Prentarinn - 01.04.1996, Qupperneq 11

Prentarinn - 01.04.1996, Qupperneq 11
FÉLAGSMÁL geturðu ekki reddað þessu?" Og maður svaraði alltaf: „Jú, jú, auðvitað, elsku vinur, maður reddar þessu.“ Síðan hófst kapp- hlaupið við tímann því að aug- lýsingin átti að vera komin niður á Mogga klukkan átta um kvöldið. Það var byijað á því að litgreina, mynda, skrapa, skeyta, redúsera, samkópíera, taka litaprufu og hringja heim, reyna að semja við konuna um að halda matnum heitum. Klukkan hálf átta var svo teiknarinn mættur í leigubíl og krómalínið tekið út. Ég ætla bara að segja að lokum að ég er fullviss um að nú eru breyttir tímar. Þið komið örugglega ekki á föstudögum inn í prentþjónustur klukkan fjögur með harða drifið undir hendinni vegna þess að aug- lýsingin komst ekki fyrir á 230 megabæta disklingnum ykkar við útkeyrslu verks sem á eftir að taka fjóra tíma að koma á filmu. Ef þið hafið munað eftir því að senda allar EPS skrámar og fontana með. Ein- hvem tíma í framtíðinni sé ég fyrir mér að hvorki verði til Félag bóka- gerðarmanna né Félag grafískra teiknara heldur eitthvað sem heitir bara Grafíska félagið og verði sam- félag teiknara og prentsmiða og betra samstarf takist með teiknurum og prentsmiðum. Ég óttast samt að svo verði ekki fyrr en á næstu öld. GUÐMUNDUR ODDUR MAGNÚSSON, deildarstjóri grafískrar hönnunar við MHÍ, teiknari FÍT Við vitum það að það verða allir ánægðir þegar þeir sjá fallegan prentgrip, fallegan, glæsilega hann- aðan, vel prentaðan, prentvillulaus- an, kúnninn ánægður, prentarinn ánægður, teiknarinn ánægður - svona viljum við hafa þetta. Hvað er þá þetta vesen í sambandi við forvinnuna, undirbúninginn fyrir prentunina sjálfa? Nú, mér finnst þegar maður skoðar þetta svolítið í sögulegu ljósi að það séu þrír stórir áfangar í sögu prentlistar sem varpa ljósi á þetta. Fyrsta stóra skrefið er Gutenberg með lausa letrið. Þar fer saman handverksmaður sem gerir allt sam- an sjálfur, hann raðar saman, hann þrykkir. Það em engir milliliðir. Það er sama persónan sem sér um allan ferilinn. Næsta stóra breydngin er þegar vélin verður til, þá er komið millistig. Höndin fylgir ekki verkinu alla leið. Þama byrjar fyrsta tilfellið. Tilfellið er fólgið f því að vélin vinnur eiginlega bara lárétt og lóð- rétt eða sérstaklega vann bara lárétt eða lóðrétt. Við náum smám saman valdi á vélinni þannig að menn verða meistarar á vélinni. En engu að síður, ennþá eru það mennimir sem vinna við vélamar, sem undir- búa prentstykkið sjálft. Þetta eru menn sem vinna í nánu sambandi ... í sama húsi, setjarar með gott auga sjá um útlitið. Ég held að margir átti sig kannski ekki á því að starfið grafískur hönn- uður er eiginlega ekki til í sögunni fyrr en svona í lok fímmta áratugar- ins og byrjun þess sjötta ... héma á Islandi kannski um miðjan þann sjöunda. Þetta gerist um leið og við fömm með alla undirbúningsvinn- una uppá ljósaborðið. Við fömm að lfma og klippa, raða saman. Til þess þurfti annars konar auga, annars konar handverk heldur en næmt auga setjarans. Til verður ákveðinn skóli í kringum þetta allt saman. Skólinn er skóli í því að æfa menn í formfræði, litafræði, prentferlinum sem slíkum og meðferð leturs. Þama verður til fyrirbærið sem Hjörtur var að lýsa áðan, maður með alla undir- búningsvinnuna sína í misjöfnu ástandi undir tímapressu samtímis því sem hraðinn var að aukast, pressan að aukast. Ennþá vom það menn í prentsmiðjunum sem sáu um umbrot tímarita, bóka og blaða. Síðan verður þriðja stóra byltingin í þessum iðnaði og það er tölvan. Þá versnaði nú í því vegna þess að þá „gátu allir“ farið að gera þetta. ÓLAFUR H. STEINGRÍMSSON, framkvæmdastjóri markaðssviðs Prentsmiðjunnar Odda - prentari s Eg held að tímapressa sé að fara rosalega illa með þennan iðnað. Vegna þess að öll þessi verkefni sem maður sér að fara úrskeiðis eru unn- in f mikilli tímapressu. Þetta er bara einhvem veginn þannig, þetta fag eða þessi uppsetning, að ef er verið að vinna þetta með einhverjum lát- um þá gleymist einn lítill hlutur og allt fer úr skorðum. Utkomutíminn verður að standast. „Ef þetta kemur ekki úr prentsmiðjunni þennan dag þá megið þið eiga þetta, þá er þetta ónýtt.“ Þetta er svona frasi sem við heyrum oft. Þetta er eitt af því sem ég held að sé nauðsynlegt að laga og er hægt að gera í góðri sátt því að ég hef rekið mig á það oftar en einu sinni og oftar en tvisvar ef verk er unnið í svona miklum látum að varla er tími til að vinna það. En ef eitthvað bregst, þá er alltaf tími til að vinna það aftur. Það er nú bara svo merkilegt. Mig langar til að koma aðeins inn á ábyrgðina sem hefur færst yfir á ykkur við það að fara að full- vinna verkefnin og skila þeim tilbún- um á diski, á filmum eða einhvem veginn öðm vísi. Þetta er meiri vinnsla en sú vinnsla sem Gísli minntist á að komin sé úr prentsmiðjunum yfir til ykkar. Ég lendi oft í því í mínu starfi að reyna að ná sáttum PRENTARINN ■ 1 1

x

Prentarinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.