Verktækni - 01.09.2002, Blaðsíða 10

Verktækni - 01.09.2002, Blaðsíða 10
Fjöldi og staðsetning tengla í íbúðarhúsnæði - ÍST 150 - Rafstaðlaráð lauk nýlega við gerð staðals- ins ÍST 150:2002 Raf- og boðlagnir fyrir íbúðarhúsnæði: Gerð, staðsetning og fjöldi tengistaða, sem gefinn var út og staðfest- ur af Staðlaráði 1. október. Staðallinn tiltekur lágmarksfjölda og staðsetninu tengla fyrir raf- og boðskiptalagnir í íbúð- arhúsnæði. Staðallinn segir einnig til um lagnaleiðir og lágmarksstærðir tengikassa og röra fyrir lagnakerfi. I takt við tímann ... ÍST150 er meðal annars ætlaður hönnuðum, rafvirkjum, húsbyggjendum og íbúðarkaup- endum. Staðallinn gerir byggingaraðilum kleift að skýra á einfaldan hátt hvemig frá- gangi raf- og boðkerfislagna skuli háttað með því að vitna til þess að þær séu í samræmi við kröfur ÍST 150:2002. Staðallinn tiltekur lág- markskröfur og þær lausnir sem lagðar em til grundvallar gefa möguleika á hönnun sem er sambærileg eða betri. Kröfur um staðsetn- ingu tengla og rofa em í takt við það sem eðlilegt hefur þótt til þessa. Búast má við að endurskoða þurfi staðaiinn reglulega miðað við reynslu og breytingar sem verða á þörfum íbúa og þróun lagna og búnaðar. ... og þarfir íbúa Með ÍST 150 er komið til móts við kröfur sem íbúðareigendur gera til lagnakerfa í nýbyggingum. Notkun staðalsins ætti að draga úr þörf fyrir dýrar breytingar eftir á og margskonar reddingar við að auka fjölda tengla og lagna í íbúðarhúsnæði. Gera má ráð fyrir óskum um sjónvarp, síma og/eða tölvu í flestum herbergjum íbúðarinnar. Pví þarf að tiyggja að tengimöguleiki eða lagnaleið sé fyrir hendi. Einnig þarf að sjá til þess að styrkleiki merkis fyrir t.d. sjón- varp sé viðunanandi í öllum tenglum íbúð- arinnar. Staðallinn kveður því á um að allar boðskiptalagnir séu miðkerfislagnir, þ.e. lagt sé sér rör frá tengiskáp í hverja dós til að koma í veg fyrir mjög mismunandi styrkleika merkis á tengistað. Staðallinn var unnin á vegum tækni- nefndar sem skipuð var af Rafstaðlaráði. Nefndina skipuðu; Halldór Arnórsson, formaður, Sigurður Geirsson, Rúnar Back- mann og Ágúst Ó. Ágústsson. Leitað var víða fanga og nefndin naut aðstoðar rnargra. Má þar meðal annarra nefna Hannes Siggason, Ásgrím Jónasson, Örlyg Jónatansson, Magnús Matthíasson og Sig- urð Sigurðarson. Staðalinn ÍST 150 má panta á www.stad- lar.is eða í síma 520 7150. Leiðarljós á landsins ströndum 1878-2002 Vitar á íslandi er glæsileg bók sem rekur sögu vita á íslandi frá upphafi. Hana prýðir fjöldi mynda og teikn- inga ásamt umfjöllun um alla vita sem byggðir hafa verið á landinu. Bókin lýsir athyglisverðum þætti i íslenskrar byggingarlistar og tækniþróunar og segir L einnig sögu vitaþjónustu, vitaskipa og W vitavarða á íslandi. SIGLINCASTOFNUN Vesturvör 2, 200 Kópavogi, sími 560 0000

x

Verktækni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verktækni
https://timarit.is/publication/957

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.