Alþýðublað Hafnarfjarðar


Alþýðublað Hafnarfjarðar - 16.12.1993, Blaðsíða 11

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 16.12.1993, Blaðsíða 11
Alþýðublað Hafnarf jarðar 11 eftir allt öðrum leiðunt en menn hafa hingaö til haldið. Þeir skila sér bak- dyrameginn. Eg skal skýra þetta aðeins nánar með því að taka dæmi frá Calgary í Kanada. Þar byggðu menn mikla kjarneðlifræðistofnun og háskóla. Síðan sátu þeir uppi með mannlausa stofnun og auðan skóla. Þeir fóru að athuga hverju sælti. Þá kom í Ijós að stúdentar sótlu ein- faldlega annað, þangað sem var eitthvað menningarlíf að hafa. Þetta varð til þess að Calgaryborg fór að setja gríðarlega fjármuni í byggingar á leikhúsum, óperuhúsi og lista- söfnum af ýmsu tagi. Það var eins og við manninn mælt, að síðan hefur hvert sæti við háskólann verið skipað. Það nákvæmlega sama gildir í Hafnarfirði. Við vitum það að á þessum árum inenningarbyltingar- innar hérna, sem eru nú ekkert mörg, hefur fólksflutningur aukist gífurlega til bæjarins. Við getum líka litið til þess að fyrir nokkrum árum var hvergi hægt að setjast niður í Hafnarfirði og fá sér kaffisopa eða matarbita. Nú eru hér kaffihús og veitingahús af ýmsu tagi iðandi af mannlífi. Þetta helst allt í hendur. Orn: Eg held að menn verði einnig að horfa til þess hversu mikilvægt það er að eiga sér menningu og þá lifandi menningu. Það er ef til vill okkar gömlu skinnhandritunum að þakka, að við erum sjálfstæð þjóð í dag. A erfiðum tímum hefur það oft verið stolt þjóðarinnar að vitna í Islendingarsögunar, bókmenntir okkar. Sömuleiðis sjáum við rnenn- ingarborgir í Evrópu, Vín, París - og fleiri menningarborgir. Þessar borgir gera út á þann menningarauð sem að þar hefur safnast saman, bæði tónlist og á öðrunt sviðum. Fólk kemur jafnt frá Bandaríkjunum sem Japan í pílagrímsferðir til að sjá og fá að kynnast menningu þessara borga og þá jafnframt menningu Evrópu. Nigel Kennedy bregSur á leik með Hljómsveit lijörns Thoroddsen í Hafnarborg að afloknum tónleikum í Kaplakrika hefur orðið algjör viðhorfsbreyting í þeim hópum eftir að farið var af stað með Listahátíð í Hafnarfirði. Sverrir: Mér finnst alltaf gaman af að rifja upp gagnrýni, sem Bragi Asgeirsson einn okkar virtasti gagnrýnandi, skrifaði í Morgunblað- ið fyrir mörgum árum um einhvern listviðburð sem hafði átt sér stað í Hafnarfirði. Þeir voru nú ekki margir á þeint tíma. Þá sagði Bragi, að til þess að finna samjöfnuð við menningarskortinn í Hafnarfirði yrðu menn að leita til Súðavíkur - og þá hefði Súðavík lík- lega vinninginn. En það hefur mikið breyst síðan. Þessi sami gagnrýnandi skrifar nú iðulega um listviðburði í Hafnarfirði, l. d. Hafnarborg og kveður þar við allt annan tón. Örn: Ég get sagt frá þessu út frá eigin reynslu. Ég fór út til náms árið 1986 og kom síðan aftur til baka árið 1990. Við heimkomuna sá ég heilmikla breytingu á menningar- lífinu, ekki síst í Hafnarfirði, þó svo að listahátíð hafi ekki verið tilkomin þá. Þegar maður kont til Hafnarfjarðar sá maður, að það var mikil kraftur í framkvæmdum hérna og breytingin Itvað áþreifanlegust. Hafnarborg hafði t.d. risið í millitíðinni, þökk sé Sverri Magnússyni. En svo ég segi þessa sögu aðeins lengra, þá stofnaði ég hljómsveitina Kammerata. Þá var talað um hvar væri hægt að halda tónleika á Reykjvíkursvæðinu. Mér var bent á að halda tónleika hér í Hafnarborg, en menn töldu það hina mestu fásinnu. Það kæmi enginn til Hafnarfjarðar á tónleika. En núna í dag vitum við að þetta er orðið gjörbreytl. Nú segir enginn lengur: Við förunt ekki þangað á tónleika. - Alþjóðleg listahátíð kostar mikið þegar fengnir eru góðir og þá vœntanlega dýrir listamenn til þátttöku. Er ekki of mikið í fang fœrst fyrir jafn lítið bœjarfélag og Hafnarfjörð að standa fyrir slíkri alþjóðlegri listahátíð? Sverrir: Ef ég má svara þessu, þá finnst mér þetta vera ekkert annað en góð fjárfesting fyrir þetta bæjarfélag. Þetta er fyrst og fremst gróðafyrir- tæki fyrir bæjarfélagið. Auðvitað kostar menningin peninga. En hún færir peninga aftur í kassann Gunnar Gunnarsson og Örn Óskarsson, tveir af þremur stjórnarmönnum Listahátíðar í Hafnarfirði J0LATILB0Ð!!! ÞÚ TEKUR ÞRJÁR SPÓLUR EN GREIÐIR Fjarðarvídeó FYRIR Allar nýjustu myndirnar er elsta leigan í bænum eru til í mörgum og myndaúrvalið er eintökum ótrúlegt TVÆR Nýjar myndir daglega Við leigjum út karaokee - tæki og spólur - frábær skemmtun

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.