Prentarinn - 01.03.2000, Blaðsíða 6

Prentarinn - 01.03.2000, Blaðsíða 6
VISTVÆN PRENTSMIDJA jakob Viðar Cuðmundsson NORRÆNA UMHVERFIS- MERKIÐ FYRST ÍSLENSKRA PRENT- SMIÐJA Þann 17. febrúar s.l. veitti stjóm umhverfismerkjaráðs prentsmiðj- unni GuðjónÓ norræna umhverf- ismerkið, fyrstri íslenskra prent- smiðja, og afhenti Siv Friðleifs- dóttir umhverfisráðherra stjóm- endum hennar viðurkenningar- skjal af því tilefni. Svanurinn, en svo nefnist hið norræna unthverf- ismerki veitir þeim rétt til að merkja allar vömr sínar með þessu merki. Lúðrasveitin Svanurinn kyrjaði á tröppum prentsmiðjunnar í 9 gráða frosti í tilefni dagsins. Siv Friðleifsdóttir umhveifisráðherra afhendir eigendum GuðjónÓ skírteinið, f.v. Þórleifur V. Friðriksson, Sigurður Þorláksson og Ólafur Stolzenwald. En hvað þýðir þetta? Markmið norræna umhverfismerkisins er að veita neytendum leiðsögn við val á vömm og þjónustu, sem skapa minnsta hættu fyrir umhverfið, úr því mikla úrvali sem er á mark- aðnum, og hvetja til vömþróunar er byggist á umhverfisvemd. A fyrirtækin em settar miklar kröfur og í þessu tilfelli, þar sem um prentsmiðju er að ræða, vom sett- ar fram kröfur um losun á þung- málmum við filmu- og prentfram- leiðslu. Strangar reglur em settar varðandi notkun á prentlitum og hreinsiefnum þ.e. þau mega ekki innihalda rokgjöm leysiefni né þungmálma. Einnig er sett tak- mörkun á notkun leysiefna og önnur hjálparefni við framleiðslu prentaðrar vöm. Allan úrgang sem myndast við framleiðslu prentaðrar vöm þarf að flokka og koma í endurvinnslu eða rétta leið fyrir förgun. Prentsmiðjan þarf að halda nákvæmt bókhald yfir alla þætti sem notaðir em í prentferl- inum, bæði innkaup á hráefnum, notkun á orku og vatni og öllum úrgangsefnum sem prentsmiðjan sendir frá sér. Hlutfallið milli úr- gangsefna og framleiðslu vömnn- ar verður einnig að vera innan ákveðinna marka og prentsmiðj- unni ber að minnka það hlutfall af úrgangsefnum sem fer til förgun- ar. Að sögn Ólafs Stolzenwald prentsmiðjustjóra hjá GuðjónÓ þá voru stærstu þættimir hjá þeim að hreinsa út öll jarðolíuefni, þannig að nú em eingöngu notuð hjá þeim jurtafarvar og jurtahreinsi- efni og allur pappír sem þeir nota er svansmerktur sem þýðir að hann er framleiddur undir sér- stökum staðli þar sem klórmagn í honum er í algjöru lágmarki og myllumar sem hann framleiða verða að planta þremur til fimm trjám fyrir hvert eitt sem þær fella. „Einnig má nefna að allt okkar efni má endurvinna eða því má eyða á vistvænan hátt. Þessu er fylgt eftir með nákvæmri skýrslugerð um hvað fer frá okk- ur og hvað kemur inn í hús. Við þurfum að gera grein fyrir spilli- efnunum, öllu því sorpi sem við látum frá okkur. Við þurfum að grein fyrir hvað við notum mikið alkohol, hreinsiefni, og jurtaolíur. Það er tekið á öllum þáttum og má segja að það sé búið að nafla- skoða hvert einasta atriði. Þessi skýrslugerð gefur okkur yfirsýn yfir efnin og við reynum að minnka óæskileg efni eins mikið og hægt er. Hollustuvemd ríkisins hefur aðgang að þessum skýrslum hvenær sem er. Síðast en ekki síst má geta um viðhorf starfsfólksins, en það sýndi þessu mikinn áhuga og skilning enda þess hagur, miklu betra andrúmsloft, bæði andlega og líkamlega og eins er, að þegar fólk fer að pæla alvar- lega í umhverfismálum þá fer það að líta á það sem borgaralega skyldu sína að ganga vel um um- hverfið," sagði Ólafur að lokum. Það er vissulega ástæða til að óska stjóm og starfsmönnum GuðjónsÓ til hamingju með þennan merka áfanga. Þeir eru komnir í fremstu röð í umhverfis- málum hér á landi. I ljósi þess að umræða og aðgerðir í umhverfis- málum aukast sífellt þá mun Prentarinn fylgjast með og fjalla um og vonandi verða þær greinar sem flestar. 6 ■ PRENTARINN

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.