Prentarinn - 01.12.2000, Blaðsíða 3

Prentarinn - 01.12.2000, Blaðsíða 3
Hvernig sjáum við fyrir okkur framtíð félagsins á þeirri nýju öld sem framundan er, nú þegar við höfum starfað í eina öld og saga okkar hefur verið færð til bókar? Hver verður sagan eftir önnur 100 ár eða verður engin saga? Við í Félagi bókagerðarmanna stöndum í dag við þröskuld nýrra tíma í tæknimálum, segja má að við horfum fram á nýja og gjör- breytta veröld, þar sem tækni í okkar iðngreinum fleygir fram með ógnarhraða og ef við gætum okkar ekki með því að höndla tæknina á hverjum tíma verðum við skilin eftir og hverfum, en aðrir taka við. FBM er nú að leggja lokahönd, ásamt Starfs- greinaráði í upplýsinga- og fjöl- miðlagreinum, á nýja leið í grunnnámi okkar iðngreina sem við vonum að verði til þess að okkar starfsgreinar lifi áfram og við höldum velli. En nýjar námsleiðir í upplýs- inga- og fjölmiðlagreinum verða tilbúnar þann 1. mars 2001. A undanförnum árum höfum við lagt ofuráherslu á það grund- vallaratriði sem er endurmenntun- in og þar höfum við fengið mik- inn stuðning frá vinnuveitendum í prentiðnaði. Nú þegar við höfum tekið upp samstarf við Rafiðnað- arskólann með stofnun Marg- miðlunarskólans væntum við þess, að hann verði einn af þeim burðarásum, ásamt Prenttækni- stofnun, er hjálpi okkur til að halda velli í tæknimálum. Einnig sjáum við að hjá félög- um okkar á hinum Norðurlöndun- um sem og annars staðar í Evr- ópu eru það menntamálin, ásamt endurmenntuninni, sem brenna heitast á félögunum og allir eru að huga að nýjum leiðum í sam- starfi við önnur félög, m.a. til að halda velli í nýju tækniumhverfi. En hvað með annað samstarf? Sjáum við það fyrir okkur að fé- lagið starfi áfram, inn á næstu öld, án meira samstarfs við önnur félög? Er áhugi fyrir því að at- huga nánar samstarf innan ASI? Við stofnuðum Fjölmiðlasam- bandið fyrir tveim árum og bund- um vonir við að þar myndi takast gott og opið samstarf við þau fé- lög er voru með í þeirri stofnun, en eftir síðasta aðalfund þess get ég ekki séð að áhuginn þar sé mjög mikill. Að minnsta kosti voru aðeins fjögur félög er sendu fulltrúa á þann fund og af 13 full- trúum sem mættu voru 7 frá FBM. Ljóst er að aðildarfélögin hafa mismikinn áhuga á sam- starfi. Við skulum nú samt ekki örvænta. Sjáum hvað næsta ár ber í skauti sér. Þá má geta þess að vinnuveitendur hafa stofnað Sam- tök atvinnulífsins og öll verka- lýðshreyfingin er að semja við sömu aðila, eina og sömu samn- inganefnd. Einnig sjáum við sam- þjöppun fyrirtækja í prentiðnaði. En við höfum séð það í undan- fömum samningum að það eru tvö fyrirtæki sem hafa ofurvald á öðrum vinnuveitendum í prent- iðnaði. Stjóm og trúnaðarráð FBM leggja til að við athugum alla möguleika sem fyrir hendi eru og á síðasta fundi í trúnaðarráði var samþykkt eftirfarandi tillaga: Stofnaður verði vinnuhópur innan trúnaðarráðs og stjórnar, er hafi það verkefni að kanna framtíðar- hlutverk FBM. A FBM að starfa áfram sem landsfélag (óbreytt)? - Hvaða möguleikar eru á samstarfi við önnur félög eða sambönd? - Nefndin hafi það hlutverk að skoða alla möguleika - Hver er besta leiðin fyrir félagið og fé- lagsmenn með tilliti til nýrrar tækni og þróunar í grafísku um- hverfi? - Nefndin skili áliti fyrir næsta aðalfund. Spennandi verður að sjá hvort eða hvemig nefndin kemst að niðurstöðu. Það sjáum við á næsta aðalfundi FBM. Des. 2000. SÁ prentarmn ■ mAlgagn félags bókagerðarmanna Ritnefnd Prentarans: Georg Páll Skúlason, ritstjóri og ábyrgðarmaður. Jakob Viðar Guðmundsson, Kristín Helgadóttir, Sævar Hólm Pétursson, Þorkell S. Hilmarsson. Ábendingar og óskir lesenda um efni í blaðið eru vel þegnar. Leturgerðir í Prentaranum eru: Helvitica Ultra Compress, Stone, Times, Garamond o.fl Blaðið er prentað á 135 g Ikonofix silk. Prentvinnsla: Filmuútkeyrsla: Scitex Prentvél: Heidelberg Speedmaster 4ra lita. Svansprent ehf. Forsíðan 1841 - Gamli tíminn og nýi tíminn. Titilsiða úr Biblíu, prentuð í Viðeyjar- klaustri árið 1841.1440 síðna bók sem kemst fyrir á einum geisladisk. Sæmundur Haraldsson, bókagerðar- maður í Hvítu Örkinni, er hönnuður forsíðunnar. Forsíðan var hans framlag í forsíðukeppni Prentarans og var meðal fjögurra verka sem valin voru af dómnefnd til birtingar. PRENTARINN ■ 3

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.