Prentarinn - 01.03.2000, Side 3
VILJIIM VIB
Leiðari
Þá er komið að aðalfundi í Félagi
bókagerðarmanna. Hjá okkur er
aðalfundurinn sá fundur sem mest
vægi hefur þegar til ákvarðana-
töku kemur. Þar eru teknar
ákvarðanir um uppbyggingu
félagsins og á aðalfundi eru tekn-
ar ákvarðanir um lagabreytingar.
Allt frá stofnun félagsins 1980
hefur FBM staðið utan heildar-
samtaka launafólks, sem hefur
þýtt að við höfum staðið einir í
kjarabaráttu án samstarfs við
önnur verkalýðsfélög.
Ætlum við að hafa það þannig
áfram eða viljum við gera
breytingu á því? A sínum tíma
höfnuðu félagsmenn aðild að
Alþýðusambandi Islands í alls-
herjaratkvæðagreiðslu, en síðan
hefur mikið vatn runnið til sjávar
og ekkert er eilíft. A undanföm-
um ámm hefur mörgum félags-
mönnum og þeim er starfa í
stjóm og trúnaðarráði verið það æ
ljósara að það hefur skaðað
félagsmenn og félagið að standa
utan heildarsamtaka. Berlega er
ljóst við hverja samninga að rödd
FBM heyrist hvergi innan
hreyfingarinnar, þar sem við
emm ekki aðilar að samstarfi
innan ASI. Augljóst er að sá sem
ekki vill starfa með öðmm getur
Jakob
Ég Ueröi aö petiingar yxu
ekki á trjánum, en þeir
yxu af vintiu. Nú leera
tnenit aö þeir vaxi í
veröbréfum. Hvaö er rétt?
Spyr sá settt ekki veit.
AHRIF?
ekki ætlast til að sá hinn sami
taki tillit til okkar óska. Það hefur
skaðað okkar hagsmuni meir og
meir að standa utan ASÍ. Því
verður nú á aðalfundinum lögð
fram tillaga um að FBM sæki um
aðild að ASÍ og láti á það reyna
hvort félagið fær inngöngu.
Núverandi lög ASI segja að
ekkert félag sem stendur utan
landssambanda fái inngöngu, en
við látum á það reyna hvort FBM
verði samþykkt.
Kjarasamningur okkar rann út
31. mars og á undanfömum
vikum hafa verið viðræður við
atvinnurekendur um nýjan kjara-
samning. Þegar þessi pistill er
skrifaður hafa verið nokkrir
samningafundir er sáralitlu hafa
skilað, því svörin hafa verið í
hefðbundnum stíl, nei, þetta má
athuga, skoða nánar, eða í þessari
sérkröfu felst kostnaðarauki sem
við treystum okkur ekki til að
verða við. Meginkrafa félagsins
er að kauptaxtar verði færðir að
greiddu kaupi samkvæmt síðustu
kjarakönnun ásamt 8% gmnn-
kaupshækkun, starfsaldurshækk-
anir, hækkun á vaktaálagi og
ákvæðið um heimild til að taka
upp 7 daga vaktir verði fellt út.
Einnig fleiri orlofsdaga, framlag í
séreignasjóði lífeyrissjóða,
heimild til að taka aukavinnu út
sem lfí og fleira. Kaupkrafan er
byggð á kjarakönnunum og má
því segja að með henni sé ekki
verið að hækka kaup heldur
viðurkenna raunlaun inn í kaup-
taxta og viðurkenna staðreyndir.
Mörg prentiðnaðarfyrirtæki em
farin að vinna eftir alþjóðlegum
stöðlum og samfara því hafa
kröfur um hæfni og þekkingu
aukist. Starfsfólk hefur mætt
þessu með því að endurmennta
sig jafnt og þétt. Þetta hefur
skilað fyrirtækjunum auknum
hagnaði, en félagsmenn hafa ekki
fengið sanngjaman hlut í þeim
hagnaði. Mjög mikilvægt er að
hverjum félagsmanni sé ljóst að
enginn árangur næst í kjara-
samningum nema með samstöðu
félagsmanna.
Mars 2000. SÁ
Helga Hobbs, ekkja Hafsteins Guðmundssonar, setjara og prentsmiðju-
stjóra, fœrði safninu að gjöf, sk\>. ósk Hafsteins, allt fagbókasafn hans,
alls um 60 bindi. Margar afþessum bókum eru sígild verk, sem munu
nýtast safninu vel íframtíðinni. Sœmundur Ámason t.h. veitti gjöfinni
viðtöku ífélagsheimili FBM.
PRENTARINN ■ 3
prentnrinn
■ MÁLGAGN FÉLAGS BÓKAGERÐARMANNA
Ritnefnd Prentarans:
Georg Páll Skúlason,
ritstjóri og ábyrgðarmaður.
Jakob Viðar Guðmundsson,
Kristín Helgadóttir,
Sævar Hólm Pétursson,
Þorkell S. Hilmarsson.
Ábendingar og óskir
lesenda um efni í blaðið
eru vel þegnar.
Leturgerðir ■
Prentaranum eru:
Helvitíca Ultra Compness,
Stone, Times, Garamond o.fl
Blaðið er prentað á 135 g
Ikonofix silk.
Prentvinnsla:
Filmuútkeyrsla: Engin.
Prentvél: Heidelberg
Quickmaster Dl 46-4
4ra lita.
Svansprent ehf.
Forsíðan
Jón Þór Guðmundsson prentsmið-
ur í Prentmet er hönnuður forsíð-
unnar Blý. Hún lýsir gamla tíman-
um eins og hann sér hann fyrir sér
og fossinn í bakgrunninum lýsir
því hve tímarnir hafa þróast með
gríðarlegum hraða. Einnig ergólfið
óendanlegt og táknar það að enn
eigum við eftir að fara ótroðnar
slóðir um framtíðina sem engan
enda tekur. Textinn táknar blýið.