Prentarinn - 01.04.1996, Síða 9

Prentarinn - 01.04.1996, Síða 9
engir útgefendur til, engin bóka- prentun til, engar bókbandsverk- smiðjur, engir bóksalar, engin bóka- dreifingarfyrirtæki, engir bókagagn- rýnendur, engar bókaauglýsingar og engir bókmenntafræðingar. Rithöfundar eru með öðrum orðum undirstaða bókaútgáfunnar. Auðvitað er rithöfundum ekki greitt samkvæmt því. Það þarf líka að borga öllum hin- um. Rithöfundar veðja árslaunum sín- um í bókahlaupinu mikla, vegna þess að þeir hafa samið upp á prósentur sem eru helmingi lægri en t.d. pró- sentur bóksalanna fyrir að rétta bækur þeirra yfir borðið í umboðssölu og þar af leiðandi án allrar áhættu. Bókaútgefandinn tekur mikla áhættu og er þess vegna verðugur þess sem kemur í hans hlut - sem er að sjálfsögðu miklu meira en rithöfundurinn fær þegar vel gengur - en hann fær líka miklu verri skell ef bókin selst illa. Bókaútgefandinn verður að greiða alla framleiðslu bókarinnar, kynninguna og auglýsingarnar. Prentsmiðjumar taka einnig áhættu. Eigendur þeirra lána útgef- andanum flestír hveijir íyrir prent- kosmaði og bjóða æ betri kjör í kjöl- far gylliboða erlendra prentsmiðja. Ef bækur bókaútgefandans ganga illa, er prentsmiðjueigandinn í vondum mál- um. Og sagan sýnir að það er lítið að hafa upp úr gjaldþrota bókaútgáfu. Auglýsingaheimurinn eru alltaf í góðum málum. Það er sama hvort þú rekur auglýsingastofu eða stjómar íjölmiðli: Jólin em hin árlega bless- un, ekki síst hvað bókaauglýsingar varðar. Það er alveg sama þótt útgef- endur bóka setji sér háleit markmið íyrir sérhver jól, að í ár muni þeir fylgja stranglega fyrirframsettri út- gjaldaáætlun; sú áætlun hrynur líkt og spilaborg þegar út í slaginn er komið. Útgefendur verða gripnir af æði hins dmkknandi manns; þeir smriast til að halda lífi (en glata þá oftast lífinu) og íylla blaðsíður dag- blaðanna, hljóðrásir útvarpsstöðva og sjónvarpsskjái landsmanna: Fram em boðnar tímamótaskáldsögur, hrein- skilnar ævisögur þar sem engum er hlíft, hvorki aðalsöguhetjunni né samferðamönnum hennar, bækur sem skrifaðar em af næmleik og til- finningu, bók sem kemur á óvart, bók sem hefur farið sigurför um heiminn, bók sem er hrífandi saga um ástir og átök, bók um hvemig lifa megi innihaldsríku og hamingjusömu lífi, bók sem heldur lesandanum föngnum til síðustu blaðsíðu, bók sem er í senn grátbrosleg og átakan- leg, bók um minnisstæðar og sér- kennilegar persónur. Það er á þessu stigi málsins sem jólabókahlaupið er farið að rífa með sér mannvirki og valda spjöllum. Höfundur verður að menntamálaráðuneyti f miðjum djöflastraumnum stendur rithöfundurinn. Hann sem hefur lagt memað sinn í texta; hefur setið hljóður og einangr- aður mánuðum - ef ekki árum saman - í eigin hugarheimi og veröld verks- ins. Nú er honum skyndilega varpað fyrir ljónin. Hann verður skyndilega að beijast upp á líf og dauða líkt og skylmingamaður í Rómaveldi. Rithöfundinum er att í viðtöl, viljalaus mætir hann á hvern einasta upplestur sem útgefandinn telur upp eða mætir af sjálfsdáðum eftir að talsmenn kvenfélaga, karlaklúbba, starfsmannafélaga, líknarsamtaka, bókasafna, trimmklúbba, föndur- hópa og stjómmálasamtaka hafa beðið hann um að lesa upp - og helst ókeypis því þetta sé svo gífur- leg auglýsing fyrir nýju bókina hans. Stundum hugsar hinn uppgefni höfundur: Hvað með útgefendur, bóksala og prentsmiðjueigendur? Eru þessir upplestrar ekki Iíka aug- lýsing fyrir þá? Og meira að segja miklu arðbærari auglýsing, því þeir fá miklu meira en höfundurinn ef vel tekst tíl með bókina. Af hverju fá ekki allir þessir jólaklúbbar ein- hvem bóksalann til að lesa endur- gjaldslaust upp hjá sér? Eða prent- smiðjustjórann? En nú er víst Rit- höfundasambandið loksins komið í Stundum hugsar hinn uppgefni höfundur: Hvað með útgefendur, bóksala og prent- smiðju- eigendur? spilið og er farið að árétta upplestr- 'artaxta af miklum móð í fréttablaði sínu til höfunda. Og kannski bóksal- amir endi í upplestrarstól þrátt fyrir allt. Þeir yrðu alltént ódýrari. Svo em það áritanimar. Útgefend- ur senda höfundinn miskunnarlaust á hvaða krummaskuð sem er til að árita bækur ef þeir álíta að bókin r hans sé söluvænleg. Vissulega er það mikil gleði og upplyfting fyrir marga höfunda að hitta lesendur sína og taka í höndina á þeim, árita síðan nafn þeirra (eða þeirra sem eiga að fá bókina í jólagjöf) með kærri kveðju - frá höf. og kinka brosandi kolli fram- an í viðskiptavininn. En stundum geta þessi ferðalög verið lýjandi og skilað litlu. Um daginn hitti ég mik- ilsvirtan rithöfund á kaffibar. - Sæll, hvemig gengur? spurði ég. (Þegar rithöfundar fá á sig þessa hverdagslegu spumingu fyrir jól, þýðir hún einfaldlega: „Hvemig gengur salan?“) - Jú, takk, svaraði höfundurinn. Ég er að fara á Eskifjörð að árita og lesa upp. - Eskifjörð? hváði ég. Hefur það eitthvað upp á sig? Átta bækur eða svo? - Ég fer þangað sem mér er upp- álagt, svaraði höfundurinn og ekki var laust við að mæðu gætti í rödd hans. Nú má ekki misskilja orð mín svo, að ég hafi á móti bókakynningum, upplestrum og áritunum í bækur víðs vegar um land. Þvert á móti; ég er mjög hlynntur sem mestri bók- ’ menntakynningu um land allt. Það er hins vegar dæmigert að rithöfundur í jólabókaflóði eigi að sjá um andlega upplyftingu landsmanna hvað bók- menntir varðar. Það er nefnilega hægt að skikka rithöfund sem á allar sínar tekjur undir jólabókasölunni til að gera hvað sem er. Meira að segja að . sinna menningarfræðslu á lands- - byggðinni. Þannig er rithöfundurinn orðinn að heilu menntamálaráðuneyti ef því er að skipta. Segið svo að jólabókaflóðið skapi ekki hetjur líkt og dramatískar nátt- úruhamfarir. • PRENTARINN ■ 9

x

Prentarinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.