Verktækni - 01.09.2002, Blaðsíða 7

Verktækni - 01.09.2002, Blaðsíða 7
Enn bætir OSV viö orlofsbústað Síðastliðinn vetur naut hinn glæsilegi sum- arbústaður OSV mikilla vinsælda meðal fé- lagsmanna SV. Færri komust að en vildu. Til að anna eftirspurn í vetur þá ákvað stjórn OSV að taka á leigu glæsilegan or- lofsbústað í landi Teigs í Fljótshlíð. Sumarbústaðurinn var smíðaður í sumar og er 43 fermetrar að grunnfleti með 17 fermetra svefnlofti, auk 6,5 fermetra úti- geymslu. Rúm eru fyrir 5 en 7 sængur fylgja (sófi og hugsanlega aukadýna). Bú- staðurinn er með góðum húsbúnaði, hús- gögnum og sjónvarpi. Bústaðurinn er staðsettur í einni fallegustu sveit landsins. Aðeins eru rúmir 10 km á Hvolsvöll þar sem öll þjónusta er í boði s.s. sundlaug með fjórum heitum pottun, verslanir og veitingastaðir. Umhverfið er mjög fallegt. Stór tjörn er rétt fyrir neðan bústaðinn og þar er fuglalíf einstakt, falleg fjallasýn, góð- ar gönguleiðir, veiði í Þverá (lax og silung- ur) sem er í innan við 100 metra fjarlægð frá bústaðnum. Aðeins þarf að greiða 10.000 kr. fyrir eina viku, frá fimmtudegi til fimmtudags. Athugið að þetta verð gildir aðeins fyrir þá sem greitt er fyrir í Orlofssjóð Stéttarfélags verkfræðinga. Ef félagsmenn eru í vafa hvort greitt er fyrir þá í Orlofssjóðinn eru þeir beðnir um að hafa samaband við skrifstofu SV sem veitir nánari upplýsingar. Uthlutunarreglurnar eru einfaldar, fyrstir greiða fyrstir fá. Stórbyggingar einingar - betri byggingarkostur Einingaverksmiðjan er framsækið fyrirtæki sem sérhæfir sig í framleiðslu forsteyptra eininga. Tækjabúnaður og þekking gerir okkur kleift að afgreiða stór og smá byggingaverkefni fljótt og örugglega. Gæði framleiðslunnar er undir stöðugu eftirliti, bæði innra gæðaeftirliti og opinberu eftirliti Rannsóknastofnunar Byggingariðnaðarins, svo tryggt sé að framleiðsluvörur fyrirtækisins uppfylli ávallt ströngustu kröfur. Við veitum ráðgjöf og aðstoð við útfærslu teikninga og gerð burðarþolsútreikninga. Auk þess veitum við þjónustu við stærri framkvæmdir, s.s. flutninga, reistningu, öflun efnis og leigu búnaðar. Breiðhöfða 10 110 Reykjavík Sími: 587 7770 Fax: 587 7775 e-mail: ev@ev.is www.ev.is EININGAVERKSMIÐJAN

x

Verktækni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verktækni
https://timarit.is/publication/957

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.