Prentarinn - 01.03.2000, Side 24

Prentarinn - 01.03.2000, Side 24
Berglind Helgadóttir, Isjúkraþjálfari hjá Vinnueftirliti ríkisins: Sú þróun hefur orðið í prentiðn- aðinum eins og mörgum öðrum starfsgreinum að æ fleiri verkefni eru unnin í tölvum. I þessum starfsgreinum er því oft setið lengi fyrir framan tölvuskjáinn með músina í annarri hendinni. Þetta leiðir óneitanlega af sér mikla kyrrsetu og einhæfar hreyf- ingar. Sænsk rannsókn sýndi að tíðni tilkynntra atvinnusjúkdóma vegna tölvuvinnu jókst um 8% frá 1997 til 1998, meðan fjöldi atvinnusjúkdóma í öðrum grein- um stóð í stað. Einhæf vinna Það er vitað að mannsHkaminn er skapaður til fjölbreyttra hreyf- inga og flestir þekkja þá ónotatil- finningu sem fylgir miklu hreyf- ingarleysi. Ef setið er löngum stundum við tölvuvinnu og rýnt í skjáinn verður fljótt vart við þreytu í ákveðnum vöðvahópum og liðum og jafnvel sviða og kláða í augum. HER ER MUS UMMÚS FRÁ TÖLVUMÚS TIL MÚSAVEIKI! Mannslíkaminn býr yfir nátt- úrulegu viðvörunarkerfi við of- álagi, en það getur birst í formi verkja, óþæginda og þreytu. Flestir sem vinna löngum stund- um við tölvur þekkja það að eftir nokkum tíma í sömu stellingun- um og við sömu endurteknu hreyfingamar fara óþægindi að láta á sér kræla í hálsi, herðum og jafnvel handleggjum. Þá er kominn tími til að hvflast og slaka á vöðvunum og gera léttar hreyfingar. Okkur hættir til að gleyma okkur í verkefnunum, þau em svo skemmtileg, eða við verðum að ljúka þeim fyrir ákveðinn tíma. Tilhneigingin verður oft sú að við hættum að hlusta á þessar aðvaranir lík- amans um þreytu. Við höldum oft of lengi áfram og uppskerum með tímanum verki sem ekki fara þegar við hvflum okkur. Við sitj- um uppi með álagseinkenni. Við einhæfar síendurteknar hreyfingar myndast síspenna í vissum vöðvahópum. Við það minnkar blóðflæðið um viðkom- andi vöðva og þreytan gerir vart við sig. Ef síspenna verður við- varandi og ekki er gripið inn í getur það leitt til vöðvabólgu og / eða sinabólgu, og hægt er að tala um vinnutengd álagseinkenni. Eins og á þessu má sjá er okkur mjög mikilvægt að standa upp frá tölvunni reglulega og hreyfa okk- ur. Góð regla er að taka 10 mín. hlé á klukkutíma frá tölvuvinn- unni. Þessa hvfld er gott að nota til þess að ganga um, hreyfa axl- ir, handleggi og háls. Að horfa í sömu fjarlægð á tölvuskjáinn í langan tíma getur valdið augn- þreytu og því eru þessi hlé góð til þess að gefa augunum hvfld með því að horfa í fjarlægð t.d. út um gluggann. Mikilvægt er að taka þessi hlé reglulega og betra að taka mörg stutt en eitt langt. Vinnuaðstaðan Til að fyrirbyggja álagssjúk- dóma er nauðsynlegt að huga að vinnuaðstöðunni og líkamsbeit- ingu við vinnuna. Þar er margt sem þarf að athuga. Best er að geta stillt í sitt hvoru lagi hæð skjáborðsins og lyklaborðsins, þannig að hægt sé að sitja við vinnuna með beint bak, slakar axlir og upphandleggi með hlið- um. Hæð skjás er best að stilla þannig að horft er örlítið niður, en nýjustu rannsóknir sýna að það dregur úr álagi á augun. Var- ast skal þó að vera með álútan háls, því það veldur ofálagi á hálsvöðvana. Æskilegt er að geta staðsett vinnuskjölin milli lykla- borðs og skjás. Þannig verður komist hjá stöðugri vöðvaspennu í háls- og herðavöðvum sem ger- ist við stöðugan snúning höfuðs þegar skjölin eru staðsett til hliðar við skjáinn. Nægilegt pláss þarf að vera fyrir framan lyklaborðið til að hvfla hendur á. Gott er að nota púða þar til að hvfla úlnliði á. Varast skal að ^___7 hafa meiri halla en 10° á lyklaborðinu því það

x

Prentarinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.