Prentarinn - 01.04.1996, Blaðsíða 4

Prentarinn - 01.04.1996, Blaðsíða 4
■ ■■ BÓKAGERÐARMENN Meistaraflokkur takmarkið Alberí Elísson er 24 ára Hafn- firðingur og er að lœra offset- prentun hjá Prentsmiðjunni Odda. Albert byrjaði ungur að spila golf og hefur náð góðum árangri þrátt fyrir að hafa hœtt um nokkurt skeið. PÁLL Þ. ÓLAFSSON Hvenœr byrjaðirþú að spila Albert? „Það var 1987 að ég fór og keypti mér fimm golfkylfur og byrjaði að rölta hér upp á völlinn í Hafnarfirði. Þá skildi enginn neitt í þessari dellu hjá mér því enginn nákominn mér spilar golf fyrir utan frændur mína tvo sem eru búsettir úti á landi. Kunningi minn byrjaði með mér og gafst fljótlega upp en ég þijóskaðist við og hélt áfram. Fljótlega fór maður að sjá einhverja framför og þá óx metnaðurinn. Síðan keypti ég mér alvöru golfsett og við pabbi fórum og skráðum mig í Keilis- klúbbinn hér í Hafnarfirði.“ Hvernig var aðstaða til œfinga þá? „Hún var ekki góð, hún var reyndar engin. 1. brautin var lokuð milli 3 og 4 á fimmtudögum og þá var hægt að æfa á henni. Einnig var pínulítil flöt sem hægt var að nota, annars var þetta ekki neitt. Það er annað en núna. jKHL Unglingastarf er mjög öflugt ' og öll aðstaða er hér til fyrirmyndar, enda sýnir það sig. Núna eru að koma upp margir geysilega sterkir kylfmgar sem eru að njóta góðs af þessu starfi.“ Völlurinn er sérlega glœsilegur hér íHafnarfirði... „Hann er mjög góður. A næsta ári verða opnaðar níu nýjar holur úti í hrauninu þannig að þessi völlur verður mjög kretjandi.“ Er kennslan þar eitthvað frábrugðin þeirri kennslu sem hinn almenni kylfingurfœr? „Já, hún er allt annars eðlis. Það er farið meira út í leikinn sjálfan, spila af skynsemi og þess háttar. Ég er að upplifa þennan leik allt öðruvísi." Ekki þurfa þeir að breyta hjá þér sveiflunni, erþað? ,Jú, þeir tóku hana og umtumuðu henni gjörsamlega! Ég hélt að ég væri kominn með þokkalega góða sveiflu þar sem ég er með 4,8 í forgjöf en það var nú ekki.“ Mér skilst að það sé nokkuð öflugur hópur golfara í Odda þar sem þú vinnur og mikið haldið af mótum með glœsilegum verðlaunum. „Já, við emm um 30, þar af þrír undir 10 í forgjöf. Við köllum þennan félagsskap Golfklúbb Odda. Mótin sem haldin em og verðlaunin sem þar em veitt má að öllu leyti þakka öflugu starfi Gríms Kolbeinssonar. Þetta er frábær hópur þar sem allir mæta í mótin og hafa gaman af.“ Hvernig er það Albert, hefur þú einhvem tíma fyrir önnur áhugamál? „Ég lærði á orgel og tók nokkur stig í tónfræði en hætti svo. Það vom reyndar mistök að hætta því en þú veist hvemig þetta er. Núna nýlega keypti ég mér gítar og gripabók og fór að stauta mig áfram og mér finnst það alveg ofsalega gaman. Það er líka mjög vinsælt þegar farið er í samkvæmi, þá er gítarinn alltaf hafður með.“ En svona að lokum, hvert er takmarkið hjá þér núna? „Ég ætla að vera í meistaraflokki á næsta ári á Landsmótinu sem haldið verður í Reykjavík, það er á hreinu!“ • En svo hcettirðu að spila? „Já, þegar ég kynntist konunni minni ‘90 þá hafði ég ekki tíma í þetta. Maður var kominn með bílpróf og svona, það var margt annað sem heillaði. Þá var ég með 12 í forgjöf. Ég sé nú svolítið eftir því að hafa hætt þama um tíma. Svo var það 1992 að ég gekk í klúbbinn aftur og fór að æfa aftur á fullu og það tók mig um tvö ár að komast aftur í það form sem ég hafði verið 1994 byijaði ég svo að taka þetta virkilega alvarlega. Þá var líka komin miklu betri aðstaða og ég kynntist spilafélögum á mínum aldri. Ég hafði nefnilega alltaf verið að spila með miklu eldri eða yngri kylfmgum. Það veitti mér mikinn stuðning að hafa einhvem til að spila við á svipuðum aldri. I fyrra og nú í ár hef ég farið á æfinga- svæðið á hverjum degi. Svo var það nú í ár að ég fékk að mæta á meistaraflokksæfingar. Klúbburinn er með sérstakan hóp sem er með um 5,5 í forgjöf og er að þjálfa menn úr honum til að yngja upp í meistaraflokknum. Það þarf nefnilega 4,4 til að komast í meistaraflokk þannig að það vantar bara herslumuninn að þessi hópur komist upp í meistaraflokk. Það hefur hjálpað mér mikið að mæta á æfingar hjá honum.“ 4 ■ PRENTARINN

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.