Verktækni - 01.02.2002, Blaðsíða 8

Verktækni - 01.02.2002, Blaðsíða 8
Röntgenmyndgreining Marel þróar nýja tækni: Rafmagnsverkfræöingarnar Kristinn Andersen, Hrafnkell Eiríksson og Viðar Erlingsson. Fyrir tveimur árum var komið á fót rannsókna og tækniþróunarhópi hjá Marel. Eitt af því sem þar er unnið að er svokölluð röntgenmyndgreining sem nota á við að greina og hreinsa bein úr fiski. Það eru rafmagnsverkfræðingarnir Kristinn Ander- sen, Hrafnkell Eiríksson og Viðar Erlingsson sem vinna að þessu verkefni. Að greina beín i tiskflökum Upphaf þess að Marel fór að þróa tækni til að greina bein í fiskflökum má rekja til þess að norski fiskiðnaðurinn kallaði eftir aukinni tæknivæðingu til að auka sjálfvirkni. Ástæðan var m.a. takmarkað vinnuafl í byggðum norður Noregs en þar er nú svo komið að erfitt er að fá fólk til starfa í fiskvinnslu. Því er litið til aukinnar tæknivæðingar en einnig er markmiðið að bæta nýtingu á hráefninu. Norskir aðilar fóru því af stað og hófu leit að fyrirtækjum sem gætu leyst þetta vandamál. Eftir ítarlega úttekt á þeim sem fremst standa í framleiðslu búnaðar fyrir matvælavinnslu í heiminum var samið við Marei og Carnitech A/S, sem er í eigu Marel. Ráðgert er að verja til verkefnisins um 385 milljónum króna og á því að vera lokið á tiltölulega skömm- um tíma. Verkefnið hófst í ársbyrjun 2001 og á að vera lokið um næstu áramót. Aðrir þátttakendur í verkefninu eru norsku stofnanirnar Fiskeriforskning og SINTEF. Verkefnið er þríþætt. í fyrsta lagi verð- ur búin til beinahreinsivél sem nær beinum úr fiskflökum. í öðru lagi gæða- skoðunartæki, byggt á röntgenmynd- greiningu, sem skoðar fiskflökin og at- hugar hvort bein eru eftir í þeim. í þriðja lagi gerð heildarkerfis þar sem þessir þættir verða settir saman auk annars búnaðar þannig að til verður ný vinnslu- lína. Gerð beinahreinsivélarinnar er að mestu í höndum Carnitech en Marel annast aðra þætti verkefnisins og hefur auk þess yfirumsjón með því. Miklar kröfur Þegar Marel kom að verkefninu lá fyrir að röntgentæknin væri rétta leiðin að takmarkinu sem er að geta greint allt niður í smæstu bein, sem eru aðeins brot úr millimetra í þvermál. Vinnan hófst á því að skoða hverjir væru leiðandi í röntgentækni í heiminum í dag og hvort hugsanlega væri hægt að nota tækni frá þeim beint inn í vinnslulínurnar. Gerðar voru mjög miklar kröfur þar sem greina þurfti, sem fyrr segir, allt niður í örþunn bein á hraða sem vinnslulínurnar keyra á sem er 0,3-0,4 m/sek. Enginn reyndist hafa tilbúna Iausn og því varð úr að Marel hóf þróun á búnaðinum. Kostirnir við þetta fyrirkomulag eru ótvíræðir. Marel getur stýrt hraða og umfangi þró- unarstarfsins, getur lagað lausnirnar að eigin þörfum og forsendum og til verður ný þekking innan fyrirtækisins. Hættuleg tækni? Það er algengur misskilningur að röntgenlýsing sé tengd geislavirkni. Röntgengeislar eru rafsegulbylgjur á sama hátt og ljós eða útsending úr far- síma. Munurinn liggur í bylgjulengdinni, en röntgengeislar hafa bylgjulengd sem er um le-10 (tíu milljarðasti hluti) af bylgjulengd farsíma. Ljós má jöfnum höndum líta á sem rafsegulbylgjur eða fótónur. Ef litið er á röntgengeisla sem fótónur, þ.e. straum af litlum ögnum, þá er munurinn á ljósi og röntgengeislum sá að röntgenfótónurnar eru miklu orkuríkari en ljósfótónurnar. Stundum ber á góma hvort röntgenlýs- ing hafi áhrif á fiskflökin sem skoðuð eru. Norskir aðilar hafa safnað saman upplýsingum um stöðuna í matvælaiðn- aðinum almennt hvað þetta varðar og staðfest að sú röntgenlýsing sem hér er notuð hefur engin áhrif á hráefnið. Reyndar er það ekkert nýtt að matvæli séu röntgenmynduð. Nefna má sultu- krukkur og kornflekspakka í því sam- bandi, sem almennt eru röntgenlýst í leit að aðskotahlutum. Þess má geta að fyrsta röntgenmyndin var tekin af Wilhelm Conrad Röntgen af hönd konu hans árið 1895. Lýsingartím- inn var margfalt meiri en notað er í bún- aði nú á dögum. Tilraunauppsetning Gæðaskoðunartækið, þ.e. röntgenmynd- greiningartækið, er í rauninni einfalt að gerð. Það sem til þarf er röntgenlampi, undir hann er settur röntgenskynjari og á milli rennur það sem á að gegnumlýsa, í þessu tilfelli fiskflökin. Hjá Marel hefur verið sett upp tilraunauppsetning á bún- aðinum sem komið hefur verið fyrir í blýklæddum klefa til hlífðar, hliðstætt því sem gert er í heilsugæslunni. Nú er unnið að því að prófa búnaðinn og finna þær stillingar og stika sem gefa vænlegustu myndirnar. Því næst verður

x

Verktækni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verktækni
https://timarit.is/publication/957

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.