Alþýðublað Hafnarfjarðar


Alþýðublað Hafnarfjarðar - 16.12.1993, Blaðsíða 6

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 16.12.1993, Blaðsíða 6
6 Alþýðublað Hafnarfjarðar Sólvangur 40 ára Ingvar Viktorsson, bæjarstjúri afhendir liér Sveini Guöbjartssyni.forstjóra Sólvangs afmœlisgjöffrá IIafnatfjarOarbœ. Hinn 23. október s. I. voru 40 ár liðin frá því að Sólvangur tók til starfa. I‘aö var Hafnarfjarðarbær, sem stóð fyrir byggingu hans, og alla tíð hefur Sólvangur verið í eigu bæjarins. Afmælisins var minnst með myndarlegum hætti á af- mælisdaginn, svo sem síðar verður greint frá í þessari frásögn. ÞaðvarAlþýðuflokkurinn í Hafnar- firði undir forustu Guðmundar heitins Gissurarsonar, sem beitti sér fyrir byggingu Sólvangs. Það var því skemmtilegt og vel við hæfi, þegar þessi ágæti og áhugasami baráttumaður varð fyrsti forstjóri þessa hjúkrunar- og elliheimilis. Sólvangur átti bæði hjarta og hug Guðmundar og að því bjó Sólvangur, bæði í upphafi og lengi síðan. Haustið 1935 hófst rekstur fyrsta elliheimilisins í IHafnarfirði. Það var til húsa á Austurgötu 24, en það húsnæði hafði bærinn tekið á leigu hjá Hjálpræðishemum í þessu skyni. Jafnframt því að þarna væri elliheimili, var rekin þar mötuneyti fyrir almenning. Margrét ívarsdóttir kennari var ráðin forstöðukona elliheimilisins og mötuneytisins, en seinna gegndi Sigurrós Sveinsdóttir því starfi. Elliheimilið var undir yfirstjórn fátækranefndar bæjarins og að jafnaði voru þar 30 til 35 vistmenn. Hafnarfjörður var annað bæjar- félagið á landinu, sem hóf rekstur elliheimilis. Fyrstur til þess varð ísafjörður. Það var engin tilviljun, að í báðum þessum sveitarfélögum var Alþýðuflokkurinn í meirihluta. Alþýðuflokkurinn hefur alltaf látið málefni aldraðra sig miklu skipta. Á fundi bæjarráðs Hafnarfjarðar 3. júlí 1944 var lagt fram bréf frá Guðmundi Gissurarsyni, dagsett 28. júní. Þar segir hann frá því, að eftirspurn eftir vistrými á elliheim- ilinu sé orðin miklu meiri en unnt sé að anna. Hann lagði því til að hafin yrði bygging elliheimilis eins fljótt og kostur væri. Hann varpaði fram þeirri hugmynd, að reist yrði mynd- arleg bygging, sem skiptist í elli- heimili, sjúkradeild og fæðingar- deild. Hann stakk upp á því í bréfinu að kosin yrði þriggja manna nefnd til að undirbúa málið. Daginn eftir þennan bæjarráðsfund, hinn 4. júlí 1944, kaus bæjarstjórn þessa nefnd. Guðmundur Gissurar- son var formaður hennar, Ásgeir Stefánsson varaformaður og Stefán Jónsson var ritari nefndarinnar. Nefndin skilaði áliti til bæjar- stjórnar um byggingu nýs elli- hjúkrunarheimilis og samþykkti bæjarstjórn tillögur nefndarinnar á fundi sínum hinn 30. október 1945. Skiptar skoðanir voru um það, hvar byggingunni skyldi valinn staður. Það voru einkum þrír staðir, sem þóttu koma til greina, við Skúla- skeið, við Álfaskeið og ofan og austan Hörðuvalla. Að lokum var skipulagsnefnd ríkisins falið að velja staðinn. Niðurstaða hennar var, að húsið skyldi reist á hrauninu upp af Hörðuvöllum. Smíði elli- og hjúkrunarheimilisins hófst síðari hluta ársins 1946 og hinn 23. október 1953 var heimilið vígt og gefið nafnið Sólvangur. Það þurfti mikið fjárhagslegt átak, til þess að gera drauminn um Sólvang að veruleika. Hafnarfjarðarbær bar hitann og þungann við fram- kvæmdirnar, en margir aðrir aðilar létur þar til sín taka. Þannig lagði t.d. Bæjarbíó 534.000 krónur í bygg- inguna, en það voru miklir peningar á þeim tíma. Kvenfélagið Hringurinn í Hafnar- firði sýndi hug sinn til Sólvangs með myndarlegum hætti á 40 ára afmæli sínu. Þá færði félagið fæðingar- deildinni ýmis konar lækningatæki. svo sem skurðstofulampa, súr- efnistæki, rannsóknarstól, verk- færaborð, sótthreinsunarofn, 20 uppbúin sængurkvennarúm og 20 uppbúin barnarúm. Fjölmörg félög og einstaklingar hafa sýnt Sólvangi hlýhug og ræktarsemi á liðnum árum og yrði of langt mál að telja það allt hér. En hafi þeir allir heiður og þökk fyrir. Guðmundur Gissurarson var ráðinn fyrsti forstjóri Sólvangs og gegndi því starfi til dauðadags 6. júní 1958. Þá tók Jóhann Þorsteinsson kennari við forstjórastarfinu og gegndi því til 31. desember 1966, er hann lét af störfum fyrir aldurssakir. Þá tók Eiríkur Pálsson lögfræðingur við starfinu. Eiríkur lét af störfum 1. janúar 1982 vegna aldurs, en þá tók Sveinn Guðbjartsson við forstjóra- starfinu og hefur gegnt því síðan. Fyrsti yfirlæknir Sólvangs var Olafur Olafsson. Hann var yfirlæknir á Sólvangi frá 1. febrúar 1954 til 31. águst 1970. Þá tók Þór Halldórsson við yfirlæknisstarfinu og gegndi því til ársins 1979, en liinn 1. desember 1979 tók núverandi yfirlæknir Sólvangs, Bragi Guðmundsson, við af honum. Fyrsti vistmaðurinn á Sólvangi var Lárus heitinn Bjarnason, fyrrum skólastjóri Flensborgarskólans. Fæðingadeildin á Sólvangi tók til starfa í mars 1954 og starfaði hún til 1. júlí 1976. Þá hafði hún starfað í rúma tvo áratugi og veitt fjölda Hafnfirðinga góða þjónustu. Upphaflega var starfsemi Sólvangs þrískipt í elliheimilisdeild, sjúkra- deild og fæðingadeild. En árið 1976 var Sólvangur gerður að sjúkrahúsi fyrir aldraða og því hlutverki hefur hann gegnt síðan. Sjúklingar á Sólvangi voru rútulega 130, þegar flest var, en nú eru þar 100 rúm. Oft hafa verið mikil þrengsli á Sólvangi og vinnuaðstaða starfsfólks knöpp. Miklar endurbætur á húsakosti og búnaði Sólvangs hófust árið 1976, þegar Sólvangur var gerður að sjúkrahúsi fyrir aldraða. Þessar endurbætur standa enn. En öll aðstaða hefur nú tekið miklum stakkaskiptum. og er nú rýmra um sjúklinga og starfsmenn en áður var. Komin eru búnings og snyrtiherbergi á jarðhæð í norðurenda nýbyggingar, sem einnig hýsir saumastofu, þvottahús, geymslur og tæknirými. Á fyrstu hæð er nýtt eldhús, borðstofa, rannsóknarstofa, rönten- stofa og bókasafn. Við flutning eldhúss og þvottahúss var hægt að innrétta norðurenda fyrstu hæðar “gamla” hússins fyrir sjúkraþjálfun, vinnustofu og iðju- þjálfun, tvö dagvistarherbergi fyrir alls 6 manns, hand-, fót- og hár- snyrtingu, snyrtiherbergi og setu- stofu. Sjúkraþjálfunin er þegar flutt og er nú verið að búa hana fu 11- komnum tækjum. Þannig þjónar hún betur fólkinu á Sólvangi, en jafnframt verður þar rekin þjónusla fyrir aðra, sem ekki eru vistmenn á Sólvangi. Hand-, fótsnyrtistofan er tekin til starfa á nýja staðnum, en hún var áður á þriðju hæð. Dagvistun hefst væntanlega snemma á næsta ári, þegar starfsleyfi og búnaður er fenginn. I suðurenda fyrstu hæðar er lokið gagngerum endurbótum. Þar eru skrifstofur, afgreiðsla, lækna- stofur, skoðunarherbergi og aðstaða umsjónarmanns og húsvarða. Innrétting á þakhæð cr enn skammt á veg komin, en fyrirhugað er að flytja þangað bókageymslu og hluta hjúkr- unarvörulagers. Sjálft húsið fær nú mikla andlitslyftingu, sem lengi hefur verið beðið eftir. Klæðning þess með kvarsplötum, skipti á öllum gluggum og ný einangrun er langt komin. Sér nú vel fyrir endann á þessum breyt-ingum og er það fagnaðarefni. Áætlanir um byggingu tveggja hæða ofan á nýbygginguna til norðurs liggja nú fyrir. Þar er gert ráð fyrir tveimur hjúkrunardeildum. Þegar þær verða komnar í gagnið munu vistmenn á Sólvangi verða um 130. Laugardaginn 23. október síðast- liðinn bauð stjórn og stjórnendur Sólvangs til afmælisfagnaðar. Hátíðin hófst klukkan 13.00 með skemmtidagskrá fyrir heimilisfólkið á Sólvangi. Forstjóri Sólvangs, Sveinn Guðbjörnsson setti hátíðina. Síðan fóru fram söng- og dansatriði, sem tókust með rnestu ágætuni. Síðan fékk fólkið sér afmæliskaffi. Gestir komu til leiks klukkan 15.00. Þeim var fagnað með leik Lúðra- sveitar Hafnarfjarðar. Sveinn Guð- bjartsson ávarpaði gestina og bauð þá velkomna. Guðmundur Árni Stef- ánsson, heilbrigöis- og trygginga- ráðherra, flutti árnaðaróskir og þakkir til Sólvangs. Hann lýsti yfir, að hann myndi leggja allt kapp á að ljúka viðbyggingu við Sólvang á skömmum tíma og sagði að nú þegar yrði gerð nýtingaráætlun fyrir Sólvang jafnframt því að skipuð yrði framkvæmdanefnd undir forustu Ingvars Viktorssonar bæjarstjóra. Ingvar Viktorsson bæjarstjóri færði Sólvangi fallega mynd í tilefni afmælisins og flutti þakkir og árnaðaróskir frá Bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Hann hét fullum stuðningi bæjaryfirvalda við að ljúka uppbyggingu Sólvangs. Jóhann Ágúst Sigurðsson prófessor afhenti gjöf frá Heilsugæslunni og Rannveig Guðmundsdóttir flutti kveðjur frá þingmönnum kjör- dæinisins. Bjarni Jónasson læknir afhenti hljóðbylgjutæki, sem var gjöf frá Hafnarfjarðardeild Rauðakrossins og Birna Birgisdóttir formaður starfsmannaráðs Sólvangs afhenti grafískt verk sem var gjöf frá starfsmönnum Sólvangs. Það prýðir nú matsalinn þar. Jón Gunnarsson listmálari gaf Sólvangi fagurt málverk af Sólvangi eins og liann var fyrir breytingar og Rafn Sigurðsson flutti kveðjur frá Lionsklúbbi Hafnarfjarðar og tilkynnti að klúbburinn gæfi Sólvangi fullkomin augnskoðunar- tæki. Almar Grímsson apótekari og kona hans Anna Björk Guöbjörnsdóttir gáfu 50 þúsund krónur í tækjasjóð Sólvangs. Blóm, heillaóskir og kveðjur bárust Sólvangi viða að. Sveinn Guðbjartsson forstjóri þakkaði góðar gjafir og hlýhug í garð Sólvangs og bauð síðan viðstöddum til kaffidrykkju jafn- framt því akoða húsakynni og hitta heimilismenn. Talið er að gestir hafi verið nokkuð á sjötta hundrað. Virðuleiki og reisn var yfir öllum þessum afmælishátíðarhöldum og til mikils sóma fyir þá sem fyrir þeim stóðu. Alþýðublað Hafnarfjarðar þakkar Sólvangi og starfsmönnum hans langa og góða þjónustu í þágu Hafnfirðinga og óskar starfscmi hans gæfu og gengis um langa framtíð. Gleðileg jól og gott farsælt komandi ár Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða STRANDGÖTU 33 • PÓSTHÓLF 188 • 220 HAFNARFIRÐl Hafnfirð ingcir I Verslun í eigin heimcibyggð Verslunarmannafélag Hafnarfjarðar

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.