Verktækni - 01.09.2002, Blaðsíða 11

Verktækni - 01.09.2002, Blaðsíða 11
Flateyjargáta JVÍeistaraflétta Viktor Arnar Ingólfsson tæknifræðingur hefur loks sent frá sér nýja bók eftir hina velheppnuðu glæpasögu Engin spor sem kom út fyrir fjórum árum. Þessi nýja bók ber nafnið Flateyjargáta og gerist árið 1960 í hinu fámenna og friðsæla samfélagi í Flatey á Breiðafirði. Þetta samfélag gjör- þekkirViktor en hann dvaldi þar fimm sumur hjá afa sínum og ömmu á árunum 1960-1964. í hinni þekktu bók Jökuls Jak- obssonar og Baltasars eldri, Síðasta skip suður, er kom út 1964 er einmitt mynd af Viktori og ömmu hans teiknuð af Baltasar. NáttúrulýsingarViktors á umhverfinu í Breiðafirði eru sérstaklega góðar og einnig fléttar hann hinni einu, sönnu Flateyjarbók snilldar- lega inn í söguna. Flétturnar í sögunni, sem eru fleiri Teikm'ng Battasars af Viktori A. Ingótfssyni 9-10 ára árið 1964 með ömmu sinni i Flatey, Jóninu Ótafsdóttur. Hún sá um póst og síma- mál i eynni, þar með tatið Ftateyjarradíó. Verið getur að hún sé ein af sögupersónum í Ftateyjargátu. Myndin er úr frábærri bók JökuLs lakobssonar og Battasars, Síðasta skip suður. en ein, eru sérlega góðar og persónulýs- ingarnar eru frábærar. Sagan hefst á því að lík finnst á eyðieyju á Breiðafirði og að- stæður eru grunsamlegar. Meðan á rann- sókn stendur finnst annað lík í kirkjugarð- inum í Flatey hroðalega limlest og minna limlestingarnar á hryllilegar lýsingar úr Flateyjarbók er Ólafur Tryggvason og síðar Ólafur helgi voru að kristna landsmenn sína í Noregi og beittu við það slíkum limlestingum. Lesandinn er orðinn furðu lostinn á þessum hryllilegu atburðum og spyr sig hvað sé eiginlega að gerast í þess- ari friðsælu byggð. Er höf- undur komin út í einhvern fáránleika? Nei, það er öðru nær; þegar flétturnar ganga upp eru skýringamar mjög sannfærandi og gætu auðveldlega hafa gerst í raunveruleikanum. Hvort dauðsfallið um sig myndar sína fléttu og einnig eru tvær aukafléttur sem byggja á eldra - dauðsfalli og hinni fornu Flateyjarbók, sem gegnir miklu hlutverki í sög- unni og byggist hin eiginlega Flateyjargáta á henni, en bókin dregur nafn sitt af þeirri gátu. Flateyjarbók er nú til sýnis í allri sinni dýrð í Þjóðmenning- arhúsinu við Hverfis- götu og ættu allir lands- menn að bregða sér þangað og líta þennan þjóðardýrgrip augum. Hin flókna Flateyjargáta í sam- nefndri bók er mjög marg- breytileg bæði bókmennta- lega og flatarmálslega og er algjör uppfinning hins óii'JARGÁTfl Viktor Arnar Ingólfsson snjalla höfundar, en áðurnefnd bók hans Engin spor var fyrsta íslenska bókin sem tilnefnd var til Glerlykilsins, sem eru hin árlegu norrænu glæpasöguverðlaun. Engin Spor fjallar um verkfræðing af gamla skólanum, en slíkir fyrirfinnast enn á hinunt klassísku verkfræðistofum og stofnunum landsins. Bókin fjallar einnig af nákvæmni unt járnbrautarmálið svokallaða og ættu allir tæknimenn að lesa þá bók sér til ánægju og fróðleiks. Nýja bókin, Flateyjargáta, er ekki frekar fyrir tæknimenn en aðra, en ef eitthvað er þá er Flateyjargáta jafnvel enn betri saga en Engin spor þó að aðdáendum þeirrar bókar finnist það ótrúlegt. Móðir mín, sem er rúntlega áttræður Breiðfirðingur og hefur lesið allra þjóða glæpasögur af ákefð undanfarin 68 ár, gaf þessari nýjustu bókViktors hæstu einkunn á alþjóðlegan ntælikvarða, bæði fyrir flétt- urnar og náttúrulýsingarnar, og fannst henni hún vera kontin á ný á æskuslóðir í Breiðafirði. íslenskir tæknimenn hafa ekki marga rithöfunda í sínunt hópi, en tækni- fræðingurinn Viktor er hinn afkastamikli útgáfustjóri Vegagerðarinnar sem margir tæknimenn kannast við. Tæknintenn; látið ekki Flateyjargátu vanta í jólapakkann og þeir ykkar sent hafa ekki enn lesið Engin spor getið fengið hana á kr. 1490 í Ey- ntundsson í Kringlunni og Smáralind og jafnvel gefið hana sent aukajólagjöf. Bókin í hnotskurn: Sérlega skemmtileg og spennandi glæpasaga og untfram allt eru flétturn- ar sannfærandi. Birgir Jónsson, verkfræðingur.

x

Verktækni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verktækni
https://timarit.is/publication/957

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.