Prentarinn - 01.03.2000, Qupperneq 21
þyrfti því að stofna kvenna-eitt-
hvað innan félagsins. Mér var
tekið þar eins og einum af oss
eða þannig.
Þú varst ein afþeitn sem
endurvöktu Prentnemafé-
lagið 1957, ert m.a. kosin
varaformaður. Var gott fé-
lagslíf ttieðal prentnema á
þessum árutn?
Já, það má segja það. Minn ár-
gangur var sá fyrsti til að sækja
verklegt nám í prentiðnum í iðn-
skólanum. I faginu hafði bara
verið bóklegt nám áður en þess-
ari deild var komið upp með full-
tingi prentsmiðjustjóranna til að
jafna aðstöðumun lærlinganna
sem voru í mjög mismunandi
prentsmiðjum. Við vorum um tvo
mánuði á vetri í skóla og þótt við
þekktumst flest eitthvað áður en
þangað kom var farið að ræða
um að stofna félag fyrst hópurinn
hafði tækifæri til þess - æfa okk-
ur í að vera félagslynd, halda
ræður og fundi. Þama voru menn
eins og Sæmundur Amason og
Hrafn Sæmundsson, Finnbjöm
Hjartarson, Eyjólfur Sigurðsson
og fleiri. Við vomm sautján sem
útskrifuðumst saman. Þetta var
mjög gaman og ærslast heilmikið
en alvaran blandaðist líka inn í
því einn úr hópnum dó, það var
mjög sorglegt.
Svo ferðu að vinna sem
sveinn.
Ég vann í Hólum í tvö ár sem
vélsetjari eftir að ég lauk sveins-
próftnu en það þurfti að læra sér-
staklega og var lfka betur borgað
en að vera handsetjari. Svo fór ég
heim að eiga böm og sjá um þau
og manninn og heimilið og líkaði
það bara vel. Tíminn leið og
bömin stækkuðu og þá var ég al-
veg viss um að ég myndi ekkert
fara í fagið aftur. Nýjar vélar og
ný tækni vom að ryðja sér til
rúms og allir svo flinkir við að
koma texta á strimla og gata-
borða. Alls staðar vom komnar
fingraliprar stúlkur sem slógu inn
texta svo það hvarflaði ekki að
mér að fara aftur í prentsmiðju.
Þó fór það svo að ég fór í tæpt ár
x Edduna og nokkm seinna í
Hagprent í nokkur ár, þar vantaði
vélsetjara í hálfa stöðu. Seinna
vann ég aftur í Eddunni í nokkur
ár eftir að fyrirtækið fluttist í
Kópavog.
Svo ferðu að kenna.
í Eddunni vann ég við sams
konar tölvu og bókiðnadeild IR
hafði keypt en hún var með
leiserútkeyrslu sem þá var nýj-
ung. Þeim sem kenndi setningu í
skólanum, Ólafi Inga, hafði boð-
ist staða sem prentsmiðjustjóri
hjá DV. Ég réð mig þama til að
leysa hann af en hann hafði feng-
ið ársleyfi. Svo vildi hann ekki
koma aftur en ég ílentist í skólan-
um. Ég fór í Kennaraháskólann
og lauk þaðan námi 1986 og
bætti seinna við norrænu fram-
haldsnámi fyrir verkmenntakenn-
ara sem var mjög skemmtilegt.
Eins og við vitum þá hefur engin
iðngrein tekið eins miklum breyt-
ingum á undanfömum áratugum
og prentiðnin.
Hvernig er að vera kennari
á svona tttiklum umbrota-
tímum?
Þetta er náttúrulega spennandi
og síbreytilegt og það þarf alltaf
að vera að lesa og fylgjast með
því sem er að gerast. Það má
segja að það séu miklar breyting-
ar í öllum iðngreinum. Ætli það
séu ekki bara málaragreinin og
hárgreiðslan sem ekki em komn-
ar í tölvur? Annars er kennsla
ekki lengur þannig að kennarinn
sitji á palli og horfi yfir nemend-
ur og ausi sínum fróðleik inn í
þeirra höfuð í einstefnumiðlun
heldur má segja að hver miðli
öðmm og kennarinn setur
rammann og stýringuna utan um
ferlið. Breytingamar gerast svo
hratt að ef einhver fréttir eitthvað
eða lærir eitthvað nýtt og gagn-
legt verður hann að miðla því
strax, sama hvort það er nemandi
eða kennari eða einhver utanað-
komandi.
Hvernig hefur skólinn stað-
ið sig, hefur hann fengið
þau tœki sem hattn hefur
PRENTARINN ■ 21
Þóra Elfa
Björnsson
prentsmíða-
kennari
þurft eða hefur hann liðið
fyrir fjárskort?
Að sumu leyti, já, og sumu
leyti ekki. Það er ekki allt fengið
með peningum en samt hefði
mátt endumýja sumt örar, en það
eru margar vélar þarna alveg
ágætar.
Heldur skólinn alveg í við
það sem er að gerast?
Skólinn getur aldrei átt öll tæki
sem em f gangi enda engin
ástæða til þess. Hann getur hins
vegar þjálfað fólk í því að vera
vakandi í því að læra meira og
vera viðbúið því að þurfa að bæta
við sig í sífellu og bregðast við
breytingum á jákvæðan hátt fyrir
sjálft sig og fyrirtækið. Það má
ekki gleyma uppeldislegu gildi
skólans, það er ekki bara verið að
fást við forrit og hugtök og verk-
efni heldur fer fram bein og
óbein mótun einstaklingsins til
vinnu og helst einnig vellíðunar í
ákveðinni iðngrein.
Hvernig er ásókn nýnetna í
þetta ttátn?