Verktækni - 01.09.2002, Side 19

Verktækni - 01.09.2002, Side 19
Bók í jólapakkann: Verk á vegi þínum Bókin Verk á vegi þínum er tilvalin í jólapakka fróðleiksfúsra ferðalanga. í bókinni er að finna upplýsingar um 115 steinsteypt mannvirki hér á landi. Steinsteypufélag íslands gaf bókina út fyrr á þessu ári í tilefni af 30 ára afmæli félagsins. Bókinni er ætlað að vera ferðalöngum til gagns og gaman og er hún til í enskri og íslenskri útgáfu. Bókinni er skipt upp í tíu kafla eftir landshlutum. Þar er að finna myndir af mannvirkjunum, texta um tilurð þeirra og sögu auk upplýsinga um arkitekta, burðarþolshönnuði og aðalverktaka, þar sem þær lágu fyrir. BækurnarVerk á vegi þínum og Works along the way fást í bókaverslunum og bensínafgreiðslum Esso um land allt. F lceCom ehf. hefur nú hafið sölu á búnaði frá Wood & Douglas Ltd. sem er virtur hönnuður og framleiðandi á fjarskiptabúnaði til iðnaðarstýringa, fjargæslu og þráðlausra radd samskipta t.d. fyrir útvarp.Wood & Douglas Itd. eru þekktir fyrir framleiðslu sína á radíó módemum sem gefa fjarskiptamöguleika fyrir serial samskipti áVHF og UHF tíðnissviðum.t.d.fyrir iðnstýringar, fjarlægðir milli módema geta verið tugir kílómetra og þarf ekki að vera bundið sjónlínu.Wood & Douglas hönnuðu og framleiða einnig hina mögnuðu MaxDaq línu. MaxDaq gefur möguleika á að raða saman eftir hentugleik stýri eða fjarmælingarlínum og senda þær þráðlaust allt að ISKm. Kerfið byggir á einingum sem raðast á hefðbundna DIN skinnu, og geta verið hliðrænir inn- eða útgangar 12 bita ADC/DAC 0- 10 mA, 0-20mA, 4-20mA eða 0-2.5V, 0-5V, 0-10V eða stafrænir inn eða útgangar. Upplýsingar er einnig hægt að sækja á serial porti og nota beint í skjástýriforrit (SCADA). Fjarskiptaeiningarnar í MaxDaq línunni geta verið sendar, móttakarar eða hvoru tveggja, og uppbygging getur verið margskonar. Kerfið er hægt að setja upp sem hermikráku þ.e. analog eða digital inngangur verði analog digital útgangur eða öfugt, eða upplýsingar eru teknar á serial porti eftir þörfum. Kerfið er hægt að setja upp sem point to point eða sem point to multipoint samskipti. Hver stjórnstöð ræður við 16 útstöðvar. lceCom ehf. er fyrirtæki sérhæft í fjarskiptum allskonar. lceCom ehf. hefur staðið að uppbyggingu á fjarskiptakerfum á Islandi síðan 1997. Þráðlaus kerfi, Ijósleiðarar eða símalínur allt eftir hentugleik hverju sinni, leitið upplýsinga hjá lceCom ehf.

x

Verktækni

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verktækni
https://timarit.is/publication/957

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.