Prentarinn - 01.03.2000, Qupperneq 26
Þau eru hvorki meira né minna en rúmlega fjögurhundruð og sjötíu
árin síðan fyrsti atvinnuprentarinn kom til Islands frá Svíþjóð á vegum
Jóns biskups Arasonar til að vinna við prentverk biskups á Hólum.
Þá voru bókagerðarmenn á Islandi að vísu búnir að sitja með sveitt-
an skallann í tvö þrjú hundruð ár við þá iðju að búa til bækur.
I sjö átta hundruð ár er semsagt talið að íslendingar hafi fengist við
þann merkilega starfa sem í dag er kallaður „bókagerð“. Fyrst voru
það skinnhandrit, síðan prentaðar bækur og síðast ótrúlegustu varíantar
af bókum einsog ég mun koma að síðar.
Og útaf öllu þessu vafstri í bókagerð í gegnum aldimar fóru þeir
sem ekki þekkja til að gera sér í hugarlund að íslendingar læsu bækur.
Þar er - góðir hálsar - komin skýringin á því að við emm í dag um all-
ar jarðir kallaðir bókaþjóð.
Mikla athygli vakti það um heimsbyggð alla þegar ónefnd íslensk
hefðarkona hélt ræðu í hirðveislu hjá Margréti danadrottningu og
komst svo að orði:
„Det er to slags heste i Island, læseheste og rideheste. Jeg er en
læsehest".
Hvað um það - Ég fullyrði að við emm ekki kallaðir bókaþjóð af
því við erum lestrarhestar, heldur vegna þess að bókagerðarmenn fram-
leiða um hver jól fleirihundruð tonn af bókum handa bókaþjóðinni til
jólagjafa.
Til forna sáu bókagerðarmenn um að skinnhandrit væru jafnan á
boðstólum þó ekki væri nema til þess að sinna fmmþörfum þjóðarinn-
ar.
Ástæða er til að óska bókagerðarmönnum til hamingju með að hafa í
nærri átta aldir gegnt því göfuga hlutverki að búa til bækur af slfkri
elju, ástríðu og köllun að ekki gat farið hjá því að íslendingar öðluðust
að endingu virðingamafnbótina „bókaþjóð".
| 26 ■ PRENTARINN
Bókin hefur semsagt í gegnum
aldimar verið samofin íslenskri
þjóðmenningu. Það er staðreynd
að áður en almenningur í Evrópu
hafði hugmynd um tilvist bóka
voru íslendingar farnir að ganga í
bókum, ganga á bókum og borða
bækur.
Bækur vom á 15. og 16. öld
orðnar neysluvarningur á Islandi,
eða einsog Jón Espólín sagði: -
sem klæði, skæði og fæði.
Islendingar breyttu skinnhand-
ritum sínum fyrst í fatasnið, síðan
voru gerðir kúskinnskór úr fræð-
unum og síðast voru svo gullald-
arbókmenntimar étnar.
Þegar staðarhaldarinn á Þing-
eymm tjáði Brynjólfi biskupi í
Skálholti að Lárentíusar saga
biskups Kálfssonar hefði verið
étin á bæ einum í Húnaþingi er
sagt að Brynjólfur hafi í krafti
síns embættis látið þetta boð út
ganga:
Eigi verður bókvitið í askana
látið.
En því var nú ekki ansað frek-
ar en öðmm erkibiskups boðskap.
Svo mikið lostæti þóttu hand-
ritin eftir að búið var að marínera
þau sem kúskinnsskó um mýri og
mó sumarlangt, að sennilega
hefðu til dæmis Konungsbók
Eddukvæða og Flateyjarbók ver-
ið étnar upp til agna ef Brynjólf-
ur biskup hefði ekki um 1660
komið þessum veislumat undan
til danakóngs. Að ekki sé nú tal-
að um Áma Magnússon sem
flutti beint úr búmm og af mat-
borðum mörlandans vorið 1720
tuttugu hestburði af handritum
með sér til Köben til að grilla
þau þar.
Ástæðan til þess að prentaðar
bækur hafa varðveist betur á Is-
landi en skinnhandrit er einfald-
lega sú að prentaðar bækur eru
svo ólystugar og bragðdaufar að
þær ná því varla að geta talist
mannamatur.
Nú hef ég gerst margorður um
hið fjölþætta notagildi bóka til
foma og er þá aðeins hálf sagan
sögð. Ekki er við hæfi að hlaupa
frá hálfkveðinni vísu.
Sannleikurinn er sá að nota-
gildi bóka er ef til vill enn fjöl-
þættara í dag en nokkm sinni
fyrr.
Það var fyrir nokkmm ámm að
formaður Rithöfundasambandsins
afhenti við hátíðlega athöfn bók-
menntaverðlaun til þess (eins og
smndum er gert) að örva sölu á
vondri bók fyrir jólin.
I ræðu sinni sagði hann að
bækur væru til margra hluta nyt-
samlegar, meðal annars til að
pressa með þeim rúllupylsu - já
og til að standa uppá þeim til að
ná uppí eitthvað sem ég man ekki
lengur hvað var.
Mér finnst kominn tími til að
bókagerðarmenn geri sér grein
fyrir því til hvers bækur em þén-
anlegar svo þeir geti um alla
framtíð sem hingaðtil haldið
merki bókagerðar í landi voru
hátt á loft.
Og þá vaknar spumingin: -
Hvert er meginhlutverk bókarinn-
ar á Islandi í dag?