Prentarinn - 01.04.1996, Síða 5

Prentarinn - 01.04.1996, Síða 5
STARFSMANNAFÉLÖG Starfsmannafélag Svansprents a SFS var stofnað árið 1985 og hefur starfað linnulaust (að vísu miskröftuglega) síðan. Meginmarkmið félagsins er að auka tengsl og samskipti milli manna hjá fyrirtækinu og að sjálf- sögðu að sjá um ýmsar uppákomur sem efla félagsandann svo sem jólahlaðborð, leikhúsferðir, göngu- ferðir sem enda ávallt á grillveislu, helgarferðir að sumri, árshátíð sem reynt er að halda erlendis annað hvert ár og hvað eina sem félags- mönnum dettur í hug að gera til að lyfta starfs- og félagsandanum. SFS rekur sjoppu þar sem seldar eru samlokur, gos og sælgæti með hæfilegri okurálagningu, bara rétt til að geta fjármagnað starfsemi félassins. Svansprent tekur einnig þátt í kostnaði vegna árshátíðar, einnig hefur matsalur fyrirtækisins margsinnis verið notaður fyrir partý og ýmsar uppákomur. í SFS eru um 30 manns og stjóm þess skipa Sverrir Gíslason, Sigríður Ólafsdóttir og Ingólfur Gíslason. • PRENTARINN ■ 5

x

Prentarinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.