Prentarinn - 01.03.2000, Side 7

Prentarinn - 01.03.2000, Side 7
Límmiðaprentun Árið 1999 var viðburðaríkt ár hjá Miðaprentun. Við fórum á prent- sýningu í Birmingham 1998 til að kynna okkur nýjungar á sviði prentunar almennt, og sérstaklega til að skoða límmiðaprentvél sem kom til greina að kaupa. Vélin var mæld og skoðuð gaumgæfi- lega og kom þá í ljós að húsnæði fyrirtækisins var ekki nógu stórt. Vélin í heild er 15 metrar, og í viðbót þurfti að minnsta kosti 5 metra. En vélin var keypt! í janúar 1999 var þessi vél, sem er ein af bestu vélum í lím- miðaprentun í heiminum, sett af stað. Hún er af gerðinni Nilpeter B-280, og um er að ræða sex-lita UV-vél, með lökkun, flat- og hverfiprentunarstönsun. Hún er að sjálfsögðu með sjálfvirkri inn- stillingu á öllum prentstöðvum, þ.e.a.s lita-, lakk- og stansastöðv- um. Hámarksafköst vélarinnar eru ca. 120 metrar á mínútu, í allt að sex litum, auk lökkunar. Hægt er að stansa strenginn í fjórum stöðvum í einu, hvort sem er í undir- eða yfirborðann. Vélin býður upp á afrafmögn- un á plastefni, örkun, tölvugötun, viðsnúning til að prenta á undir- borðann ef þarf, og sérstaka spamaðaraðferð, sem gerir henni kleift að nota í hverju tilfelli minnsm breidd á streng, til að sem minnst af pappír fari til spill- is. Vélin er mjög fljótleg og þægi- leg í innstillingu, sem einnig sparar pappír. Fínasti línurasti sem við höfum prentað til þessa er 150 lfnur á tommu og skilaði hún því ntjög vel af sér. Enn- fremur er hægt að bæta við fólíu- verki, silkiprentunarstöð og vid- eoskermi til að fylgjast með prentun vegna mikils hraða og áætlað er að bæta því á vélina innan skamms. Vélin var keypt og sett upp í nýju húsnæði að Vagnhöfða 7.1 upphafi var vélinni komið fyrir við endann á blaðaprentvél í eigu Odda, sem var þar fyrir, og byrj- að að prenta. Þama möluðu þær saman í nokkrar vikur þar til blaðaprentvélin var fjarlægð úr húsnæðinu og send á vit ævintýr- anna í annað ónefnt land úti í heimi. Þá tók við heljarmikil vinna við að undirbúa húsnæðið og flytja fyrirtækið af Höfðabakka á Vagnhöfða. I leiðinni var ákveðið að stækka filmudeild með filmu- útkeyrsluvél sem við höfðum ekki áður, og nýjum tölvubúnaði. Vélakosturinn sem fluttur var vom tvær fjögurra lita prentvélar og ein fjögurra lita með gylling- arfólíu. Einnig frágangsvélar fyrir pökkun, og að sjálfsögðu skrif- stofur og lager. Allar þessar vélar em í notkun í dag. Starfsfólk Miðaprentunar vann markvisst að því að gera húsnæð- ið hlýlegt og skemmtilegt, lagði nótt við dag og á heiður skilinn fyrir dugnað sinn við þetta erfiða verkefni. Geta má þess, að fram- leiðsla stöðvaðist ekki einn dag af völdum flutninganna. Starfsfólk og fyrirtæki hafa lagt sig fram við að þjóna við- skiptavinum sínum af mikilli alúð, og hafa fengið orð fyrir fljóta, góða og vandaða þjónustu. Nú er fyrirtækið á hraðri upp- leið á sínu sviði, með góðar hug- myndir og öfiugt starfsfólk. Starfsfólk Miðaprentunar ehf. hefur með sér starfsmannafélag, þó ekki sé það fjölmennt. Félagið nefnist Gleðigjafinn, og starfsemi þess er með hefðbundnu sniði, árlegar árshátíðir og leikhúsferð- ir. Einnig kemur fólk saman til að gleðjast af margvíslegu öðm til- efni. Nokkrir starfsmanna hafa fjalla- og jöklaferðir að áhuga- máli, og hafa farið saman margar slíkar ferðir. PRENTARINN ■ 7

x

Prentarinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.