Verktækni - 01.09.2002, Blaðsíða 15

Verktækni - 01.09.2002, Blaðsíða 15
Ungmenni á Engjateignum Eins og sagt var frá í síðasta tölublaði hafaTFI ogVFI gert samstarfssamning við Fræðslumiðstöð Reykjavíkur og Peocon ehf. um að efla áhuga nemenda í grunnskólum á raungreinum. Nú þegar hafa nokkrar kynningar verið haldnar og hafa þær tekist mjög vel. Kristján Hauk- ur Flosason hjá Peocon hefur sagt krökkunum frá talningarkerfinu í Smáralind sem fyrirtækið hannaði, nýt- ingu raungreina í margbreytilegum verkefnum og störfum tæknimanna. Nemendurnir hafa flestir verið mjög áhugasamir og spurt Kristján spjörunum úr. Að loknum fyrirlestrinum er gerð könnun á viðhorfum nemenda. Það er ánægjulegt að lang stærstum hluta nemenda finnst fyrirlesturinn spennandi og segja að hann hafi aukið áhuga þeirra á stærðfræði og öðrum raungrein- um. Samningurinn gagnvart Peocon gildir til næstu áramóta en þá er gert ráð fyrir að annað fyrirtæki taki við og kynni starfsemi sína og tengingu við raun- greinar. BROT af því sem við bjóðum. Upplýsingar um vöru og þjónustu er að finna á heimasíðu okkar samskipti .is SAMSKMdSí prentlausnir markaðslausnir 15

x

Verktækni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verktækni
https://timarit.is/publication/957

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.