Verktækni - 01.09.2002, Blaðsíða 18

Verktækni - 01.09.2002, Blaðsíða 18
Doktorsvörn í snjóverkfræöi og vegagerð Skúli Þórðarson varði þann 6 september doktorsritgerð sína í snjóverkfræði og vega- gerð við norska tækni- og náttúruvísindaháskólann í Þrándheimi, NTNU. Ritgerð- in heitir"Wind flow studies for drifting snow on roads" en hún fjallar um skafrenn- ing á vegum. A snjóþung- um og vindasömum svæðum veidur fok- snjór aðallega tvennskonar vandamálum á vegum; skaflamyndun á og við veginn og snjókófi yfir vegi sem skerðir vegsýn ökumanna. Þessi vandamál valda sam- göngutöfum, draga úr umferðaröryggi og hafa í för með sér aukinn kostnað vegna vetrarþjónustu og snjómoksturs. Meginviðfangsefni Skúla var að greina á straumfræðilegan hátt vindstreymi og snjósöfnun í vegskeringum en margir erfiðustu kaflar vega með tilliti til skafrennings liggja í skeringum. Mark- mið doktorsverkefnisins var að þróa nýj- ar hönnunaraðferðir með það að leiðar- ljósi að draga úr vandamálum vegna foksnævar á vegum. I verkefninu var stuðst við bæði vettvangsrannsóknir og tölvuhermun á vindstreymi í landslaginu og í kringum vegi. Rannsóknir fóru fram á þjóðvegi nr. 1 í Bólstaðarhlíðarbrekku og á Kaperdalsvegen á eyjunni Senja í Troms-fylki í Norður-Noregi. Hermanir á vindstreymi voru gerðar með straum- fræðikerfinu Flow3D, en kerfið var unnt að laga að þörfum verkefn- isins. Með samspili vett- vangsrannsókna og vind- hermana var unnt að skil- greina skilyrði fyrir snjósöfn- un í vegskeringum og ein- angra þau atriði sem keppa þarf að til þess að góður ár- angur náist við hönnun vegskeringa. Niðurstöður verkefnisins leiddu í ljós mikilvægi þess að greina á milli aðstæðna sem annars vegar valda streymi sem er unnt að lýsa í tvívíðu rúmi og hinsvegar streymi sem aðeins verður lýst í þrívíðu rúmi. Tvívíðar að- stæður eru dæmigerðar fyrir aflíðandi land og vegskeringar með litlum halla en þrívítt streymi myndast við skörp hallaskil í landslaginu og í bröttum skeringum þar sem aðalvindáttin víkur frá hornréttri stefnu á meginbrotlínur í landinu. Ritgerðin kynnir tillögur að hönnun vegskeringa sem henta við mis- munandi aðstæður. Við bestu aðstæður er unnt að útbúa skeringar sem tryggja vindstreymi sem sjálfkrafa hreinsar snjó af vegi neðan skeringar en að öðrum kosti þarf að treysta á samspil veghönn- unar og snjómoksturs. I ritgerðinni var einnig fjallað um snjósöfnun kringum snjóflóðavarnar- garða, og tók Skúli ásamt fulltrúum frá Veðurstofunni þátt í vindgangatilraun- um í Frakklandi í því skyni. Fram- kvæmdar voru tölvuhermanir á vind- streymi í kringum snjóflóðavarnargarða og kynntar niðurstöður varðandi snjó- söfnun og vindafar í kringum snjóflóða- garða.Við hönnun slíkra garða þarf að gæta að hugsanlega skertu varnargildi vegna snjósöfnunar og vindmögnunará- hrifum sem almennt þekkjast hlémegin við löng og há mannvirki og geta haft á- hrif á því svæði sem verja skal gegn snjóflóðum. Meginhluti ritgerðarinnar sam- anstendur af sex vísindagreinum sem eru birtar á alþjóðlegum ráðstefnum og í fagtímaritum. Niðurstöður doktorsrit- gerðarinnar nýtast við vegagerð á foksnævarsvæðum, auk þess að vera koma að gagni við skipulag byggðar og við almenna mannvirkjagerð þar sem huga þarf að áhrifum vinds og foksnæv- ar. Verkefnið var styrkt afVegagerðinni, Statens vegvesen í Noregi, Nordisk Veg- teknisk Forbund og Evrópuverkefninu RoadEx. Foreldrar Skúla eru Þórður Skúlason og Elín Agnarsdóttir. Hann er giftur Ástríði Eggertsdóttur arkitekt og eiga þau tvö börn, Ragnheiði og Þórð. Skúli starfar við rannsóknar- og hönnunar- störf hjá Orion Ráðgjöf ehf. í Reykjavík. Nýr félagi - Einstakt tækifæri Nýir félagar íVFI fá nú einstakt tækifæri til að ná sér í fría sumar- leyfisferð jafnhliða því sem þeir njóta góðs af því að vera félagar í VFÍ. Allir þeir sem gerast félagar fyrir 20. desember 2002 lenda í lukkupotti sem dregið verður úr. Vinningshafinn fær vikuferð fyrir tvo til sólarlanda með leiguflugi Úr- vals-Útsýnar sumarið 2003 að verð- mæti kr. 120.000.- Nánari upplýsingar og umsókn- areyðublöð er að finna á heimasíðu félagsins www.vfi.is og á skrifstofu VFÍ í síma: 568 8511. GLERHORÐ GÆÐI! Glerhurð úr hertu gleri. Sandblásin að hluta. Þú getur valið um mynstur eða komið með eigin teikningu. Innihurðir úr hertu gieri Sterkt svipmót og falleg hönnun gera gæfumuninn. Þú getur valið um mynstur eða komið með eigin teikningu. Glerhurðirnar eru úr þykku hertu öryggisgleri sem þolir mikið álag. Einnig höfum við mikiö úrval af lömum og handföngum á boðstólum. Samverk er alhliða glerverksmiðja sem sérhæfir •t sig í utanhúss- og innanhússgleri. Við framleiðum líka glerhurðir, skilrúm, afgreiðsluborð svo fátt eitt sé nefnt. Sérsmíðum einnig hvaðeina eftir óskum viðskiptavinarins. Hafðu samband og athugaðu hvað við getum gert fyrirþig? IglerverksmiðjTI Eyjasandi 2 • Sími 487 5888 • samverk@samverk.is

x

Verktækni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verktækni
https://timarit.is/publication/957

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.