Prentarinn - 01.03.2000, Qupperneq 25

Prentarinn - 01.03.2000, Qupperneq 25
eykur á stöðuspennu framhandleggsvöðva. Við góða samhæfingu verða hreyfingar afslappaðri og líkams- staða betri. Því er hægt að hugsa sér að góð fingrasetning minnki lrkumar á álagsein- kennum við tölvu- vinnu. Algengt er að ekki sé nægilegt rými fyrir músina við hlið- ina á lyklaborðinu og því lendir hún oft fyrir ofan það eða til hliðar í töluverðri fjarlægð. Starfsmaðurinn nær ekki að vinna í af- slappaðri stöðu með axlir og handleggi og stöðug spenna verður í herða- og handleggja- vöðvum sem með tím- stöðu en þegar staðið er. Þetta ætti að vera okkur hvatning til að standa reglulega upp úr stólnum og hreyfa okkur. Aukið framboð er orðið á borðum sem hægt er að standa við við tölvuvinnu og gefa þannig starfsmanni mögu- leika á að standa og sitja til skipt- is við vinnu sína. Þessi gerð tölvuborða á örugglega eftir að verða æ algengari í ffamtíðinni og er það jákvætt. Lýsing Þegar unnið er við tölvu er mikilvægt að huga að lýsingu. Staðsetja skal skjáinn þannig að birta frá gluggum eða ljósum skíni ekki beint í augun eða end- urkastist frá skjánum. Betra er að hafa ljósan skjá og er þá hæfileg loftlýsing um 500-700 lux sem henta einnig við venjulega skrif- borðsvinnu. Röng birtuskilyrði geta leitt til augnþreytu, höfuð- verkja eða vöðvaverkja í háls- og herðavöðvum. Fjölbreytni er mikilvæg Þar sem tölvuvinna getur verið bæði líkamlega og andlega erfið er mikilvægt að stuðla að góðu vinnuumhverfi, góðum vinnu- stellingum en ekki síst fjöl- breyttum verkefnum og góðum starfsanda. Víst er að það dregur verulega úr álagseinkennum. Oft reynist erfitt að greina á milli or- saka álags og því ber að stuðla að öllum þáttum jafnt til að gera vinnustaðinn að góðum og heilsusamlegum stað. Ástæða er til að hvetja vinnu- veitendur og starfsmenn til að taka höndum saman og koma á markvissri vinnuvemdarstefnu í sínu fyrirtæki og finna leiðir til að bæta líðan og heilsu starfs- manna. Sýnt hefur verið að ár- angurinn verður heilbrigðari og ánægðari starfsmenn, færri fjar- vistir og betri afkoma fyrirtækja. Vísað er til reglugerðar um skjávinnu nr. 498 frá 1994 og leiðbeiningaritsins Vinna við tölvu sem gefíð var út af Vinnu- eftirliti ríkisins 1995 en þar er tekið á þeim þáttum er lúta að vinnu við tölvu. anum getur leitt til bólgu í vöðvum og sinum, oft er talað um „músaveiki“. Vegna uppbyggingar lykla- borðsins er oft heppilegra að hafa músina vinstra megin við hnappaborðið, þannig næst af- slappaðri staða á handlegg. Ef mikið er unnið með tölvumús er æskilegt að nota vinstri og hægri höndina til skiptis. Hægt er að minnka músavinnuna mikið með því að temja sér notkun flýti- lykla. Vinnustóllinn þarf að vera auð- stillanlegur. Það er á ábyrgð not- andans að læra að stilla vinnu- stólinn sinn og nýta sér þá mögu- leika sem stóllinn gefur til fjöl- breyttra stellinga. Góður vinnu- stóll nýtist best ef notandinn still- ir hann oft á dag. Stóllinn þarf að gefa góðan stuðning við bak. Hann þarf að vera með hæðar- stillanlegu baki og setu. Æskilegt er að geta stillt bakið fram og aft- ur og hallastillt setuna. Stundum getur verið nauðsynlegt að nota fótskemil til hvíldar eða vegna þess að starfsmaðurinn er lágvax- inn. Mikil kyrrseta reynir mikið á bakið. Sýnt hefur verið fram á að þrýstingur í neðstu brjóskþófum mjóbaks er mun meiri í sitjandi prentorinn El MÁLGAGN FÉLAGS BOKAGERÐARMANNA Á NETiniU SLÚÐIIU ER: www.fbin.is Sfélag bókagerðar- manna I I 4 4 0 0 * 1*4*000 * 4 4 0 0 m m 4 0 0 m m m m 0 0 0 m m m s 0 m • m s s s ■ ■ a * s s \ g print media messe drupa DRUPA 2000 Drupa, stærsta og viða- mesta prentsýning í heimin- um, verður haldin í Dús- seldorf dagana 18.-31. maí n.k. Prentarinn verður að sjálfsögðu á staðnum og mun skýra frá því helsta í máli og myndum. Einnig er rétt að benda á Netið fyrir áhugasama, en þar er fjöld- inn allur af heimasfðum sem fjalla um sýninguna á einn eða annan hátt. PRENTARINN ■ 25

x

Prentarinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.