Prentarinn - 01.02.1998, Page 23

Prentarinn - 01.02.1998, Page 23
BOKAGERÐARMENN bandsverkfæri og efni frá Páli Sveinssyni í Kaupmannahöfn og var hann síðan við bókband á vetrum. Hafði hann þá ekki átt við bókband í rúmlega átta ár. Sigfús var mjög mikilvirkur ljós- myndari, að frátöldum viðskipta- árunum við Noreg, og tók mikið af útimyndum, landslagi sem heillaði hann og myndir úr þorpum og borg- inni, ásamt mannamyndum. Daníel Daníelsson hóf ljósmynda- og bókbandsnám hjá Sigfúsi í nóv. 1881, en síðari kona Sigfúsar var hálfsystir Daníels. Vann Daníel á myndastofunni til 1909 og sá um alla ljósmyndun er tímar liðu. 1876 gerðist Sigfús umboðsmaður hér á landi fyrir Allan-Línuna, sem flutti Vesturfara héðan til Ameríku. Hann var að heita mátti einvaldur um Vesturheimsferðirnar, þó Beaver-Línan keppti í nokkur ár við Allan-Línuna um ferðirnar, en Sigmundur prentari Guðmundsson var umboðsmaður fyrir þá Línu. Var Sigfúsi fundið það til foráttu af mörgum að hjálpa fólki að yfirgefa landið, en hann stuðlaði aldrei að því og gerði sitt til að bæta meðferð á Vesturförum. 3. maí 1887 keyptu Sigfús og Sig- urður Jónsson jámsmiður, prent- smiðju þá er Sigmundur Guðmunds- son átti og starfrækti á Skólavörðu- stíg. Var kaupverðið 7000 kr. og var prentsmiðjan áfram á Skólavörðu- stígnum þar til í desember er hún var flutt í hús Sigfúsar í Lækjargötu og var þar á neðri hæð hússins. í september árið eftir keypti Sigfús hlut Sigurðar en seldi síðan prent- smiðjuna aftur þann 1. maí 1890 Halldóri Þórðarsyni bókbindara og nokkrum fleirum og fékk hún þá nafnið Félagsprentsmiðjan. 1 júlí var hún flutt á Laugaveg 4, þar sem hún var til 1917 og keypti þá Ársæll Ámason húsnæðið fyrir bókaverslun og bókbandsvinnustofu. Sigfús hóf bókaútgáfu árið 1886. Lagði hann einkum stund á að gefa út vandaðar bækur sem hefðu bók- menntalegt gildi og fræðibækur fyrir almenning. Hann hóf t.d. útgáfu á bókaflokki er hann nefndi „Sjálf- fræðarann“ og fékk nokkra af bestu mönnum þjóðarinnar til að rita bæk- umar. Hann gaf út nýja útgáfu sálma- bókarinnar 1886. Hafði Kristján Ó. Þorgrímsson reynt að fá forlagsrétt- inn en ekki tekist. Síðan glapaðist Kristján til, er Einar prentari Þórðar- son flosnaði upp, að kaupa af hon- um við litlu verði talsvert af göml- um sálmabókum, innbundnum í Kaupmannahöfn. Þegar innleiðsla nýju sálmabókar- innar var tekin fyrir á safnaðarfundi í Reykjavík, hafði Kristján þegar gert sem hann gat til að smala at- kvæðum gegn innleiðslu bókarinnar, enda sá hann fram á að sitja uppi með sfnar bækur. Nýja sálmabókin var seld í ýmiskonar bandi, eða á allt að sjö mismunandi verði. Hafa bindin verið skreytt í hinni nýju gyllingarvél Sigfúsar, hinni fyrstu á landinu, sem hann fékk um veturinn 1884-85. Auk þess að selja forlagsbækur sínar í bandi, gátu viðskiptavinirnir fengið þær í materíu og tilbúin bind- in. Sá þá kaupandinn sjálfur um að sauma bókina og skera og ganga frá henni í bindinu. Ekki er vitað hvenær bókbandið lagðist niður hjá Sigfúsi, en það var starfrækt fram yfir aldamótin. En síðlaárs 1915 stofnaði bókaverslun Sigfúsar Eymunds- sonar, eða þáverandi eigandi hennar og Brynjólfur bókbind- ari Magnússon, nýja bókbandsvinnustofu í Gutenbergshúsinu í Þingholtsstræti 6 og kannski var það upp úr leifum vinnustofu Sigfúsar. Sigfús var um langt skeið einn af mestu nytsemdar- og sæmdarmönnum Reykjavíkur. Hann var dugnaðarmaður mikill, hjálpsamur mjög og sannur drengskaparmaður. í stjómmálum átti hann mikinn þátt á síðari ámm sínum og var í miðstjórn Heima- stjómarflokksins. Hann var maður í hærra lagi, fremur grannur, bjartur á hár og glaðlyndur. Hann lést 20. október 1911. Á bóksveigsborða, er prentsmiðj- an Gutenberg lagði á gröf hans, var þetta letrað: „Blessuð sé hans minning! Blessuð af vinum mannásta, mannkosta, mennta og snilli. Rauntrygga, ráðholla rausnarmenni, Eymundsson, þökk fyrír ástúð og samhug. “ s? ií&' ^nátnskeiá! TöJ * Y K6 sy Photoshop QuarkXPress FreeHand Macintosh Director Heimasíðugerð Margmiðlun Internet Litprentun Bókband og margt fleira. HringiS og biðjiS um námskeiöaskrá Vlrí- t V m Prenttæknistofnun http:/ / www.apple.is/ prent/ Sími 562 0720 PRENTARINN ■ 23

x

Prentarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.