Prentarinn - 01.04.1996, Page 3

Prentarinn - 01.04.1996, Page 3
LEIÐARI SÆMUNDURÁRNASON Vinnustadasamningar Nýtt hljóð virðist komið í atvinnu- rekendur. Vinnustaðasamningar eru það sem þeir virðast hafa mestan áhuga á í yfirstandandi kjaraviðræðum. Þeir eiga að vera allra meina bót, og nú virðast vera möguleikar á einhverju sem kallað er hagræðing innan fyrirtækja. Reyndar hefur ekki verið hljómgrunnur fyrir vinnustaða- samningum fram að þessu, en batnandi mönnum er best að lifa og því er rétt að skoða þessa hugmynd gaumgæfdega. Á undanfömum ámm hefur aukavinna verið mjög mikil, en nú þurfum við að ganga út frá því að átta stunda vinnudagur verði að veruleika, alltént verður aukavinna ekki í sama mæli og verið hefur, m.a. vegna vinnutímatilskipunar Evrópusambandsins. Ef vinnuveitendur em tilbúnir til þess að gefa starfsmönnum aukinn hlut vegna hagræðingar er það vel. Mörg prentiðnaðarfyrirtæki hafa á undanfömum ámm unnið samkvæmt alþjóðlegum staðli (ISO) og samfara því hafa kröfur um hæfni og þekkingu aukist jafnt og þétt. Starfsfólk hefur mætt þessu með endurmenntun í öllum þáttum iðngreinar- innar. Þetta hefur skilað fyrir- tækjum auknum hagnaði, en félagsmenn hafa ekki fengið hlut í þeim hagnaði að neinu marki og á fjölmörgum vinnu- stöðum hafa starfsmenn tekið á sig auknar skyldur og kvaðir án sérstakrar umbunar. Félag bókagerðarmanna hefur ekki verið andsnúið vinnustaðasamningum en ekki hefur verið gagnkvæmur áhugi félagsins og atvinnurekenda fyrir þeirri leið. Til eru fjölmörg tilbrigði við vinnustaðasamninga bæði innanlands og utan, því ætti að vera hægur vandi að móta slíka samninga og óþarfí að finna upp hjólið í því sambandi. Hvemig viljum við hafa slíkan samning? Eg tel hann verða að byggjast á aðal- kjarasamningi, hann er sá grunnur sem byggt er á, og forðast ber að brjóta ákvæði hans, því að í aðalkjarasamningi hvers félags felast lágmarksréttindi félagsmanna. Ef við lítum til Norðurlanda, sem hafa áratuga hefð í gerð vinnustaðasamninga, er ljóst að þeir byggjast á aðalkjarasamningi. Reyndar eru samningamir þríhliða þar. Fyrst semur alþýðusamband hvers lands við riki og bæjarfélög um þær áherslur sem sameiginlegar eru, síðan semja verkalýðs- félögin við atvinnurekendur og loks koma vinnustaðasamningar. Þetta form ætti að geta hentað vel hér á landi. Hvað ber að varast í vinnustaða- samningum? Að láta af hendi það sem við höfum í aðalkjarasamningi, t.d. að stytta orlof gegn greiðslu, eða selja veikindarétt gegn greiðslu, svo dæmi séu tekin. Hverjir eiga að gera samninga? Eiga atvinnu- rekendur að semja beint við starfsmenn án afskipta félagsins, eða á að hafa félagið með í samningum? Heppilegast væri að starfsmannafélög á viðkomandi vinnu- stöðum væm samningsaðilar og að trúnaðarmenn væru í samninganefnd, ennfremur að félagið ætti aðild að samningunum. Nú veit ég að vinnu- veitendur hafa ekki hug á því, þeir vilja gera vinnustaðasamninga án afskipta félagsins. Spumingin er þá: Hvert er gildi slíkra samninga? Væri hægt að segja einn góðan veðurdag að samningurinn sé ekki lengur í gildi? Hvemig fara Svíar að? Á all- flestum miðlungs og stærri vinnu- stöðum era starfsmannafélög sem hafa það verkefni að gera vinnu- staðasamninga um laun, kjör og önnur atriði. Félagsdeildir á viðkomandi svæði hjálpa til við gerð þessara samninga og á vinnustöðum, þar sem ekki era starfandi starfsmannafélög, sjá þau um þennan þátt. Samningar Grafiska fackforbundet í Svíþjóð era lágmarkssamn- ingar um öll atriði eins og hér, þar er viðtek- in hefð til fjölmargra ára að gera vinnu- staðasamninga í kjölfar heildarsamninga. Hvað varðar launaliðinn er oftast samið um ákveðna launahækkun, pott, sem gert er ráð fyrir að sé til skiptanna á hverjum vinnu- stað. Starfsmannafélögin hafa sem sagt nánast frjálsar hendur um gerð vinnustaða- samninga um nánast hvað sem er, kaup og kjör, og reyndar er gert ráð fyrir því að þau hafí það en allt er byggt á heildarkjara- samningum. Þess vegna er það eitt af meginverkefnum félaganna að fylgjast með því að samningar séu upp á við en ekki niður á við. Með því að skoða reynslu annarra fæ ég ekki annað séð en að gerð vinnustaða- samninga ætti að vera vandalaus. • prentarinn MÁLGAGN FÉLAGS BÓKAGERÐARMANNA Ritnefnd Prentarans: Georg Páll Skúlason, ritstjóri og ábyrgðarmaður. Margrét Friðriksdóttir Páll Ólafsson Pétur Ágústsson Sölvi Ólafsson. Fréttaskot og annað efni er vel þegið og eins óskir og ábendingar lesenda til ritnefndar. Leturgerðir í Prentaranum eru: Universe, Times o.fl. Blaðið er prentað á mattan 135 g Ikonofix. Útlit og prentvinnsla: Prentþjónustan ehf. Prentun og frágangur: Grafík ehf. Forsíða Prentarans: Forsíðuna „Haustlauf" gerði Guðný Þórarinsdóttir prentsmiður á Morgunblaðinu. Hún hlaut 2. verðlaun i forsíðusamkeppni Prentarans. PRENTARINN ■ 3

x

Prentarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.