Verktækni - 01.09.2002, Blaðsíða 20

Verktækni - 01.09.2002, Blaðsíða 20
Frumherjar verkfræöi á Á þessu ári hefur þess verið minnst með ýmsum hætti að 90 ár eru liðin frá stofnun Verkfræðingafélags Islands. Eitt af því er út~ gáfa tíu binda ritraðar sem lýkur með 100 ára söguVerkfræðingafélagsins árið 2012. Fyrsta bindið í ritröðinni er nú komið út og heitir: Frumherjar í verkfræði á Islandi. í ritröðinni verður fjallað um hin ýmsu svið sem verkfræðingar hafa starfað á en afar lítið er til af slíku efni á íslensku. Sú stefna var mörkuð að ritin skuli vera auðlesin, fróðleg og skemmtileg og höfða til almennings jafnt sem verkfræðinga. í bókinni um frumherjana í verkfræði er fjallað um 38 fyrstu verkfræð- ingana á íslandi, ævi þeirra rakin og helstu störf og gjaman dregnar fram fróðlegar og oft spaugilegar hliðar af samtímanum og 70 mm og 100 mm þakniðurföll í miklu úrvali, með og án sjálvirks hitaþráðar. Áfastur PVC- eða tjörudúkur. Fleiri stærðir fáanlegar. VATNSVIRKINN ehf. Ármúla 21, 108 Reykjavík Sími 533 2020 Fax 533 2022 www. va tnsvirkinn.is / íslandi samtímamönnum. Gefur ritið góða innsýn í þróun íslensk þjóðfélags á fýrstu áratugum aldarinnar. Bókin Frumherjar í verkfræði á Is- landi er 240 blaðsíður og prýdd yfir eitt hundrað myndum. Höfundur hennar er Sveinn Þórðarson sagn- fræðingur en honum til aðstoðar var ritnefnd úr röðum verkfræð- inga. Nefndina skipuðu þeir: Há- kon Ólafsson, Pálmi R. Pálmason og Guðmundur G. Þórarinsson. Á bókarkápu segir: í þessari bók er rakin saga íslenskra frum- herja í verkfræði, þeirra manna sem mddu æðri verkþekkingu braut á íslandi og hringdu inn nýja öld framfara í verklegum efnum. Hér segir frá ævi þeirra og helstu verkum, sem gjörbreytt hafa ásýnd landsins og hag þeirra sem það byggja. Lögð hefur verið áhersla á að bókin sé skemmtileg, auðlesin og við allra hæfi. Auk þes að vera ómetanleg heimild um störf og aðstæður verkfræðinga í upphafi 20. aldar gefur hún raunsanna mynd af þjóðfélaginu í heild og þróun þess frá örbirgð til bjargálna. Meðal þess sem sagt er frá en fæstir vita er að Baldvin Einarsson, sem gaf út tímaritið Ár- mann á alþingi, innritaðist í verkfræði árið 1831 í Fjöllistaskólanum í Kaupmannahöfn, 60 ámm áður en fyrsti íslenski verkfræð- ingurinn útskrifaðist. Hann lést hins vegar af brunasámm áður en hann gat lokið námi. Af því tilefni ritaði Bjarni Thorarensen skáld til minningar um hann ljóð sem hefst á orðunum: "Isalands óíiaminqju verður allt að vopni." Bókina prýðir fjöldi mynda, sem margar hverjar hafa ekki áður birst á prenti og í henni eru einnig gamanvísur eftir Jón Helgason, prófessor um verkfræðinema í Kaupmannahöfn en honum hefur greini- lega þótt nóg um atferli þeirra. Bókin er seld á skrifstofu WÍ og í bóka- verslunum.Verð bókarinnar til félags- manna VFÍ er kr. 4.500.- Ef keypt eru tíu eintök eða fleiri kostar hver bók kr. 4000.- Álftamýrarskóli og Reykhólaskóli hljóta viðurkenningu í októbermánuði s.l. veitti Hagsmunafélag urn eflingu verk- og tæknimenntunar Álftamýrarskóla í Reykjavík og Reykhólaskóla í Reykhólasveit viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur nemenda 10. bekkjar í samræmdum prófum í stærðfræði. - Álftamýrarskóli fyrir hæsta meðaleinkunn vorið 2002 og Reykhólaskóli fyrir hæsta meðaleinkunn sl. þrjú ár. Báðir skólarnir hlutu viðurkenningarskjal og peningaverð- laun. Skólarnir munu nota verðlaunaféð til að bæta aðstæður til raungreinakennslu. Þetta var í fjórða sinn sem Hagsmunafélagið heiðrar skóla eða einstaklinga fyrir gott framtak á sviði raungreinakennslu. Að félaginu standa Háskólinn á Akureyri, Háskóli íslands, Samtök iðnaðarins, Tækniháskóli Islands, Tæknifræðingafélag Is- lands ogVerkfræðingafélag íslands.

x

Verktækni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verktækni
https://timarit.is/publication/957

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.