Prentarinn - 01.03.2000, Blaðsíða 15
SKÝRINGAR MEÐ ÁRSREIKNINGI
Rcikningsskilaaðferöir :
1- Ársreikningur þessi fyrir Félag bókagerðarmanna og sjóði í vörslu þess er í meginatriðum gerður eftir sömu
reikningsskilaaðferðum og ársreikningur 1998 þannig að samanburðarlöiur við árið á undan sem birtar eru í
ársreikningnum eru sambærilegar. Fjárhagsleg aðgreining sjóðanna og skipting gjaida og tekna af rekstri
árið 1999 á einstaka sjóði og skipting eigna og skulda í árslok er grundvölluð á lögum FBM.
2. Áhrif almcnnra verðlagsbreytinga á rekstur og stöðu félagsins og sjóða þess eru reiknuð og færð í
ársreikninginn og er í þvf sambandi fylgt eftirfarandi aðfcrðum :
* Fasteignir, land og lóðir eru endurmetnir með því að framreikna uppfært stofnverð þeirra frá fyrra ári með
verðbreytingarstuðli sem mælir hækkun á neysluverðsvísitölu innan ársins og netnur 5,61% fyrir árið 1999.
* Afskriftir af fasteignum eru ekki reiknaðar. Hins vegar eru reiknaðar og gjaldfærðar afskriftir af áhöldum og
tækjum sem nerna 15% af framreiknuðu stofnverði.
* Áhrif verðlagsbreytinga á peningalegar eignir og skuldir eins og þær voru í ársbyrjun og á breytingu þeirra
innan ársins eru reiknuð og færð í ársreikninginn. Útreikningurinn byggist á breytingu á vísitölu neysluverðs
innan ársins og myndar reiknuð gjöld vegna verðlagsbreytinga samtals að fjárhæð kr. 8.054.699 sem greinist
þannig :
FBM............................................................................’......... 1.785.876
Sjúkrasjóður............................................................................. 5.639.715
Fræðslusjóður............................................................................ 629.108
8.054.699
* Endurmatshækkun varanlegra rekstrarfjármuna og verðbrcytingarfærslur eru færðar á höfuðstólsreikninga í
efnahagsreikningi félagsins og sjóðanna.
3. Fjárhæðir vaxta og verðbóta á verðtryggðar eignir og skuldir eru reiknaðar til ársloka bæði hjá FBM og
sjóðunum samkvæmt vísitölum sem tóku gildi 1.1.2000.
4. Hlutdeild Sjúkrasjóðs í skrifstofukostnaði FBM er mctin af formanni, gjaldkera og löggillum endurskoðanda
félagsins. Hlutdeild Fræðslusjóðs í skrifstofukostnaði reiknast 20% af tekjurn Fræðslusjóðs.
5. Skipting tekjuafgangs á höfuðstólsreikninga sjóða félagsins sem byggð er á lögum FBM og
aðalfundarsamþykktum er sem hér segir :
Styrktar- og tryggingasjóður :
Tekjur: 1999 1998
17% af félagsgjöldum (skv. aðalfundarsamþykkt).......................... 3.385.242 4.267.243
Húsaleiga Hverfísgötu 21.................................................. 262.000 289.500
Vaxtatekjur og verðbætur................................................ 1.870.349 1.472.932
Arður af hlutabréfum...................................................... 528.075 372.145
Höfundarlaun................................................................ 6.995 555.244
6.052.661 6.957.064
gert. Félagið hefur lagt klúbbnum
til húsnæði undir starfsemina í
kjallara íbúðarhúss í Miðdal. Nú
hafa Dalbúar komið sér upp
klúbbhúsi sem tekið verður í
notkun í sumar og munu þeir því
ekki nýta sér aðstöðuna í kjallara
íbúðarhússins. FBM hefur haldið
fjögur golfmót í Miðdal, hafa þau
tekist mjög vel og við vaxandi
aðsókn er ljóst að þau verða ár-
legur viðburður í starfsemi félags-
ins. Árleg hreinsunar- og vinnu-
ferð var í Miðdal eins og undan-
farin ár, til að vinna að áfram-
haldandi gerð göngustíga í sam-
vinnu við Miðdalsfélagið. Mía
Jensen sá um umsjón orlofshúsa
félagsins og umhirðu orlofssvæð-
is sumarið 1999. En yfir háanna-
tímann var Bjami Daníelsson ráð-
inn til aðstoðar. Jón Otti Jónsson
var einnig að störfum fyrir félagið
í almennri umhirðu á orlofssvæð-
inu og vann við lagningu göngu-
stíga. Góð og vaxandi aðsókn er
að tjaldsvæðinu og nær hún há-
marki um verslunarmannahelgina
þegar FBM og Miðdalsfélagið
halda sína árlegu bamaskemmtun.
Bjami Daníelsson er með íbúðar-
húsið í Miðdal á leigu ásamt út-
haga og hefur jafnframt séð um
eftirlit með orlofshúsunum á vetr-
um.
Félag bókagerðarmanna og
safnaðamefnd Miðdalskirkju
ásamt umsjónamefnd kirkjugarða
hafa unnið að því að skipuleggja
bæjarhlað og umhverfi kirkju
ásamt bílastæðum. Þær fram-
kvæmdir ganga eftir áætlun og
mun verkinu verða að fullu lokið
í sumar. Framkvæmdastjóm um
Suðurlandsskóga samþykkti að
Miðdalur yrði tekinn inn í Suður-
landsskógaverkefnið með ræktun
landbótaskóga. Stjóm FBM hefur
látið skoða það gaumgæftlega
hvaða kvaðir gætu fylgt því fyrir
félagið ef það færi út í skógrækt
samkvæmt áætlun um Suður-
landsskóga. I áliti lögfræðings fé-
lagsins og annarra segir: Skóg-
rækt er hluti af landbúnaði. Hún
fellur því undir ákvæði landbún-
aðarlaga. Niðurstaða er því sú að
FBM er að taka á sig skyldur
samkvæmt ábúðarlögum með því
að samþykkja samning um fjöl-
nytjaskógrækt í Miðdal. Þvf hefur
stjómin ákveðið, miðað við fyrri
reynslu af ábúðarlögunum, að
fara ekki út í samstarf um Suður-
landsskóga.
ORLOFSÍBÚÐ í REYKJAVÍK
Arið 1994 hófst samstarf milli
Verkalýðsfélags Húsavíkur og
FBM um orlofsfbúð í Reykjavík.
Félagar okkar af landsbyggðinni
hafa nýtt sér vel þennan mögu-
leika. Miðað við reynslu síðustu
ára er ljóst að þetta fyrirkomulag
virðist nokkum veginn anna eftir-
spum á orlofsíbúð í Reykjavík, en
þó hefur borið á því nú í vetur að
þessi möguleiki dugi ekki og er
PRENTARINN ■ 15