Prentarinn - 01.04.1996, Blaðsíða 7

Prentarinn - 01.04.1996, Blaðsíða 7
FÉLAGSMÁL EKKERT er samt og áður.. Það „henti“ mig nú síðsumars, hálffertuga manneskjuna, að ala bam. Þetta hafði náttúrlega sinn aðdraganda, meðgöngu, sem ég leit á sem einskonar undirbúningstíma, svona að venjast tilhugsuninni. Mér var að sjálfsögðu ljóst að þetta myndi breyta ýmsu, en sem betur fer gerði ég mér enga grein fyrir að allt mitt líf myndi taka slíka kollsteypu, - ekkert er samt og áður. Ég hef verið á vinnumarkaði meira og minna frá fermingu, lengst af á svokölluðum karlavinnustöðum og þegar ég lít til baka sé ég að þekking mín á viðbrögðum við væntanlegri fjölgun mannkynsins hefur verið heldur einsleit. Góðlátleg glott, klapp á öxlina, boðnir vindlar eða kíkt á pöbbinn tii að renna niður kollu eða tveim er ekki ' é sá veruleiki sem blasir við verðandi móður. Spuming- ar eins og hvenær ferðu í fæðingarorlof?; ætlar þú að vera í fullu starfi áfram? og hvenær getur þú byrjað aftur? dynja á og skilaboðin em ljós, þú ert að baka vandræði. Konur em ótryggir starfsmenn, þær bara hverfa úr vinnunni og svo em allar fjarvistimar vegna veikinda bamanna, ekki nokkur leið að stóla á svona starfskraft. Ég vissi að fæðingarorlof er sex mánuðir, gerði mér hinsvegar ekki nokkra grein fyrir að mér væri ætlað að lifa af rúmum sextíu þúsundum á mánuði. Hafði verið haldin þeim ranghugmyndum að fyrirtækin greiddu mismun launa og styrks frá Tryggingastofnun, en það á víst ekki við á fijálsum vinnumarkaði. Maður þarf að vera ríkis-, banka-, borgar- starfsmaður eða t.d. blaðamaður til að hafa slfk réttindi, en svo lengi lærir sem lifir. Þó vaknar sú spuming, hvers vegna konur em eins óvinsæll starfskraftur og raun ber vitni úr því kona í fæðingar- orlofi hverfur hvort sem er af launaskrá. Ég hef alltaf haft áhuga á jafnrétt- ismálum, þó verður að viðurkenna að mæðrahyggja og kvennasnakk um bleyjuskipti, brjóstagjafir, kvef og mislinga hafa ekki vakið sérlegan áhuga minn hingað til. En nú brosa gamlar vinkonur kankvísar út í annað meðan þær miðla mér af þekkingu sinni varðandi umönnun ungbama, sú þekking er nefnilega alls ekki meðfædd. Minn skilningur á jafnrétti er sá að allar manneskjur eigi að hafa sömu möguleika í lífinu. Það er óviðunandi að fólk sé misverðmætt eftir því af hvom kyninu það er. Samkvæmt lögum og kjarasamningum er ekki um neitt misrétti að ræða, en blákaldar stað- reyndir bera vott um annað. Við búum við misrétti sem ekki verður útskýrt með öðm en kynjamun. Það þykir sjálfsagt og eðlilegt að bam fái að njóta móður sinnar á fyrstu mánuðum ævinnar. Mikilvægi brjóstagjafarinnar fyrir þroska bamsins er óumdeilt. En það getur ekki verið síður mikilvægt fyrir bamið að fá að mynda tengsl við föður sinn. Auk þess sem umönnun bams hlýtur að hafa mikil áhrif á viðhorf pabbans til uppeldis og starfa sem vinnast á heimilunum. Það er afar sjaldgæft og heyrir til undantekninga að karlar taki fæðingarorlof, enda er réttur þeirra takmarkaður og afleiddur af rétt móður. Önnur veigameiri ástæða er þó sú að karlar hafa að jafnaði hærri laun en konur og því verður tekjumissir heimilisins meiri ef karlinn leggur niður störf. Niðurstöður nýrra kannana, sem skrifstofa jafnréttismála hefir látið vinna, benda til að viðhorfsbreyting- ar hafi átt sér stað í þjóðfélaginu. 98% Islendinga telja að konur og karlar eigi að hafa sömu atvinnutækifæri og karlar (sérstaklega þeir yngri) vilja axla frekari ábyrgð á heimilunum. Svo nú er lag, jöfn- um launamun kynjanna; tryggjum körlum sjálf- stæðan rétt til fæðingarorlofs; styttum vinnutím- ann (tilskipun ESB) og lögum ástand í dag- vistar- og skólamálum. A tyllidögum tölum við gjaman um framtíð lands og þjóðar. Er ekki skelfilegt til þess að hugsa að eitthvert stærsta kraftaverk lífsins, það að ala bam í þennan heim, geti virkað eins og líffræðileg fötlun fyrir konu sem gjaman vill vinna að starfsframa og farsæld á vinnumarkaði? Er það staðreynd sem við sættum okkur við? Það em bömin sem munu erfa landið og í þeim er framtíð þjóðar- innar falin, gætum þess á hvaða gildismati og viðhorfum við ölum þau. Það er kaldhæðnislegt, en í ljósi alls sem er, þá fannst mér ömggara að eignast strák. • MARGRÉT FRIÐRIKSDÓTTIR PRENTARINN ■ 7

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.