Alþýðublað Hafnarfjarðar


Alþýðublað Hafnarfjarðar - 16.12.1993, Blaðsíða 5

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 16.12.1993, Blaðsíða 5
Alþýðublað Hafnarfjarðar 5 Kaþólska kirkj an í Hafnarfirði Hjalti I>orkelsson, prestur kaþólska saf'nararins í Hal'narllrði, er fæddur norður á Ströndum. Hann gekk í Kennaraskólann i Reykjavík og fór síðan til frani- haldsnáms í Þýsklandi. I>ar geröist hann kaþólskur og ákvað að læra guöfræöi. Hjalti hefur starfað sem prestur hjá kaþólsku kirkjunni í 10 ár. Hann var fimm ár prestur á Landakoti cn var síðan sendur hingaö til Hafnarfjarðar. I>á átti að fara að byggja hér kirkju fvrir kaþólska söfnuðinn og er hún nú risin. Hjalti kennir jafnframt við barnaskólann á Landakoti. Alþýðublaði Hafnarfjarðar þótt forvitnilcgt að fræðast örlítið um þennan söfnuð sem ekki fer mikið fyrir dags daglega. Við byrjuðum á því að inna Hjalta eftir sögu kaþólikka I Hafnarfirði, en hún hefur sett mark sitt á Hafnarfjörð á þessari öld. Saga okkar í Hafnarfirði hefst í upphafi þriðja áratugs þessarar tikiar. Þá kaupir Regla Montfortpresta jörðina Jófríðarstaði. Fyrir kaup- unum stóð yfirmaður Montfort- presta, Meulenberg, og tengist kaupunum skemmtileg saga. Sagan segir að Meulenberg hafi komið til Hafnarfjarðar og verið að velta því fyrir sér hvort hann ætti að kaupa Jófríðarstaðalandið fyrir regluna. Fyrir það þurfti að greiða mikið fé á þeirra tíma mælikvarða eða alls 65 þúsund krónur. Hann var að ganga upp tröðina sem lág upp að Jófríðarstöðum og var þar litið inn um glugga á húsi og fannst þá sem hann sæi styttu af heilögunt Antóníusi frá Padúa. Meulenberg hafði ntiklar mætur á þessum dýrlingi og taldi að hér væru teikn á ferðinni svo liann dreif sig í að kaupa landið. Síðar fór hann að velta því fyrir sér Itver í Hafnarfirði gæti átt styttuna af þessum dýrlingi, sem hann taldi sig hafa séð. En hún fannst hvergi. Sennilega hefur þetta verið missýn, en ýmsir sjálfsagt talið það hafa verið kraftaverk. Hvenær var svo byggt hérna á Jófríðarstöðum? í árslok 1924 var vígð kapella á Jófríðarstöðum. Kaþólska reglan hafði keypt hér íbúöarhús og i einu herbergi þess var innréttuð kapella. Hér hefur setið prestur allt frá árinu 1926. Lengi frainan af var jafnframt stundaður búskapur á Jófríðar- stöðum. Hér voru lengst af tveir prestar og þjónaði þá annar þeirra Karmel- klaustrinu eftir að það var reist. Eins voru hér múnkar eða bræður sem ekki höfðu hlotið prestvíglsu og unnu þeir við búskapinn. Þeir seldu síðan afurðirnar, eins og mjólk og egg og þá sérstaklega til spítalans. Ég held að búskapurinn haft lagst af árið 1956. Hins vegar muna eflaust margir eldri Hafnfirðingar eftir þessum tímum og þá Hinriki bróður sem fór með mjólkina á hestvagni niður að spítala. En hvenær var Jósefsspítali byggður? Fljótlega eftir að bræður höfðu sest að á Jófríðarstöðum var hafist handa við byggingu St. Jósefsspítala. Hann var tekinn í notkun árið 1926. Það var Guðjón Samúelsson sem teikn- aði spítalann en við hlið Itans var byggð kapella. í grein sem birtist í dönsku blaði Viðtal við Hjalta Þorkelsson, prest kaþólska safnaðarins í Hafnarfirði. um vígslu spítalans segir frá því, að kapellan hafi verið hugsuð lil að þjóna sem kirkja fyrir kaþólska söfnuðinn í Hafnarfirði fyrst unt sinn. En hún gerði það í yfir 60 ár. Það voru hins vegar Jósefssystur sem stóðu fyrir því að spítalinn var reistur. Upp frá því fór starfsemi kaþólikka að aukast hér í Hafnarfirði og einn og einn að ganga í söfnuðinn. Síðar, árið 1938, var byggður skóli beint á móti spítalanum. Hann var starf- ræktur allt til ársins 1956. Hafn- firðingar þekkja hann undir nafninu Kató. Þar eru nú læknastofur til húsa í dag. En það voru Jósefssystur sem ráku hann. Svo var klaustriö bvggt? Já, það var á árunum fyrir stríð. Þá var farið að huga að því að reisa hér íhugunarklaustur eða bænaklaustur. Meðan verið var að byggja það komu hingað til Hafnarfjarðar Karmelsystur frá Hollandi. Þær bjuggu í skólanum til að byrja með. Þegar byggingunni var fulllokið, kom hins vegar hemámið og þá lagði breski herinn undir sig klaustur- sbygginguna. Hann var þar með einhver konar fjarskiptamiðstöð. Nunnurnar urðu því að víkja úr húsinu og þar sem lifnaðarhættir þeirra eru all sérstæðir þótti ekki tækt að þær byggju einhvers staðar úti í bæ. Því fluttu þær til Banda- ríkjanna meðan á stríðinu stóð en komu til baka að því loknu. Þær voru hér fram til ársins 198? Þá var útséð með að hollensku syst- umar gætu haldið úti klaustrinu, þar sem þær fengu enga nýliða og þær orðnar aldraðar. Systurnar sem eftir voru fluttu því aftur til Hollands. En ári síðar konni systur frá Póllandi sem eru hér enn. Þær kontu saman og voru orðnar 24 þegar þær voru flestar. En þar sent sú regla gildir hjá Karmelklaustrum, að það eigi helst ekki að vera fleiri en 21 systir í klaustri, var ákveðið að stofna nýtt klaustur í Trömsö í Noregi. Þangað fóru tólf systranna. Hver voru tildrög þess að farið var út í að reisa hina glæsilegu kirkju sem hér er risin á Jófríðarstöðum? Fyrir sjö til átta árum var orðið ljóst, að Jósefs- systur gátu ekki rekið spítalann áfram. Því var ákveðið að selja hann. Þá fóru stjórnendur kirkj- unnar að hugsa fyrir því að söfn- uðurinn hér í Hafnarfirði þyrlti að fá inni annars staðar. Þáverandi biskup, Hinrik Frehen, fékk vilyrði fyrir styrk frá Þýskalandi til að korna hér upp kirkjubyggingu fyrir söfnuðinn auk þess sem Jósefs- systur lögðu fé til byggingarin nar. Þegar það lá fyrir var hafist handa við að undirbúa bygg- ingu Teikningar lágu fyrir árið 1987. Þá urðu hjá okkur biskupaskipti og við tók Alfred Jolson. Það var hann sem ákvað að senda niig hingað undirbúningi að byggingu kirkj- unnar. Þann 10. júní 1990 var fyrsta skóflustungan að kirkjubyggingunni 7j^neski af - _ tekin en það gerði kirkjunni á Jótriöarstöðum Lioba, elsta Jósefs- systirin, sem þá var á lífi og hafði starfað hér í Hafnarfirði. Kirkjan var svo vígð þann 3. júlí nú í sumar. Aður var hér kapella en nú kirkja. Hver er munurinn? Kapella er yfirleitt bænahús í heimahúsum, spítulum eða stofn- unum. Kirkjan hér er t.d. vígð með allt öðrurn hætti en til að mynda kapellur. Þetta er því sóknarkirkja, en ekki kapella. Það voru t.d. kapellur á spítalanum og klaustrinu, en aldrei sóknarkirkjur. Þannig var kapellan á spítalanum eign Jósefs- systra, eða spítalans, en ekki safnaðarins. Eins eru allar serímoníur miklu flóknari, þegar sóknarkirkja er vígð. Þar gilda ýmis konar fyrirmæli. I jafn gamalli stofnun og kaþósku kirkjunni hafa myndast margvíslegar hefðir. Þannig er það t.d. fyrirskipað, að í kaþólskri kirkju þurfi altarið að vera úr steini og fast. Altarisgólfið þarf að vera úr gegnheilum náttúrulegum steini, en þar fer fram mikilvægasti hluti messunnar. Enda er talað um altarið sem hyrn- ingarstein kirkju Krists. En þessi bygging er meira en kirkja? Já, hún er jafnframt safnaðarheimili og prestbústaður. Svo er lfka kjallari undir húsinu að hluta til. Þar er nú verið að koma fyrir litlu fræðslu- bókasafni. Þar eru gögn fyrir þá sem annast kristinfræðikennslu. Þetta verður því lítil fræðslumiðstöð fyrir þá sem áhuga hafa á krisnum fræðum. Hvernig er stafsdegi þínum háttað? Aðalstarf prestsins er að sjálfsögðu heilagum Antóníusi frá Padua i messuhaldið. Það er messa hér á hverjum degi, alla virka daga klukkan sex. Síðan er messa á sunnudögum kl. hálf ellefu. Hafnarfjörður þjónar líka Suður- nesjunum. Við förum því héðan til Keflavíkur hvern sunnudag, en þar við erum með útbú. Við eigum þar lítið hús og breyttum bílskúrnum í kapellu. Hvað með greftranir, feriningar og skírnir? Héðan hefur aldrei verið gerð jarðarför ennþá. Aður var það fyrst og fremst vegna þess hve kapellan var lítil, að það var ekki hægt. Það er ekki fyrr en með tilkomu þessarar kirkju að það er mögulegt. En þar sem þetta er lítill söfnuður, þá er eðlilegt að það sé ekki mikið unt slíkar athafnir. Enn hefur enginn skírn farið hér fram frá því að kirkjan var tekin í notkun sl. sumar. Hvað eru margir í söfnuðinum? Héi' í Hafnarfirði eru á skrá um það bil 150 manns. Síðan tilheyra söfnuðinum Suðurnes og Garðabær. A öllu svæðinu eru því í söfnuðinum um 460 manns alls. Prestverkin ekki ýkja mörg hjá söfnuðinum fyrir utan daglega messugerð. Það er þess vegna sem ég kenni í Landakots- skólanum. Þá erum við ineð yfir veturinn reglulega fræðslu einu sinni í viku fyrir böm á aldrinum 7 til 13 ára. Hver er staða kaþólsku kirkj- unnar á íslandi í dag. Er þetta vaxandi trúfélag? Ég held að það megi segja að hún sé í ákveðnu jafnvægi. Þó má segja að hún vaxi á eðlilegan hátt. Það er allaf eitthvað um það, að fullorðnir einstaklingar ganga til liðs við söfnuðinn. En það eru engar stórar tölur. Þetta 10 til 15 manns á ári á landinu öllu. Við stundum heldur ekki neinar markvissar sálna- veiðar með því að ganga í hús eða því um líkt til að reyna að ná fleirum í söfnuðinn. Það er því alltaf af eigin hvötum, þegar fólk gengur í söfnuðinn. Það skeður hins vegar ekki fyrir- hafnarlaust. Til þess er ætlast að fólk hljóti ákveðna fræðslu áður en það er tekiö í söfnuðinn og hafi sótt kirkju að minnsta kosti einu sinni í viku í heilt ár. Það er gert til að tryggja það að fólkið viti hvað það er að gera. Er mikið um að fólk sem ekki er í söfnuðinum sæki messur hjá þér? Það er ekki mikiö um það á virkum döguni. En þó slæðist alltaf inn einn og einn. Hins vegar hefur verið góð og mikill aðsókn í messur á stórhátíðum eins og var í kapellunni við Jósefsspítala. 15 í upphali, en Ijölgaði smám til að taka þátt í Kirkjan á Jófriðarstöðum er i senn stílhrcin ogfögur.

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.