt nema
í einni könnun, viðkomandi ung
menni komu að engu öðru leyti
ná lægt þessum könnunum og auk
þess voru ungmennin
oftast ekki bú sett í bæjar
félaginu Niðurstöður
kannana í upphafi voru
mikil von brigði, 94%
verslana seldi ungmenn
unum tó bak í þeirri
fyrstu og 96% verslana í
þeirri næstu (1996).
Eigandi Dalsnestis
hef ur farið mikinn í bar
áttu gegn því að umfang
þessa vanda sé kannaður með þeim
hætti sem gert hefur verið hér í bæ
og reyndar víðar og í þeim efnum
talað ótt og títt um tálbeitur og
vitnað til merkra lög manna um
ólögmæti þessara kann ana. Slíkt
var að sjálfsögðu kannað á sínum
tíma og eins og áður sagði hafa
þessar kannanir ÆTH nú ÍTH
aldrei verði lagðar upp eða til
þeirra stofnað sem grunnur að
ákæru í dómsmáli með tilheyrandi
um stangi eins og ku vera alsiða í
venjulegu „löggu og bófastandi“ .
Hin ágæta stofnun ITH sem vinnur
m.a að velferð hafnfirskrar æsku
og forvörnum hefur ekki ákæruvald
hvorki í þessu máli né öðrum.
Kann anirnar eru því fyrst og fremst
gerðar í því skyni að gera al menn
ingi grein fyrir því hvernig ástandið
er raunverulega með kynn ingum á
niðurstöðum og í þeim tilfellum þá
er bara birtur listi þeirra sem ekki
seldu. Niðurstöður eru algerlega
óumdeilanlegar og framkvæmd
með þeim hætti að við komandi
ungmenni njóta full kom innar
verndar. Ef menn kjósa að nefna
slíkt form kannana „tál beitur“ þá er
samhengið af allt öðr um meiði en í
lögfræðilegum skilning eins og
Sigurður gerir að að al atriði og gæti
þá alveg eins með sömu rökum
nefnt þá sem starfa að
verðlagseftirliti ASÍ tál beitur.
Aðalatriðið er það að kannanir
sýna fram á það ár eftir ár, með
óyggjandi hætti, að framkvæmd á
banni við sölu tóbaks til ungmenna
er óviðunandi (samkvæmt síðustu
könnunum í 2030% tilfella) þrátt
fyrir rúman „15 ára aðlögunartíma“.
Það hlýtur því að vera viðfangsefni
aðila í verslun að kippa þessu í lag
í stað þess að agnúast yfir fram
kvæmd kannana, eins og að sala
komist í betra horf við að afleggja
kannanir ? Það er í raun undarlegt
að nú enn þann dag í dag eigi ýmsir
verslunarmenn í hinu mesta basli
með að selja tóbak með sómasam
leg um hætti. Þetta sýnir a.m.k.
þeim sem þetta ritar að það er með
öllu vonlaust að ætla verslunum að
selja áfengi eins og Samtök versl
unnar og þjónustu sækja fast um
þessar mundir. Þetta mál er alfarið
í höndum kaupmanna og besta
leiðin er að hætta að selja börnum
og ungmennum tóbak þá er könn
unum einnig sjálfhætt – börnum og
ungmennum til heilla og ýmsum
verslunarmanninum til gleði. Vildi
koma þessu á framfæri þar sem
mér er málið að nokkru leiti skylt
sem fyrrverandi æskulýðs og tóm
stunda fulltrúi í okkar ágæta bæjar
félagi.
Höfundur er
félagsuppeldisfræðingur.
Einfaldasta leiðin er að hætta að selja
börnum og ungmennum tóbak
Árni
Guðmundsson
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar hef
ur allt frá árinu 2006 unnið sam
eiginlega að því mikilvæga verk
efni að byggja upp nýtt hjúkr
unar heimili í Hafnarfirði sam
kvæmt samningi við ríkið þar
um. Einnig hefur ríkt
samstaða um að Sól
vang ur skuli áfram
gegna hlutverki mið
stöðvar öldrunar þjón
ustu í bæjarfélaginu.
Fulltrúar Sjálfstæðis
flokks ins hafa í gegn
um árin tekið fullan
þátt í þeim undirbúningi
öllum og hvergi hvikað
þar frá. Bæjarfulltrúar
flokksins hafa átt og eiga enn
fulltrúa í þeim ráðum og
starfshópum sem um málið
fjallar. Ekkert hefur þar komið
fram um stefnubreytingu flokks
ins í þeim efnum. Þótt bæjar
fulltrúar eins og aðrir bæjarbúar
vilji að skoðaðir séu allir kostir í
stöðunni, eins og hún blasir við
nú árið 2013 og sumir þeirra hafi
viðrað það sjónarmið sitt opin
berlega, hefur engin stefnu
breyting orðið hér á. Því vekur
grein bæjarstjórans fyrr verandi,
Lúðvík Geirssonar í Fjarðar
póstinum í síðustu viku upp
spurningarnar: Hvað er í gangi?
Hver er að þyrla upp pólitísku
moldviðri? Hver er að setja
málið í farveg átakastjórn mála?
Meirihlutinn tafið byggingu
hjúkrunarheimilis
Hreinar rangfærslur um sinna
skipti og svokallaða ubeygju
meirihluta bæjarfulltrúa Sjálf
stæðisflokksins eins og bæjar
stjórinn fyrrverandi ritar í grein
sinni eru algjörlega staðlausir
stafir og á undirrituð erfitt með
að átta sig á hvað honum gengur
til. En honum fyrirgefast slík
reiðiskrif í ljósi þeirrar nauð
varnar sem meirihlutinn
er komin í. Það er að
vonum erfitt að geta
ekki svarað bæjarbúum
því hvað verður um
Sólvang, ekki síst þeg
ar litið er til þess hvern
ig fór fyrir St. Jósefs
spítala á vakt Samfylk
ingar og sam starfs
flokksins Vinstri
grænna. Einmitt vegna
þess að enn er ekkert fast í hendi
varð andi starfsemi á Sólvangi er
ekki óeðlilegt að Hafnfirðingar
vilji hafa allt uppi á borðum og
að allir mögulegir kostir í
uppbygg ingu öldrunar þjónustu í
bænum séu skoðaðir gaum
gæfilega.
Málið hefur tafist í a.m.k. tvö
ár eftir að forval vegna fyrir
hugaðrar byggingar var úrskurð
að ólöglegt. Síðan hefur það
verið „ofan í skúffu“ bæjarstjóra
þar til nú fyrir skemmstu. Nú ver
andi meirihluti ber því fulla
ábyrgð á því að uppbygg ingin er
ekki löngu hafin og skiljanlegt
að menn séu viðkvæmir fyrir því
að vera gagnrýndir fyrir að hafa
„dregið lappirnar“ í málinu. En
rétt skal vera rétt. Og vona ég að
bæjarfulltrúar geti haldið sam
stöð unni áfram og unnið að
þessu mikilvæga máli án póli
tísks upphlaups og gífuryrða.
Höfundur er bæjarfulltrúi.
Pólitískt moldviðri og
rangfærslur um Sólvangsmálið
Rósa
Guðbjartsdóttir
Kvennakór Hafnarfjarðar
heldur sína árlegu vortónleika
laugardaginn 4. maí undir
yfirskriftinni Litir vorsins. Líkt
og aðrir vorboðar sem gleðja
okkur með söng sínum hyggst
kórinn fagna komu vorsins með
litríkri söngdagskrá.
Vetrarstarf kórsins hefur verið
öflugt og markast af því að í
byrjun júní heldur kórinn í
tónleikaferðalag til Portoroz og
Bled í Slóveníu þar sem hann
mun kynna þarlendum sönglist
íslenskra kvennakóra. Æfingar
hafa verið strangar og vel
vandað til lagavals en jafnframt
hefur verið haldið úti öflugri
fjáröflun með kökubösurum og
flóamörkuðum. Vilja kórkonur
þakka öllum sem stutt hafa starf
kórsins og lagt honum lið við
fjáröflunina. Dagskrá vortón
leikanna að þessu sinni litast að
einhverju leyti af væntanlegri
utanför kórsins þar sem
kirkjuleg tónlist og íslensk
þjóðlög verða í forgrunni. Að
auki verða á efnisskrá vortón
leikanna íslensk og erlend söng
og dægurlög og ættu því allir að
finna eitthvað við sitt hæfi.
Stjórnandi Kvennakórs Hafn
ar fjarðar er Erna Guð munds dót
tir og undirleik annast Antonia
Hevesi. Tónleikarnir verða í
Há sölum Hafnarfjarðarkirkju
og hefjast kl. 16. Miðaverð er
2500 krónur og fást hjá kór
konum og við innganginn.
Gest um er boðið að þiggja kaffi
og konfekt í tónleikahléi.
Litir vorsins á tónleikum
Kvennakórs Hafnarfjarðar
Lj
ós
m
.:
G
uð
ni
G
ís
la
so
n
Ástjarnarsókn verður brátt
stærsta kirkjusókn í Hafnarfirði
en hefur aðeins skúra sem breytt
hefur verið í kirkju og þjónar
engan veginn þörfum safnað
arins. Nú horfa menn fram til
kirkjubyggingar þó ekkert sé í
hendi hvenær bygg ingarfram
kvæmdir hefjast en á mánudag
var lóðar samningur undirritaður
þar sem Hafnar fjarðarbær
af henti kirkjunni lóð undir
kirkju byggingu við hlið Ásvalla
laugar. Sagði bæjar stjóri við það
tilefni að það væri skylda sveitar
félagsins að leggja til lóð undir
kirkju byggingu og nefndi að
verð mæti lóðarinnar væri 87
millj ónir kr.
Biskup Íslands vísiteraði
Ás tjarnarsókn eins og aðrar
sókn ir í Hafnarfirði og heimsótti
m.a. íþróttafélögin Hauka, SH
og Fjörð auk þess að heimsæja
Ásvallaskóla og Hraunvalla
skóla. Fundaði biskupinn með
sóknarnefndinni sem m.a. ítrek
aði óskir um aukinn stuðn ing við
þessa stóru sókn og nauð syn
þess að fá a.m.k. hálfa stöðu
prests til viðbótar til að sinna
nauð synlegum verk um.
Ástjarnarkirkja fékk 87 millj. kr. lóð
Lóðarsamningur undirritaður með biskupinn sem vott
Biskup Íslands, sr. Agnes M. Sigurðardóttir, Guðrún Ágústa
Guðmundsdóttir bæjarstjóri, Geir Jónsson formaður sóknar
nefndar og sr. Kjartan Jónsson prestur kirkjunnar.
Bæjarstjóri og formaður
sóknarnefndar undirrita
lóðarsamninginn. Kirkjan mun
standa í glæsilegu hrauninu.
Lj
ós
m
.:
G
uð
ni
G
ís
la
so
n
Lj
ós
m
.:
G
uð
ni
G
ís
la
so
n
Lj
ós
m
.:
G
uð
ni
G
ís
la
so
n