Prentarinn - 01.04.1996, Side 15

Prentarinn - 01.04.1996, Side 15
▲ Stjórn OPÍ1953-54. <4 Prentarar og ojfsetprentarar hafa löngum eldað grátt silfuryftr tœknimálum og deilt um rétt iðnstéttanna til ýmissa verkþátta. félags og Offsetprentarafélags íslands hafa fyrir sitt leyti komið sér saman um að sveinar íprentun (pressumenn) beggja iðngreinanna skuli hafa rétt til að notfæra sér ákvæði 8. gr. II. kafla reglugerðar um iðnfræðslu frá 15. september 1967 á þann hátt að námstíminn skuli vera tvö ár.“ Samkomulag þetta var í gildi næstu misseri og góð samvinna var á milli félaganna. Héldu þau m.a. sameiginlegt námskeið í filmu- umbroti fyrir prentara ásamt Félagi íslenskra prentsmiðjueigenda og Iðnskólanum í Reykjavík. Leiðbein- endur á námskeiðunum voru Kolbeinn Grímsson og Valgeir Emilsson. Blaðaprent hf. var stofnað í apríl- mánuði árið 1970 af útgáfufélögum Alþýðublaðsins, Tímans, Vísis og Þjóðviljans. Fyrirtækið var stofnað með aukið hagræði í blaðaútgáfu í huga og hugðist kaupa fullkomin tæki til offsetprentunar sem ruddi sér til rúms í nágrannalöndunum. Stofnun Blaðaprents dró þann dilk á eftir sér að Hið íslenzka prentara- félag og Offsetprentarafélag fslands tóku að deila um filmuvinnu, eink- um umbrot bóka og blaða. Offset- prentarar töldu sig hafa yfirráðarétt yfir filmuumbrotinu þar sem þeir höfðu sinnt þeim verkþætti frá upphafí offsetprentunar hérlendis árið 1938. Prentarar vildu ekki una slíkum rökum og vísuðu til erlendra fyrirmynda í því sambandi. í kjölfar þess skrifuðu fulltrúar Offsetprent- arafélagsins til erlendra bræðra- félaga til að afla sér upplýsinga um tilhögun offsetprentunar og samninga við prentara. Málið var rætt lengi og var mönn- um á stundum heitt í hamsi. Um tíma drógust almennir kjarasamn- ingar vegna þessa máls. Hinn 1. september 1970 undirrituðu stjómir HÍP og OPÍ samning um gagnkvæman rétt til að sinna vissum verkþáttum innan prentiðnaðar. Byggðist hann á venju erlendra bókagerðarfélaga og alþjóðasam- bands þeirra. í niðurlagi samnings- ins er lýst þeirri skoðun stjóma félaganna að hagsmunum allra bókagerðarmanna sé best borgið með sameiningu allra bókagerðar- félaganna í eitt félag. Meistarar í offsetprentun voru afar ósáttir við þetta samkomulag og strax daginn eftir undirritun þess, 2. september, komu 10 meistarar saman til fundar á Hótel Esju og vom á einu máli um „að slíkt stórmál, sem breytingar á réttindum offsetprentara og samning um ívilnun til handa HÍP, beri að ræða á sameiginlegum fundi allra þeirra, er réttindi hafa í iðninni“. í framhaldi af því óskuðu þeir eftir fundi um málið með félagsmönnum OPÍ. Stjóm Offsetprentarafélagsins brá skjótt við og boðaði félagsfund hinn 3. september 1970. Ahrif meistara hafa verið mikil á fundinum því félagsmenn samþykktu að hafna samkomulagi stjóma OPI og HÍP. Jafnframt var samþykkt að tilnefna fjóra menn til samstarfs við stjóm félagsins um gerð nýs samkomulags milli félaganna. Málið var rætt frekar næstu mánuði án þess að nýtt samkomulag væri undirritað en það fékk farsælan endi með „Hvítu bókinni", en svo nefndist samningur milli Hins íslenzka prentarafélags og Offsetprentara- félagsins sem bundinn var í hvíta kápu. Samningurinn var undirritaður 11. maí 1971 og tekur á helstu ágreiningsmálum félaganna, svo sem varðandi setningu og úrvinnslu filmu og prentun. Offsetprentarar gengu fast eftir að samningurinn yrði haldinn og gættu réttar síns vel. Sæmundur Ámason, núverandi formaður Félags bókagerðarmanna, var m.a. stöðvaður af Jóhanni Frey Ásgeirssyni og Jóhanni Guðmunds- syni er hann var að vinna við offset- prentun án réttinda snemma á átt- unda áratugnum. Deilur prentara og offset- prentara um tæknina héldu áfram eftir stofnun Grafíska sveina- félagsins 1973 og segja má að tæknimálin og mörk milli iðngreina hafi verið ein helsta ástæðan fyrir sameiningu bókagerðarmanna í Félagi bókagerðarmanna 2. nóvember 1980. • Stofnun Blada- prents dró þann dilk á eftir sér að Hið íslenzka prentara- félag og Offset- prentara- félag íslands tóku að deiia um filmuvinnu, einkum umbrot bóka og blaða. PRENTARINN ■ 15

x

Prentarinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.