Prentarinn - 01.04.1996, Side 6

Prentarinn - 01.04.1996, Side 6
■ ■■ MENNTAMÁL slendingar nema í London Við London College of Printing and Distributive Trade, eins og skólinn heitir fullu nafni, stunda nú um 9.000 nemendur nám. Þeir eru á öllum aldri og víðsvegar að úr heiminum. Innan skólans eru t.d. viðskipta-, fjölmiðla-, hönnunar- og prentdeild. Prentdeildin býðuruppánám íprent- og útgáfugeiranum á öllum stigum, alveg frá nokkurra vikna námskeiðum, eins árs og tveggja ára námi, sem gefa af sér „diploma“, til BA náms og Master náms. 1.200 nemar eru í prentdeildinni. Skólinn er almennt talinn mjög góður og nýtur virðingar í prentiðnaðinum og atvinnulífinu í Bretlandi. GEORG PÁLL SKÚLASON Um þessar mundir stunda tveir félagar FBM nám við skólann og lék Prentaranum forvitni á að vita hvað þeir væru að læra og hvemig þeim líkaði dvölin. Heimir Garðarsson er 32 ára prent- smiður og hefur unnið undanfarin ár í Prentsmiðjunni Odda, hann ákvað að fara í framhaldsnám til Englands á síðasta ári og fékk inngöngu á annað ár í B A nám við London College of Printing. Birgir Jónsson er 23 ára nýútskrifaður prentari, lærði í Prent- smiðjunni Odda og ákvað að fara beina leið í framhaldsnám. P: Hvers vegna völduð þið London College ofPrinting and Distributive Trade? H: Ég skoðaði bæklinga frá mörgum skólum í öðrum löndum í Evrópu og Bandaríkjunum. Ég var sérstaklega að leita að BA námi í stjómun og tækni. Eftir ítarlega at- hugun ákvað ég að sækja um þennan skóla. B: Ég fékk upplýsingar hjá Prent- tæknistofnun og las bókina Printing Management eftir Derek Porter og fékk þannig áhuga á þessu. Vissu- lega vegur þungt að hafa BA gráðu í framhaldið ef lengra nám verður á dagskrá. Þetta var vissulega erfið ákvörðun því að þetta er margfalt dýrari skóli en flestir aðrir nema kannski í Bandaríkjunum. P: Hvernig gengur að fjármagna námið? H: Skólagjöld eru mjög há eða u.þ.b. 5.950 pund á ári (um 620.000 ísl.). Til þess að kljúfa þetta nota ég peninga sem ég hef lagt til hliðar undanfarin ár. Styrkur- inn sem Fræðslusjóður veitir er líka afar mikilvægur í heildardæminu og er u.þ.b. 'h af skólagjöldum. Til þess að lifa fæ ég námslán sem duga til að framfleyta fjölskyldunni. B: Styrkurinn hjá félaginu er góður til að kljúfa þennan kostnað og mikilvægt að það komi fram. Þetta sýnir að iðnaðurinn sér hag í því að félagar mennti sig meira í greininni. P: Hvað eruð þið að lœra? H/B: íslenska heitið á náminu er „prentrekstrarfræði" (Printing Management). Þetta er mjög ítarlegt nám og farið mjög djúpt í hlutina. Lögð er áhersla á bæði stjómunar- og tæknihliðina, t.d. lita- og ljósfræði, pappírsfræði, tölvufræði, F.v. Heimir Garðarsson, Derek Porter, deildarstjóri prentdeildar og Birgir Jónsson. samskiptatækni, framleiðslustjóm- un, tilboðsgerð, lögfræði, markaðs- fræði, fjármál, stjómun og gæða- stjómun. Á fyrsta ári eru fög sam- eiginleg með útgáfudeild. Á öðm ári em sum fög sameiginleg og á þriðja ári er prenthlutinn algjörlega aðskilinn útgáfudeildinni. Á síðasta árinu er fag sem tekur á þróuninni í prent- og útgáfuiðnaðinum í fram- tíðinni (reynt að spá í hvert stefnir). Heimsóknir í fyrirtæki em fastur liður og í flestum tilfellum forvitni- legar og skemmtilegar. Gestafyrir- lestrar eru tíðir, en þá koma sérfræð- ingar úr atvinnulífinu og frá rann- sóknarstofnunum (t.d. PIRA) í heim- sókn og em þeir fremstu á sínu sviði. H: Á öðra ári er skrifuð stór ritgerð um sjálfvalið efni. Ég skrifaði um hi-fi prentun. A þriðja ári síðan lokaritgerð sem unnið er í alla síðustu önnina og mín ritgerð fjallar um stafræna prentun. B: Ég er rétt að ljúka fyrstu önn. P: Hvað œtlið þið að gera að námi loknu? H: Hugmyndin er að reyna fá vinnu úti í eitt ár eftir námið og fá reynslu. Skólinn reynir að aðstoða brautskráningamemendur við að fá vinnu í framhaldi af náminu. Síðan reikna ég með að flytja heim. B: Fá reynslu og vinna hér í 1-2 ár og koma heim ef eitthvað freistar. Þegar ég kom út reiknaði ég ekki með að flytja til íslands í bráð en það viðhorf hefur breyst eilítið. P: Mælið þið með skólanum? B: Alveg hiklaust. Sjóndeildar- hringurinn víkkar gríðarlega og ný sýn opnast á möguleikana, sem búa í prent- og útgáfuiðnaðinum. Kennar- amir em mjög góðir og hafa mikla þekkingu á faginu. H: Já, ég mæli með skólanum. Það er gríðarlega mikill munur að komast í allar þær upplýsingar sem em hér og alveg synd að ekki skuli vera meira flæði af upplýsingum heima um hvað er að gerast í faginu. Prentarinn þakkar fyrir ánægju- legt spjall og óskar ykkur góðs gengis í framtíðinni. • 6 ■ PRENTARINN

x

Prentarinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.