Prentarinn - 01.04.1996, Blaðsíða 12

Prentarinn - 01.04.1996, Blaðsíða 12
FELAGSMAL um verkefni þar sem eitthvað fer úr- skeiðis og það er svo skrýtið að þó að verkið komi á filmum og plötum þá er ætlast til þess að prentsmiðjan taki þátt í skaðanum. Ég tel að við ættum að snúa bökum saman. Eins og ég sagði í upphafi eru miklu fleiri og meiri hlutir sem við eigum sam- eiginlega heldur en þeir þar sem við vinnum hvert á móti öðru eins og mér fínnst oft og tíðum koma fram. MARGRET ROSA SIGURÐ ARDÓTTIR, prentsmiður, lærður setjari Eg hef litla trú á því að forrits- bútur lagi eitt eða neitt. Það borgar sig miklu frekar að kenna prentsmiðum á Quarkinn og þau forrit sem auglýsingateiknarar eru með. Tíminn mun leiða það í ljós, líklega á næstu öld eins og fram- kvæmdastjóri Prenttæknistofnunar spáir. Ég held að það sé rétt hjá honum að það verði á næstu öld af því að stefnan er ekki góð í dag. Það er ekki verið að mennta prentsmiði. Ég ætla að halda mig við smáatriðin, setjarar þurfa að sukka í smáatriðunum. Það er eitt í Quark XPress sem er kallað í forritinu „hyphenation & justifícation". 90% af þeim villum sem koma upp í prentsmiðjum og kosta mikla peninga ... yfir 90% eru vegna þess að letrið í samskiptum er ekki í lagi. Þetta er málið - Facta! Justification ... það er semsagt stýring á stafabili. Fyrir utan hugbúnaðinn sjálfan í forritunum er letur hugbúnaður sem hefur ákveðna hugsun og ákveðna uppbyggingu, ákveðna þætti, ákveðið ferli sem þarf að vera rétt. Því að ef það er ekki rétt þá er allt ónýtt. Þetta er bara þannig. H&J er mjög öflugt leturbreytingatæki ef maður vill í Quarkinum og því mjög Allflestir auglýsinga- teiknarar áttu í þá daga það sameigin- legt að þeir kunnu hvorki á klukku né dagatal. Þeir vissu t.d. aldrei að í hverri viku var ein helgi. skemmtilegt ef maður er eitthvað fyrir letur.... Það er auðvelt að vinna með QuarkXPress og það eru náttúrlega allt of margir að því. Þeir koma til með að halda áfram að vinna með QuarkXPress. Svo er eitt... ég fór aðeins í saumana á þessu í haust. Þá fór ég að spyrjast fyrir í prentmyndastofum og filmustofum sem keyra út og þar fékk ég þessar upplýsingar að yfír 90% vandamála tengdust letri - og þar fékk ég líka að heyra sjónarmið eins og „þeir vilja ekkert vera að kenna auglýsingateiknurum þessa hluti. Vegna þess að ef þeir læra þetta, þá missum við kannski frekar vinnuna. Svo það er allt í lagi að þetta haldi bara svona áfram því þá höldum við kannski vinnunni á meðan við erum að sérhæfast í því að laga það sem kemur frá auglýsingastofum." Þetta er náttúr- lega skrýtið sjónarmið. SÆMUNDUR ARNASON, formaður Félags bóka- gerðarmanna, prentari Þá voru prentgripir eingöngu hannaðir og unnir í prent- smiðjum. En þá fóru að koma fram á sjónarsviðið þessir útlærðu auglýsingateiknarar sem ég minntist á er unnu hugverk með teikningum sem síðan voru útfærð af lærðum prenturum. Tækniþróun hefur síðan fleygt fram jafnt og þétt og gert teiknurum fært að fullvinna hugverk sín og afhenda þau nánast fullbúin í tölvutæku formi til prentunar. Þá hafa prentsmiðjur einnig haslað sér völl í grafískri hönnun og sótt inn á markað auglýsinga- teiknara. Þama hafa óneit- anlega tvær starfsstéttir færst hvor nær annarri. Segja má að handverkið og hugverkið ... starfs- stéttir sem hafa ólíka menntun í grunninum, stefni nú saman að nýrri tækni í sama punkti, þ.e. tölvunni. Eigum við að slást innbyrðis um starf og starfsheiti? Segja hvert við annað: Þetta er mitt og þetta er þitt, láttu þetta kyrrt! Annars ...! Ég tel að í nútímanum sé það ekki í takt við raunveruleikann. Tæknin þekkir engin landamæri og eina vöm okkar í Félagi bókagerðarmanna er að mennta og símennta okkar fólk í nýrri tækni og að sjálfsögðu til að halda sem flestum þráðum og störfum innan okkar félags. Og ég skammast mín ekkert fyrir það að segja: Ég hvet félagsmenn mína til að sækja inn á hönnunarsviðið, afla sér kunnáttu og þekkingar til þess að halda velli í nútímanum. Sama emð þið að gera sem teiknuðuð með blýanti, notuðuð strokleður og lindarpenna. Þið emð að sækja inn á okkar markað, þið emð að sækja inn í okkar störf í gegnum þetta tæki, þetta undratæki sem þjónar öllum, umbroti og öllu slíku. Þama þýðir ekkert að vera tala um að þetta sé mitt og þetta sé þitt. Þetta er sameig- inlegt vinnslutæki og við verðum að sætta okkur við það að tvær starfs- stéttir sæki þama inn. Ef við getum menntað okkar fólk það mikið í hönnun að það geti sótt inn á þessi svið, þá er það af hinu góða. Ef þið auglýsingateiknarar og hönnuðir notið þetta tæki í ykkar vinnslu, þá emm við ekkert að fjandskapast út í það. Það hefur svolítið verið fjallað um samskipti prentsmiða og grafískra hönnuða og verið dregin upp frekar dökk mynd en það er eitt sem ég er ánægður með ... mjög ánægður, í samstarfx við grafíska hönnuði. Ég veit ekki hvað ég hef beðið marga klukkutíma með prentvél tilbúna og beðið eftir að teiknari kæmi og segði: „Þetta er í lagi; lit- urinn er góður, þetta er tilbúið." Ég er búinn að fá gífurlega marga aukavinnu- tíma út á það. • 12 ■ PRENTARINN

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.