Prentarinn - 01.03.2000, Page 20

Prentarinn - 01.03.2000, Page 20
Jakob Viðar Guðmundsson Á undanfömum árum og áratug- um hefur hlutur kvenna innan prentgeirans farið vaxandi og er það vel. En það hefur nú ekki alltaf verið þannig. í bókinni Samtök bókagerðarmanna í 100 ár má m.a. lesa eftirfarandi: „Hlutur kvenna var lítill í ís- lenzkum prentiðnaði í lok 19. aldar og í bytjun 20. aldar og má það furðu gegna. Ætla mætti að setning hentaði konum vel því starfið er síst erfiðara en mörg þau erfiðisstörf sem konur hafa stundað í aldanna rás. Líklegt má því telja að rótgrónar hefðir sem ríktu um starfsval kynjanna hafi valdið mestu um hve fáar konur hafa lagt stund á prentnám hér á landi.“ (Samtök bókagerðar- manna í 100 ár, bls. 258.) í kjara- samningi Hins íslenzka prentara- félags við prentsmiðjuna Guten- berg og Isafoldarprentsmiðju dagsettum þann 19. desember 1906 er grein sem hljóðar svo: V. Um kvenfólk. 16. gr. Kvenfólk má ekki vinna í prentsmiðjunni að öðru en íleggingu, í perfórer- ingu, talnaprenmn og því um Fyrso kvensetjarinn líku. (Samtök bókargerðarmanna í 100 ár, bls. 640.) En nú eru breyttir tímar og konur ganga í öll störf í prentiðnaði eins og allir vita. En af framansögðu, hversu setning hentaði konum vel, er ekki úr vegi að ræða aðeins við fyrstu konuna sem lauk sveins- próft í semingu hér á landi en það er Þóra Elfa Bjömsson sem útskrifaðist árið 1959. Þóra Elfa hefur komið víða við en flest þekkjum við hana sem kennara við Iðnskólann í Reykjavík en þar hefur hún starfað frá árinu 1983. Um þetta, ritstörf og margt fleira spjölluðum við fyrir stuttu. Þóra, þú ert fyrst kvenna til að Ijúka sveinsprófi í setn- ingu. Hvað fékk unga stúlku á þessum árutti til að ráðast inn í þennan karlaheitn? Hefði ekki verið nœr að lœra til sláturgerðar eða hattasaums, einhver svona hefðbundin kventta- störf? Mér gekk þokkalega í skóla en var frekar óstýrilátur unglingur 20 ■ PRENTARINN og féll á landsprófi og ætlaði þá bara að leita mér að vinnu en það var enga vinnu að hafa. Þá kom kvenréttindakona í heimsókn til mömmu minnar og fór að segja henni frá því, að Hafsteinn prent- smiðjustjóri í Hólum vildi taka stelpu sem lærling og það kom til af því að þessi kona hafði fullyrt í útvarpserindi að konur mættu hvorki læra prent né bókband og Hafsteinn vildi afsanna þetta. Mér hafði alltaf fundist góð lykt í prentsmiðjunum og kom oft í prentsmiðju Þjóðviljans og Stein- dórsprent og karlamir vom þægi- legir og góðir við krakka og gáfu okkur renninga. Hólar voru rétt hjá þar sem ég bjó og ég fór og talaði við Hafstein. Eg veit ekki hvort hann hafði átt von á að ein- hver myndi sækja um en ég fór á samning eftir þriggja mánaða reynslutíma. Hvernig var þér tekið? Þeir voru alveg ágætir við mig, karlamir. Fékkstu eitthvað annað að gera en að sópa gólfin? Já, já. Eg gerði bara það sem til féll. Maður var látinn leggja af og fara á bókbandið, leggja í brotvélina, hendast út í búð eftir vínarbrauðum og jafnvel fara í ríkið fyrir karlana og sinna alls kyns smotteríi sem þurfti að gera fyrir utan sjálfa setninguna og umbrotið. Þetta var svona með hina lærlingana líka. Svo var maður sendur í alls kyns sendi- ferðir. I aðrar prentsmiðjur, sem voru allar þama í miðbænum, og þá var verið að fá eitthvað lánað á milli smiðjanna eða skila og ég varð aldrei vör við annað en mér væri tekið sem jafningja, svein- amir vom yfirleitt þægilegir við mig. Ég held að þeim hafi fundist ég skrítið fyrirbæri og kannski haldið að ég myndi ekki halda þetta út. Þegar ég var búin að klára sveinsprófið gerði prentara- félagið, HÍP, mér boð um að koma til að ganga í félagið og það var enginn vandræðagangur með það og engar áhyggjur um að nú kæmi fullt af konum og

x

Prentarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.