Prentarinn - 01.03.2000, Page 12
40.000 kr. I bókband fóru bæk-
umar „Dómar Félagsdóms“
1939-1992 og voru þær bundnar í
sex bækur. Seinni hluta ársins
varð nokkurt hlé á skráningu
bóka, en haldið var áfram að
safna prentsmiðjublöðum og hef-
ur nú tekist að ná saman öllum
Eddupóstinum, en ljósrita varð
nokkur blöð sem fágætust em.
Ottó R. Guðlaugsson færði safn-
inu að gjöf „Kærleiksheimilið“,
allt sem út kom, en það var starfs-
mannablað Blaðaprents
1973-1982. Helga Hobbs, ekkja
Hafsteins Guðmundssonar, setjara
og prentsmiðjustjóra, færði safn-
inu að gjöf, skv. ósk Hafsteins,
allt fagbókasafn hans, alls um 60
bindi. Margar af þessum bókum
em sígild verk, sem munu nýtast
safninu vel í framtíðinni. Nokkrir
félagar hafa fært safninu ýmis
prentsmiðjublöð, ljósmyndir frá
Félagsprentsmiðjunni, eldri eintök
af Prentaranum, bæklinga, kaup-
taxta, auglýsingar og margt fleira
sem félagið hefur sent út í gegn-
um árin og kunnum við þeim
bestu þakkir fyrir, því allt eru
þetta ómetanleg gögn um sögu fé-
lagsins. Gott væri ef einhverjir
lumuðu ennþá á gömlum blöðum
og öðm sem varðar sögu okkar
og kæmu þeim til nefndarinnar
eða skrifstofu félagsins.
Sjúkrasjóður bókagerðarmanna REKSTRARREIKNINGUR ÁRSINS1999
Skýr. 1999 1998
Rekstrartckjur:
Iðgjöld 20.830.153 19.995.956
20.830.153 19.995.956
Rckstrargjöld :
Sjúkradagpeningar og styrkir 19 14.389.255 14.379.473
Skrifstofukostnaður 4,20 4.554.018 4.174.148
Húsnæðiskostnaður 18 1.524.466 1.031.332
Afskriftir 2,10 63.978 60.579
20.531.717 19.645.532
298.436 350.424
Fjármunatekjur og (fjármagnsgjöld):
Vaxtatekjur og verðbætur 3,23 8.130.791 5.795.535
Vaxtagjöld og verðbætur (16.944) (21.626)
Reiknuð gjöld vegna verðlagsbreytinga 2 (5.639.715) (1.195.272)
Fjármunatekjur og (fjármagnsgjöld) 2.474.132 4.578.637
Hagnaður ársins 2.772.568 4.929.061
STARFSGREINARÁÐ
UPPLÝSINGA- OG
FJÖLMIÐLAGREINA
Áhersla í starfi Starfsgreina-
ráðsins á þessu tímabili hefur ver-
ið á undirbúningi og vinnu við
nýja námskrá í upplýsinga- og
fjölmiðlagreinum. Unnið var að
ramma um skipulag námsins frá
því haustið 1998. Gott samkomu-
lag tókst í Starfsgreinaráðinu um
skipulagsrammann í febrúar 1999.
Á ráðstefnu Prenttæknistofnunar
Nám á nýrri öld, sem haldin var
27. mars 1999, vom kynntar hug-
myndir Starfsgreinaráðs upplýs-
inga- og fjölmiðlagreina um
framtíðarskipulag menntunar fyrir
upplýsinga- og fjölmiðlagreinar á
framhaldsskólastigi. Á þeim fundi
lýsti menntamálaráðherra Bjöm
Bjamason yfir samþykki mennta-
málaráðuneytisins við þessar til-
lögur og hvatti starfsgreinaráðið
til að halda áfram á sömu braut.
Meginatriðin í skipulaginu eru að
allt nám í upplýsinga- og fjöl-
miðlagreinum hefst með þriggja
12 ■ PRENTARINN
anna sameiginlegu gmnnnámi
sem lýkur með „upplýsingatækni-
prófi“, eftir það er val um margar
leiðir, bæði í hefbundnum iðn-
greinum og öðmm starfsgreinum.
Um haustið 1999 hófst síðan
vinna við að útfæra skipulags-
rammann og gera úr honum
námskrá. I fyrstu lotu var tekist á
við grunnnámsannimar þrjár. Þar
var skipaður 9 manna hópur sam-
ansettur af fulltrúum allra iðn-
greina sem að upplýsinga- og
fjölmiðlagreinunt koma og lagði
hann drög að innihaldi fagnáms-
ins í gmnnnáminu. Síðan hefur
verið unnið að markmiðssetningu
og gerð áfangalýsinga. Tillaga að
námskrá fyrir gmnnnám upplýs-
inga- og fjölmiðlagreina var svo
lögð fram til menntamálaráðu-
neytisins þann 22. febrúar. Starfs-
greinaráðið stefnir að því að hægt
verði að hefja kennslu eftir
námskránni haustið 2000.
Á árinu hafa verið haldnir
nokkiir kynningarfundir um
námskrána í Félagi bókagerðar-
manna. Einnig fundir með ljós-
myndurum og með hópi frá prent-
iðnaðinum. Starfsgreinaráðið hélt
einnig fundi með sveinsprófs-
nefndum í löggiltu iðngreinunum,
þ.e. bókbandi, ljósmyndun, prent-
smíð og prentun, til að fá þeirra
hugmyndir og viðhorf gagnvart
þeim miklu breytingum á iðn-
náminu sem verða með nýja
námsskipulaginu.
Þeir Sæmundur Amason og
Georg Páll Skúlason hafa einnig
kynnt þessar hugmyndir á ráð-
stefnum Nordisk Grafisk Union.
Samkvæmt lögum um fram-
haldsskóla og að beiðni mennta-
málaráðuneytisins hefur Starfs-
greinaráð upplýsinga- og fjöl-
miðlagreina afgreitt ýmis mál
sem ráðuneytið hefur sent til
Starfsgreinaráðsins. Þar má nefna
umsagnir um reglugerðir, tilnefn-
ingar í sveinsprófsnefndir, álit
vegna þróunarskóla í upplýsinga-
tækni og fleira.
Starfsgreinaráðið hefur haldið
alls 9 fundi á árinu og er ánægju-